Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 Frumkvöðullinn og doktorinn Carmen Hijosa þróaði vörumerkið Piñatex® fyrir sjö árum í rannsóknarskyni. Hún er sérfræðingur í leðurvörum og var við ráðgjöf á Filippseyjum upp úr 1990 þegar henni blöskraði umhverfisáhrifin sem leðurframleiðsla og litun með kemískum efnum höfðu. Carmen vissi að PVC-efni voru ekki lausnin svo hún var staðráðin í að kanna sjálfbærari aðferðir. Áður en langt um leið hafði hún þróað náttúrulega vefnaðarvöru sem búin er til úr trefjum ananaslaufblaða og má því segja að um hliðarafurð í landbúnaði sé að ræða. Fyrirtæki Carmen, Ananas Anam, er nú þekkt víða um heim og þá sérstaklega innan tísku- og húsgagnageirans. Þegar hún hóf þessa ferð var Carmen innblásin af gnægð náttúrulegra auðlinda, þar á meðal notkun á plöntutrefjum í hefðbundnum vefnaði eins og í hinum fínofna Barong Tagalog- fatnaði. Carmen leitaðist því við að hanna nýja vefnaðarvöru sem var ekki ofin sem væri hægt að framleiða í viðskiptalegum tilgangi, skapa jákvæð félagsleg og efnahagsleg áhrif og viðhalda lágu umhverfisfótspori í gegnum líftíma þess. Notað í skó, fatnað og áklæði í bíla Eftir mikla hugmyndavinnu og þróun komst Carmen að því að trefjar í laufblöðum ananasplöntunnar var það sem hún var að leita að. Úr þeim gat hún framleitt leðurlíki á sjálfbæran hátt til viðbótar við það sem fyrir var á markaði. Hráefni sem áður var hent en er nú hægt að nýta og skapar störf í samfélögum þar sem landbúnaður er enn á þróunarstigi. Hér náði Carmen því að samhæfa sýn sína í eitt fyrir sjálfbærari framtíð sem tengir saman fólk, umhverfi og hagkerfi. Carmen hefur hlotið fjölda verðlauna um allan heim fyrir uppgötvun sína og er þekktur fyrirlesari. Í dag heldur hún áfram að þróa Piñatex®-vörulínu sína. Piñatex® er sem fyrr sagði búið til úr trefjum laufblaða ananasplöntunnar. Þessum laufblöðum var áður fyrr hent í ananasuppskerunni og er því hliðarafurð í landbúnaði. Hinum löngu trefjum úr blöðunum er náð út með sérstakri vél sem bændur á hverjum stað sinna og fá aukalega greitt fyrir. Þegar búið er að ná trefjunum úr laufblöðunum eru þau notuð sem næringarríkur áburður eða í lífeldsneyti svo ekkert fer til spillis við framleiðsluna. Trefjarnar fara í áframhaldandi vinnsluferli þar sem þeim er rúllað upp í stóra möskva sem unnið er frekar úr í þar til gerðum verksmiðjum á Spáni. Lokavaran, leðurlíkið Piñatex®, er mjúkt og sveigjanlegt efni en um leið varanlegt. Frá Spáni er vörunni dreift frá fyrirtæki Carmen til hönnuða sem nota hana meðal annars í skó, tískufylgihluti, fatnað, í húsgagnaframleiðslu og sem áklæði í bíla sem dæmi. Úr Piñatex® eru ýmsar vörur framleiddar úr þessari náttúru-legu vefnaðarvöru, skór, tísku-fylgihlutir og fatnaður eru gott dæmi. AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Trefjar úr ananaslaufblöðum í nytjahluti Trefjar úr laufblöðum ananasplöntunnar eru hengdar upp og þurrkaðar áður en þær fara í lokavinnsluferli til Spánar. - búnaði sem áður fyrr var hent. Frumkvöðullinn og hugmyndasmiðurinn að ananasleðurlíkinu, doktor Carmen Hijosa, við fullunna vöru úr trefjum laufblaða plöntunnar en vörumerkið kallast Piñatex®. Miðstöð matvælaöryggis og sjálfbærni Fyrir þremur árum var miðstöðin Foods of Norway opnuð, sem er samstarfsverkefni 18 fyrirtækja og stofnana í Noregi sem tengjast matvælum á einn eða annan hátt. Miðstöðin er starfrækt við Norska umhverfis- og lífvísindaháskólann (NMBU) og er aðaláherslan á að þróa ný fóðurhráefni úr endurnýjanlegum lífmassa. Einnig að þróa aðferðir til að geta framleitt meira af svæðisbundnum hráefnum í fóður fyrir búfénað og fisk. Matvælaöryggi