Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 Lars Rinnan er einn eftirsóttasti fyrirlesari í Noregi þegar kemur að málefnum vélmenna, gervigreindar og algóryþma. Hann segist furða sig á því í hverri viku hversu margir, þar á meðal stjórnmálamenn, átta sig ekki á því hversu hröð tækniþróunin er á þessum vettvangi. Á næstu tveimur árum muni 5 milljónir starfa verða tekin yfir af vélmennum og innan 2030 verði helmingur af öllum núverandi störfum í heiminum tekin yfir af vélmennum. „Vélmennin eru nú þegar komin og í nokkrum greinum hefur það verið svo í mörg ár eins og í bílaiðnaði og hjá verðbréfafyrirtækjum. En núna hefur magn af gögnum og vinnslukraftur þróast svo mikið að vélmennin geta stöðugt gert hlutina jafn vel eða betur en mannfólkið. Þegar tækniþróunin er á þessum mikla hraða þar sem hraðinn tvöfaldast á hverju ári verða vélmennin verulega mikið betri ár eftir ár. Innan ársins 2029 munu vélarnar verða jafn klárar og manneskjur, greina gögn jafn hratt og heili í manneskju og geta framkvæmt allar þær athafnir sem mannfólkið getur. Hingað til höfum við aðeins séð byrjunina á þessari þróun,“ útskýrir Lars. Þróun á ógnarhraða World Economic Forum spáir því að fimm milljónir starfa muni verða tekin yfir af vélmennum innan ársins 2020 og Google spáir því að tveir milljarðar starfa, helmingur af öllum núverandi störfum í dag, muni verða tekin yfir af vélmennum innan ársins 2030. „Þrátt fyrir mismunandi tíma- ramma hafa báðir aðilar rétt fyrir sér. Ef maður tekur spá World Economic Forum um fimm milljónir starfa og tvöfaldar á hverju ári í 10 ár þá fer maður yfir í tvo milljarða. Þessi fyrirtæki hafa varla rætt þetta sín á milli. Ástæðan fyrir því að báðir hafa rétt fyrir sér er að hægt er að reikna út hversu góð tæknin er. Þetta byggist á lögum Moore sem segir að fjöldi transistora (þættir sem reikna út í tölvum) á ákveðnu svæði tvöfaldast á 18 mánaða fresti, þar að auki hefur maður vöxtinn í tölvum og þróun á hugbúnaði sem til samans bendir til þess að þróunin sé á ógnarhraða,“ segir Lars og bætir við: „Stjórnmálamenn vilja lítið ræða þessa þróun, annaðhvort af því að þeir hafa ekki áttað sig á henni eða af því að það kemur sér ekki vel fyrir þá í næstu kosningum. Þetta er stórt lýðræðislegt vandamál. Þeir horfa á sögulegar tölur og fullyrða að það hafi ekki horfið mörg störf til vélmenna og það er auðvitað rétt því þetta er í raun bara rétt að byrja. Það mun ekki gerast svo mjög mikið næstu árin heldur. En innan fimm ára munu einnig stjórnmálamenn sjá hvað er að fara gerast. Ef þeir hafa ekki byrjað að hugsa um það núna hvernig þeir eigi fyrir hönd samfélagsins að tengjast veruleika með 50% atvinnuleysi þá byrjar það í nánustu framtíð að verða aðeins of seint.“ Krefjandi félagsleg tilraun „Fólk þarf bæði að óttast og gleðjast yfir þessari þróun. Fyrir þá sem vinna í einföldum starfsgreinum þar sem mikið er af endurtekningum og litlar kröfur eru um vitsmunalega hæfileika og þar sem ekki þarf að leysa vandamál á skapandi hátt þá er mjög stutt í að þau störf hverfi sjálfvirkt á braut. Ef ég væri strætóbílstjóri eða endurskoðandi myndi ég íhuga strax í dag að leita mér að öðru starfi. Endurskoðandinn getur kannski látið vélmenni halda bókhaldið og í staðinn unnið með fjármálaráðgjöf til viðskiptavina sem byggist á bókhaldinu en aftur á móti fyrir strætóbílstjórann eru ekki svo margir aðrir augljósir möguleikar. Það mun ekki verða auðvelt að fara frá því að vera strætóbílstjóri í að hanna sýndarveruleika sem dæmi. Þetta mun gilda fyrir mjög margar starfsgreinar í þessum flokki. Það er möguleiki að hægt verði að endurmennta sig í átt að störfum sem eiga sér framtíð en þetta á við um störf innan heilsu, umönnunar, þjálfunar, upplifana og fleira. Sama á við um þá sem eru að mennta sig í dag til starfa sem mun ekki lengur verða eftirspurn eftir. Þá mæli ég með að skipta um námsvettvang áður en það er of seint. Hvort