Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018
Garðyrkjubýlið Brúnalaug í Eyjafirði:
Búið að slökkva á helmingi lýsingarinnar
Ábúendurnir á Brúnalaug í
Eyjafirði hófu lýsingu á papriku
í gróðurhúsum áríð 2008.
Vegna hækkunar á kostnaði
við lýsinguna hafa þau slökkt
á helmingi lýsingarinnar í
mesta skammdeginu og þegar
afhendingartími rafmagnsins í
dýrastur.
Anna Sigríður Pétursdóttir,
garðyrkjubóndi að Brúnalaug
í Eyjafirði, segir að í tilfelli
Brúnalaugar sé búið að slökkva á
helmingi ljósaraðanna yfir dýrasta
lýsingartímann þar sem það svari
ekki lengur kostnaði að auka
uppskeruna með lýsingu.
Margföld hækkun rafmagns
„Við slökktum á annarri hverri
ljósaröð þegar við urðum þess
áskynja að rafmagnsreikningurinn
hafði hækkað í janúar á þessu ári.
Árið 2008 skall kreppan á og
2009 fengum við undanþágu hjá
Seðlabankanum til að kaupa ljós
vegna þess að við framleiðum mat-
væli,“ segir Anna. Eftir að ljósin
voru komin upp jókst uppskeran
í húsunum um að minnsta kosti
10 tonn miðað við það sem hún
var fyrir lýsingu á sama fermetra
fjölda. Það var því greinilegt að hún
hafði mikil áhrif en kostnaðurinn
við framleiðsluna jókst einnig mjög
mikið og hann hefur aukist jafnt og
þétt síðan þá.
Kostnaðinum við rafmagnið var
skipt í tvennt. Annars vegar orkuna
sjálfa og hins vegar flutningurinn
á henni keyrði alveg um þverbak
hvað hækkun varðar.
Kostnaður við flutninginn hefur
hækkað fjórfalt síðan árið 2016.
Staðan í dag er einfaldlega sú
að það hreinlega borgar sig ekki að
lýsa yfir dýrasta afhendingartíma
rafmagnsins,“ segir Anna. „Sá
tími er frá október og út apríl. Við
notum svokallaðan afltaxta.“
Afltoppur eða tímaháður taxti
Anna telur að fleiri
garðyrkjubændur séu að
íhuga að draga úr lýsingu yfir
mesta skammdegið og dýrasta
afhendingartímann vegna þess að
það svari einfaldlega ekki kostnaði
að rækta grænmeti á þeim kjörum
sem bjóðast.
Garðyrkjubændum býðst að
kaupa rafmagn með tvenns konar
hætti. Annars vegar á svokölluðum
afltoppi en hins vegar í tímaháðum
taxta. Samkvæmt tímaháðum taxta
er afhending rafmagns dýrari á
þeim tímum sólarhringsins þegar
almenn notkun er mest. Kaup á
afltoppum þýðir að rafmagn er
keypt þegar orkustreymi er mest
á tímaeiningu
Mikil hækkun á dreifingu
Samkvæmt rafmagnsreikningum
sem Bændablaðið hefur undir
höndum kostaði dreifing á orku
til garðyrkjubænda í dreifbýli 4,70
krónur fyrir hverja kílówattstund
árið 2017 en hefur hækkað í 5,83
krónur 2018.
Innlend orka of dýr
Að sögn Önnu er skammarlegt
til þess að hugsa að staðan sé
sú að íslenskir garðyrkjubændur
geti ekki boðið upp á íslenskt
grænmeti allt árið vegna þess að
innlend og umhverfisvæn orka sé
of hátt verðlögð og þess í stað sé
flutt inn grænmeti í stórum stíl með
tilheyrandi kostnaði og mengun.
/VH
FRÉTTIR
Endurheimta votlendi
í Fjarðabyggð
Á vegum Landgræðslu ríkisins
er að hefjast endurheimt á 60
hektara votlendi í Fjarðabyggð.
Verkefnið felur einnig í sér
vöktun á breytingum sem verða
á svæðinu við þessa aðgerð.
Þá er ætlunin að útbúa
tilheyrandi fræðsluefni fyrir
grunnskólanema og almenning.
Verkefnið hlaut 150 þúsund
dollara styrk frá Samfélagssjóði
Alcoa (Alcoa Foundation) og
verður unnið í nánu samstarfi við
sveitarfélagið Fjarðabyggð.
Það voru þeir Magnús Þór
Ásmundsson, forstjóri Fjarðaáls,
Árni Bragason landgræðslustjóri
og Páll Björgvin Guðmundsson,
bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sem
hrintu verkefninu af stað með
táknrænum hætti þegar þeir hófu
að moka ofan í fyrsta skurðinn af
mörgum. Athöfn fór fram 2. maí
á Hólmum í Reyðarfirði, en þar
verða endurheimtir um 60 hekt-
ara eins og fyrr segir. Votlendi
varðveitir mikið af kolefnisforða
jarðar en ef votlendi er þurrkað
upp hefst útblástur gróðurhúsa-
lofttegunda.
Mokað ofan í fyrsta skurðinn. Talið
frá vinstri: Magnús Þór Ásmunds-
son, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, Árni
Bragason landgræðslustjóri og Páll
Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri
Fjarðabyggðar. Mynd / ÁÞ
Landgræðsluverðlaunin 2018:
Viðurkenningar veittar fyrir
landgræðslu og landbætur
Landgræðsluverðlaunin 2018
voru afhent á ársfundi Land-
græðslunnar fyrir skömmu.
