Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 1
9. tölublað 2018 ▯ Miðvikudagur 9. maí ▯ Blað nr. 514 ▯ 24. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Garðyrkjubændur nota margir raforku á við heilu bæjarfélögin en greiða nær tvöfalt hærra verð fyrir orkuflutning: Algerlega galin verðlagning – segir eigandi Hveravalla í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu, einnar stærstu garðyrkjustöðvar landsins Garðyrkjubændum í dreifbýli sem nota rafmagnslýsingu við ræktun svíður mörgum undan rafmagnsreikningnum enda borga þeir mun meira fyrir dreifingu á hverri kílóvattsstund en íbúar í þéttbýli. „Ég nota meira rafmagn til ræktunar en Þórshöfn og Raufarhöfn til húshitunar,“ segir Páll Ólafsson, garðyrkjubóndi á Hveravöllum í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu, en samt sem áður er ég að borga fyrir dreifbýlisdreifingu á rafmagni sem er miklu dýrari en þéttbýlisdreifingin.“ Páll segir að ef garðyrkjustöðin væri í þéttbýliskjarna sem teldi nokkra tugi íbúa þyrfti hann að borga mun minna fyrir rafmagnið en hann gerir í dag. „Þetta er náttúrlega alveg galið á sama tíma og stjórnvöld eru að tala um landsbyggðarstefnu og söluað- ili rafmagnsins er ríkisfyrirtæki. Orð og efndir eru því tvennt ólíkt í þessu tilfelli.“ Spara rafmagnið eins og hægt er Að sögn Páls hefur hann dregið úr raforkunotkun eins og hann mögulega getur án þess að valda tjóni á uppskerunni. „Ég reyni að spara rafmagnið eins og mögulegt er en svo verður einfaldlega að gera dæmið upp og sjá hvort það gengur upp eða ekki. Ég vil trúa því að það verði einhver breyting á þessu í nánustu framtíð og að starfshópurinn sem iðnaðarráðherra skipaði fyrir skömmu komi til með að taka á þessu máli. Ég er samt hræddur um að greiðslubyrðin hjá mörgum sé nú þegar orðin það mikil, sér í lagi minni framleiðendum, að þeim blæði hratt út verði ekkert að gert fljótlega,“ segir Páll. Hækkanirnar éta upp niðurgreiðslurnar „Verð á raforku hefur hækkað eitthvað en flutningskostnaðurinn sérstaklega. Mig minnir að flutningskostnaðurinn hjá RARIK hafi verið tæpar 4 krónur árið 2014 á hverja kílóvattsstund en í dag er það 5,98 krónur fyrir hverja kílóvattsstund. Upphæðin í niðurgreiðslusjóði raforku til garðyrkjubænda vegna lýsingar er 270 milljónir og þegar flutningurinn hækkar svona mikið étur það sjóðinn upp. Ef ég skil gjaldskrá RARIK rétt þá mundi ég borga 2,5 krónur fyrir kílóvattsstundina ef ég væri í þéttbýli en þar sem ég bý í dreifbýli borga ég 5,98 krónur fyrir hverja kílóvattsstund. Á móti kemur dreifbýlisjöfnunargjald á móti upp á 1,8 krónur. Ég er því að borga, þegar upp er staðið, næstum því tvisvar sinnum meira fyrir dreifinguna en ef starfsemin væri í þéttbýli,“ segir Páll. Rukkaður um sér álag „Ég bý átta kílómetra frá Laxárvirkjun og nýja Þeistareykjavirkjunin er hér rétt fyrir ofan mig og Krafla ekki í nema 60 kílómetra fjarlægð. Hugsaðu þér vitleysuna, ég nota milli sjö og átta milljón kílóvattsstundir á ári og RARIK rukkar mig um sérstakt álag vegna flutningsins. Mér finnst að ríkisrekið einok- unarfyrirtæki eins og RARIK eigi að geta rökstutt gjaldskrána sína betur en þeir gera í dag, ekki síst þegar hugsað er til þess að rafmagn- ið verður til úti á landi.“ /VH – Sjá nánar bls. 2 Páll Ólafsson garðyrkjubóndi. – Sjá nánar bls. 28–29 Myndir / HKr. 38–398 18–19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.