ráðgjafar í skólum og háskólum eru meðvitaðir um þessa stöðu er síðan annað mál,“ útskýrir Lars og segir jafnframt: „Ég held reyndar að nýr veruleiki með borgaralaunum geti verið mjög jákvæð þróun. Kannski er það innrætt skynjun að allir verði að vinna? Ég held að það séu margir sem eru ekki að tengjast í gegnum vinnuna heldur að þetta sé eingöngu samfélagslega smíðuð nauðsyn til að lifa af. Þó eru borgaralaun krefjandi félagsleg tilraun og ég sé fyrir mér að þar geti þróast óreiðuástand áður en þetta mun virka. Þess vegna finnst mér að stjórnmálamenn nútímans ættu að gefa þessu meiri gaum og átta sig á því sem er að koma ásamt því að verða sér úti um reynslu í gegnum tilraunaverkefni. Það eru nokkur slík verkefni í gangi í heiminum í dag eins og í Finnlandi, á Indlandi og í Kanada. Niðurstöðurnar hingað til eru jákvæðar en verkefnin eru auðvitað ansi takmörkuð. Það sýnir sig að það er til annar valkostur en almannatryggingakerfið sem er við lýði á Norðurlöndunum.“ Skattleggja ofurarðbær fyrirtæki Árið 2029 munum við ekki þekkja þann sama heim og við lifum í dag. Það munu verða vélmenni úti um allt og þau munu hafa áhrif á hversdaginn hjá öllum á jörðinni. Þá munu um 50% af störfum dagsins í dag að hluta til eða öllu leyti vera tekin yfir af vélmennum. „Sennilega verður líka búið að skapa mörg ný og spennandi störf á þessum tíma. Þetta getur verið námuvinnsla á smástirnum eða þróun á sýndarveruleikum. Þrátt fyrir það munu færri störf skapast en þau sem hverfa og að öllum líkindum verða ekki þeir sem missa vinnuna í „gömlu“ starfsgreinunum hafa hæfni í „nýju“ starfsgreinunum. Lausn á þessu getur falist í borgaralaunum. Það er stórt málefni sem maður getur talað um fram og til baka í marga daga en hin mikla áskorun í því er hvernig á að fjármagna þetta fyrirkomulag. Ég held kannski, já þetta er ekki einfalt, að rétta leiðin sé að skattleggja ofurarðbær fyrirtæki. Ofurarðbæru fyrirtækin eru þau sem hafa gert mest af virkri starfsemi sinni sjálfvirk og hafa óeðlilega háa framlegð, það er að segja ekki 10% heldur kannski 70%. Við sjáum nú þegar útlínur af slíkum fyrirtækjum í dag. Instagram sem dæmi höfðu 13 starfsmenn þegar Facebook keypti það fyrir 1 milljarð Bandaríkjadala. Það virkar sjálfbærara og sanngjarnara að hluta af ofurframlegðinni sé hægt að deila á alla sem hafa verið skipt út fyrir vélmenni og eru á borgaralaunum. Þar að auki þurfum við verulega lægri framfærslukostnað vegna vélmennavæðingarinnar og þá þurfum við ekki eins háar tekjur og við höfum í dag. Bílar verða sjálfvirkir og ódýrir vegna þrívíddarprentunartækni, við munum hafa næstum ókeypis sólarorku, hús og innanstokksmunir verða prentuð með þrívíddartækni, meiri bjartsýni mun gæta í matvælaframleiðslu, meiri áhersla verður lögð á svæðisbundna og ódýra framleiðslu og svo framvegis.“ Bóndinn mun ekki hverfa Lars bendir á að samkvæmt skýrslu Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Höfðabakka 9, 110 Reykjavík Sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið • Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina • Þvottahúsið • Sérverslunina Rúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann 85 ÁRA TÆKNI&VÍSINDI Innrás vélmenna og gervigreindar er hafin Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Lars Rinnan heldur fyrirlestra í Noregi um tækni og stafrænu byltinguna ásamt stjórnun og nýsköpun. Hann hefur 25 ára leiðtogareynslu og rekur fyrirtækið NextBridge Group. Mynd / NextBridge Group. Nemendur og kennarar við Umhverfisháskóla Noregs (NMBU), undir forystu Pål Johan From doktors, hafa sérhæft sig í ákveðinni vélmenna- tækni sem er talin geta komið að góðum notum við landbúnað. Þar að auki þróa þeir hagnýt vélræn verkfæri fyrir sjálfbærari og skilvirkari landbúnað. Fyrsta vélmennið fyrir landbúnað, Thorvald, var kynntur til leiks fyrir tveimur árum. Mynd / NMBU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.