Bændablaðið - 04.10.2018, Qupperneq 62

Bændablaðið - 04.10.2018, Qupperneq 62
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201862 Eldri blöð má finna hér á PDF: 480 5600 Landstólpi - Egilsstöðum Vélaval - Varmahlíð Útsölustaðir: Vantsdallur SU10000370 Verð kr. 6.8507 83 UPPSTOPPUN KRISTJÁN FRÁ GILHAGA SÍMI 892-8154 Drekagili 9 603 Akureyri @simnet.is Bændablaðið Smáauglýsingar. 563 0300 www.bbl.is Hilltip Snowstriker VP Fjölplógur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa . Fáanlegir í 185–240 cm breidd. TIL SÖLU Hilltip Icestriker 120–200 L Salt og sanddreifari fyrir jeppa, pallbíla eða lyftara. Rafdrifin 12V. Hilltip Snowstriker SP Snjótennur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanlegar í 165–240 cm breidd. Hilltip Snowstriker SML Snjótennur fyrir minni vörubíla ca. 7,5 tonn. Fáanlegar í 260–300 cm breidd. Hilltip Rotating Sweeper Vökvadrifinn sópur fyrir pallbíla og minni vörubíla. Fáanlegur í 180-200-220 cm breiddum. A Wendel ehf. Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík, S: 551 5464 - wendel@wendel.is www.wendel.is Hilltip Icestriker 550–1600 L Salt og sanddreifarari í þremur stærðum, fyrir pallbíla sem og minni vörubíla. Rafdrifin 12V. Hitaveituvatn Akureyringa í vaxandi mæli sótt á Hjalteyrarsvæðið Hjalteyrarlögn dugar samfélaginu við Eyjafjörð næstu áratugi „Stöðugur vöxtur hefur verið í heitavatnsnotkun Akureyringa undanfarin ár, það er komið að ákveðnum þáttaskilum í rekstri veitunnar, en yfir köldustu vetrardagana er hún á fullum afköstum og má lítið út af bregða,“ segir Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku. Fyrirtækið hefur í sumar staðið í umfangsmiklum framkvæmdum við lagningu Hjalteyrarlagnar sem svo er nefnd, frá dælustöð Norðurorku við Glerártorg á Akureyri, og nær fyrsti áfangi verksins út fyrir Hlíðarbraut í norðri og er honum nú að mestu lokið. Um 60% af hitaveituvatni koma af Hjalteyrarsvæðinu Hitaveitukerfið á Akureyri var í upphafi hannað með það í huga að aðveitulagnir kæmu sunnan úr Eyjafjarðarsveit. Helgi segir að fyrri áætlanir hafi gert ráð fyrir frekari vatnsöflun í Eyjafjarðarsveit þar sem allir innviðir séu til staðar. Árangurslaus borun á vinnslusvæði við Botn sumarið 2016 varð til þess að ákveðið var að afla vatns fyrir veituna á Hjalteyrarsvæðinu svo mæta mætti aukinni þörf fyrir orku. „Orkuþörf hitaveitunnar hefur tvöfaldast frá því sem var árið 2000,“ segir Helgi. Hjalteyrarsvæðið sem virkjað var árið 2002 gefur nú þegar um 60% af hitaveituvatni Akureyringa. Helgi segir að sú mikla afkastageta sem fyrir hendi sé á því svæði geti stafað af því að lekt bergs sé betri og aðsteymi vatns greiðara en þekkist á öðrum vinnslusvæðum Norðurorku. Rekja megi það til sprungumyndunar af völdum jarðskjálfta í brotabelti í utanverðum Eyjafirði. „Afkastageta jarðhitakerfisins við Hjalteyri er því mun meiri en annarra jarðhitasvæða sem við nýtum,“ segir Helgi. Kostnaður við allt verkið ríflega tveir milljarðar Hann nefnir að mat Íslenskra orkurannsókna sé að Hjalteyrarkerfið geti staðið undir mun meiri vinnslu en nú er, en flutningsgeta aðveitunnar standi í vegi fyrir nýtingu vinnslusvæðisins. „Þetta er þannig að yfir köldustu vetrarmánuðina þrýstum við mun meira vatni gegnum lögnina en eðlilegt er, það kostar öflugar dælur og gríðarlega raforku,“ segir Helgi. Nú þegar liggur að mestu fyrir hönnun á nýrri aðveituæð frá vinnslusvæðinu á Hjalteyri sem og einnig hönnun á bættri tengingu aðveitunnar við bæjarkerfið. Í því felast m.a. breytingar á tengingum við meginflutningskerfið innan bæjarins og á dælustöð við Þórunnar- stræti. Helgi segir að næsta sumar sé stefnt að því að tengja vatnið frá Hjalteyri upp í miðlunartanka í Þórunnarstræti. „Við áfangaskiptum þessu gríðarstóra verkefni, þetta er mikil fjárfesting, kostnaður er áætlaður ríflega tveir milljarðar króna í heild, boranir og dælubúnaður er þar meðtalinn,“ segir Helgi. Góður árangur var nú í sumar þegar boruð var viðbótarhola á jarðhitasvæðinu við Hjalteyri, en sú borun var eingöngu hugsuð til að fá varaholu í byrjun og ná betra aðgengi niður í núverandi vinnslupott. Lögnin lögð undir Glerá í haust „Við skiptum þessu verkefni upp á fjóra áfanga og er sá fyrsti í gangi núna, hann var boðinn út í vor og var tilboði lægstbjóðenda, frá Finni ehf., tekið. Fyrsti áfangi felst í lagningu nýrrar 500 mm lagnar innanbæjar, frá dælustöð við Glerártorg og út fyrir Hlíðarbraut. Lokaáfanginn í fyrsta áfanga verkefnisins felst í að koma lögninni undir botn Glerár og best hentar að vinna að því þegar dregur í vatnsmagni árinnar síðar í haust.“ Næsta vor, 2019, verður hafist handa við annan áfanga verksins, sem er frá Hjalteyri og suður að Ósi, sem er norðan við ósa Hörgár. Helgi segir að verkefnið sé stórt og umfangsmikið, en almennt hafi allt gengið með ágætum, alltaf komi þó upp einhver atriði sem ekki var hægt að sjá fyrir. „Við vonum að ný Hjalteyrarlögn muni duga samfélaginu við Eyjafjörð næstu áratugina,“ segir Helgi og bætir við að hún sé hönnuð með þann möguleika í huga að lengja hana enn frekar til norðurs, að jarðhitasvæði við Syðri-Haga/Ytri Vík en það er í eigu Norðurorku. /MÞÞ Norðurorka stendur í umfangsmiklum framkvæmdum við lagningu Hjalteyrarlagnar. Fyrsti áfangi verksins nær frá dælustöð við Glerártorg og út fyrir Hlíðarbraut. Myndir / MÞÞ Eyjafjarðarsveit. Árangurslaus borun á vinnslusvæði við Botn sumarið 2016 svo mæta mætti aukinni þörf fyrir orku. Þess er vænst að ný Hjalteyrarlögn muni duga samfélaginu við Eyjafjörð næstu áratugina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.