Verðlaunin eru veitt árlega
einstaklingum og félagasamtökum
sem hafa unnið að landgræðslu
og landbótum. Með veitingu
landgræðsluverðlaunanna vill
Landgræðslan vekja athygli
á mikilvægu starfi margra
áhugamanna að landgræðslu-
málum.
Verðlaunahafar að þessu sinni
voru Hrunamannahreppur, Sigrún
Snorradóttir og Guðmundur
Eiríksson, Starmýri I í Álftafirði
og Ólafur Arnalds, doktor í
jarðvegsfræðum og prófessor við
Landbúnaðarháskóla Íslands.
Hrunamannahreppur
Á heimasíðu Landgræðslunnar
segir að Landgræðslan og Hruna-
mannahreppur hafi unnið að
þróunarverkefni um hvernig nýta
mætti seyru til landgræðslu frá árinu
2012.
Við gróðurmælingar þremur
árum eftir að verkefnið hófst kom
í ljós að gróðurþekjan hafði aukist
úr 15 í 65% sem verður að teljast
góður árangur eftir einskiptis
landgræðsluaðgerð.
Sveitarfélagið hóf þá samstarf
við fjögur önnur sveitarfélög,
Bláskógabyggð, Grímsnes- og
Grafningshrepp, Flóahrepp og
Skeiða- og Gnúpverjahrepp, um
nýtingu seyru til uppgræðslu og
hafa þau byggt upp sameiginlega
aðstöðu fyrir verkefnið.
Aðferðum hefur verið breytt,
þannig að seyran er ekki lengur
felld ofan í jörðina, heldur er kalki
blandað í hana og henni dreift
á yfirborð landsins. Kölkunin
drepur allar smitandi örverur og
því er heimilt að dreifa henni á
yfirborðið.
Með þessu verkefni hefur verið
rudd braut til að nýta lífrænan úrgang
sem fellur til í öllum sveitarfélögum
til uppgræðslu. Þannig hefur efni
sem áður var meðhöndlað sem
úrgangur sem þyrfti að farga, verið
breytt í verðmæta afurð.
Sigrún Snorradóttir og
Guðmundur Eiríksson
Árið 1995 markar ákveðin þáttaskil
í uppgræðslu lands á Starmýri en þá
tóku bændur á Starmýrarbæjum sig
saman og hófu í félagi uppgræðslu
mela með kerfisbundnum hætti
undir merkjum verkefnisins Bændur
græða landið. Það uppgræðslustarf
hefur haldist nær óslitið síðan þó að
hin síðari ár hafi aðstæður breyst
á nágrannabæjum og verkefnin
einskorðast við elju og áhuga þeirra
hjóna á Starmýri I.
Starfið ber allt merki mikillar
natni, umhyggju fyrir landinu og
metnaði í uppgræðslustarfinu.
Ólafur Arnalds
Ólafur Arnalds, doktor í
jarðvegsfræðum og prófessor
við Landbúnaðarháskóla Íslands,
hefur fengist við rannsóknir á
íslenskum jarðvegi um áratuga
skeið, þar á meðal rannsóknir á eðli
jarðvegsrofs og sandfoks, sem er
óvíða meira en hér og hefur mótandi
áhrif á vistkerfi landsins. Ólafur
hefur einnig stundað rannsóknir
á landgræðslu, kolefnisbindingu í
jarðvegi, vistheimt og ástandi lands.
Ólafur hefur verið mikilvirkur
í ritstörfum og eftir hann liggja
innlend og alþjóðleg fræðirit, auk
fjölda ritrýndra greina. Hann hefur
einnig verið ötull við að miðla
fróðleik um íslenskan jarðveg og
ástand vistkerfa til almennings.
Á árunum 1991–1997 stýrði
Ólafur kortlagningu jarðvegs-
rofs á Íslandi og gerð fræðslu-
og kennsluefnis um sama efni.
Fyrir það verkefni hlaut hann
Umhverfisverðlaun Norður landa-
ráðs árið 1998. /VH
Frá afhendingu landgræðsluverðlaunanna 2018. Talið frá vinstri: dr. Ólafur Arnalds, Guðmundur Ingi Guðbrands-
Mynd / Áskell Þórisson
Á öðrum innlausnardegi ársins
2018 fyrir greiðslumark mjólkur
þann 1. maí var greiðslumark 23
búa innleyst og 110 handhafar
lögðu inn kauptilboð.
Á innlausnardeginum 1. maí
innleysti Matvælastofnun, fyrir
hönd ríkisins, greiðslumark 23
framleiðenda samtals 1.044.193
lítra að upphæð 127.391.546
krónur. Matvælastofnun úthlutaði
262.846 lítrum úr forgangspotti
1, 10% umframframleiðslupotti,
262.846 lítrum úr forgangshópi 2,
nýliðahópi, og loks 525.692 lítrum
úr almennum potti.
Tilboð um kaup á greiðslumarki
voru frá 110 framleiðendum og var
alls óskað eftir 33.302.367 lítrum.
Í forgangi 1, framleiðendur sem
höfðu framleitt 10% umfram
greiðslumark á viðmiðunarárunum,
voru 53 framleiðendur og
í nýliðaforgangi voru 16
framleiðendur.
Innlausnarvirði greiðslumarks
mjólkur er 122 krónur á lítra á árinu
2018 og annast Matvælastofnun
innlausn greiðslumarks og innlausn
greiðslumarks mjólkur fer fram 1.
mars, 1. maí, 1. september og 1.
nóvember ár hvert. /VH
Innlausn á greiðslu-
marki mjólkur