og aukin sjálfbærni „Þetta er átta ára tilraunaverkefni og er aðaláhersla miðstöðvarinnar á matvælaöryggi og aukna sjálfbærni. Aðalverkefni okkar eru að þróa ný fóðurhráefni úr endurnýjanlegum lífmassa, uppfæra næringargildi núverandi fóðurhráefna og að þróa aðferðir til að geta framleitt meira af svæðisbundnum hráefnum í fóður fyrir búfénað og fisk. Einnig eru hér gerðar ítarlegar tilraunir á búfénaði og fiski til að kortleggja hvernig hin nýju fóðurhráefni hafa áhrif á vöxt dýranna, lífeðlisfræði þeirra og heilbrigði ásamt því að kanna hvernig hráefnið stenst gæðakröfur,“ segir Margareth Øverland, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar. Mikilvægi svæðisbundinna fóðurúrræða Mannfjöldaspár sýna að árið 2050 verði um 9 milljarðar manna á jörðinni sem krefst mikillar matvælaframleiðslu alla daga allt árið um kring. „Á sama tíma stöndum við frammi fyrir miklum loftslagsbreytingum og vegna þeirra er erfiðara að búa til meiri mat, það er einnig meiri pólitískur óróleiki í heiminum og þess vegna verður aukin sjálfbærni stöðugt mikilvægari. Í Noregi hefur búfénaður mikilvægt hlutverk þegar hugsað er til sjálfbærni en hér erum við berskjölduð vegna þess að mikið af fóðri eða hluti af því sem búfénaður hérlendis fær byggist á innfluttum hráefnum. Það á sérstaklega við um prótínrík hráefni eins og sojamjöl. Ef við ætlum að auka norska matvælaframleiðslu verðum við að framleiða meira af svæðisbundnu fóðri,“ útskýrir Margareth og segir jafnframt: „Foods of Norway hjálpar til við að þróa tækni sem tryggir aukna sjálfbærni í Noregi. Miðstöðin leiðir einnig til aukinnar áherslu á að nýta svæðisbundin fóðurúrræði í auknum mæli með notkun á nýrri tækni. Foods of Norway er eins konar blágræn miðstöð sem vinnur þvert á nokkra geira með þátttöku bæði úr sjávarútvegi, landbúnaði og skógræktinni. Til að mynda getur notkun á lífmassa úr trjám til að framleiða hágæða prótínrík fóðurhráefni tryggt aukinn vöxt í hinum bláa geira. Í dag er sem dæmi aðgangur að hágæða fóðurhráefni einn af flöskuhálsunum fyrir frekari vexti í eldisframleiðslu.“ Unnið úr fjölvaþörungum og grenitrjám Rannsóknarvinnan sem á sér stað í miðstöðinni fjallar um að auka verðmætasköpun sem byggist á að nota endurnýjanlegan lífmassa og að nota nýja tækni. „Þetta gefur okkur nýjar aðferðir og verkfæri sem eru mikilvæg fyrir hina grænu byltingu. Eitt af mikilvægustu rannsóknarþemunum er að þróa svæðisbundið fóðurhráefni bæði fyrir eldisfisk og búfénað sem byggist á lífmassa bæði úr hafi og af landi. Mikilvægur lífmassi sem við vinnum með eru fjölvaþörungar og grenitré. Með því að nota nýja tækni er hægt að göfga þennan lífmassa í hágæða fóðurhráefni. Nú um mundir vinnum við að því að brjóta niður þennan lífmassa og vinna úr honum sykur og önnur næringarefni með hjálp af ensímum sem er meðal annars þróað hér við Norska umhverfis- og lífvísindaháskólann (NMB). Þetta er síðan sett í gerjunartank með örverum eins og til dæmis geri sem vex á þessum næringarefnum. Síðan er gerið uppskorið og verður að prótínríku mjöli sem hægt er að nota í fóður til búfénaðar og fisks. Við höfum séð að lax sem fær fóður með germjöli vex vel og er heilbrigður. Þannig að starfið sem hefur verið unnið hér síðustu þrjú ár hefur skilað góðum árangri og lofar góðu fyrir framhaldið.“ /ehg Margareth Øverland, framkvæmda- stjóri Foods of Norway-miðstöðvar- innar, segir að ef auka eigi norska matvælaframleiðslu verði að fram- leiða meira af svæðisbundnu fóðri. of Norway starfrækt þar sem meðal annars eru þróuð ný fóðurhráefni úr endurnýjanlegum lífmassa með nýrri tækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.