Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 45
45Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 Tollasamningur við ESB um landbúnaðarafurðir tók gildi 1 maí sl. og er hér um að ræða mikið hagsmunamál bænda. Efnt var til sérstakra umræðu á Alþingi af því tilefni 3. maí og sýndist sitt hverjum. Fram kom gagnrýni á skort á samráði, samningurinn væri óhagstæður og að ekki liggi fyrir upplýsingar um mótvægisaðgerðir. Fram kom að gerð hafi verið mistök við ákvarðanir um magn og tollfrelsi við innflutning á svokölluðum sérostum. Rétt er að geta þess að Búnaðarþing, sem haldið var í mars sl. ályktaði gegn þessum samningi og krafðist þingið þess að ríkisstjórnin og Alþingi tæki afstöðu með innlendri matvælaframleiðslu með því að styrkja tollvernd íslensks landbúnaðar. Krafðist Búnaðarþing að samningnum yrði sagt upp af hálfu Íslands. Verðmæti sem ekki má fórna Heilbrigði íslenskrar land- búnaðar framleiðslu er mikil og er lyfjanotkun með því minnsta sem þekkist ef miðað er við notkun td. sýklalyfa í Evrópu. Sem dæmi sýndi rannsókn fyrir nokkrum misserum að meira en helmingur ferskra kjúklinga í kjötborðum verslana í Bretlandi væri sýktur af salmonellu og kampýlóbakter. Íslenski kúa- og sauðfjárstofninn er að mestu laus við þá dýrasjúkdóma sem Evrópulöndin þurfa að kljást við og eru þar landlægir. Þetta eru verðmæti sem ekki má fórna. Í staðinn á lausnin að vera sú að flytja hingað inn miklu meira magn af landbúnaðarafurðum sem fjöldaframleiddar eru fyrir risamarkaði Evrópu með sýklalyfjaaðstoð. Á sama tíma og rætt er um að draga úr mengun í öllum kimum samfélagsins á að flytja vörurnar hingað alla leið með tilheyrandi mengun og ógna innlendri framleiðslu í leiðinni og taka áhættu að bera hingað sjúkdóma sem við höfum blessunarlega verið laus við hingað til. Stefnir heilbrigði íslensku búfjárstofnanna í hættu Við eigum að eiga samskipti og viðskipti við sem flestar þjóðir, en ég minni á að við erum engu að síður eyland í landfræðilegum skilningi. Við búum hér á eyju úti í Atlantshafi. Það að hingað verði fluttar inn hráar kjötvörur í stórum stíl stefnir heilbrigði íslensku búfjárstofnanna í hættu, en þeir hafa sökum einangrunar landsins verið lausir við flesta þá sjúkdóma sem bændur í Evrópu eru í eilífu stríði við með miklu magni af sýklalyfjum. Matvælaöryggi landsins Einnig vil ég nefna sérstakt áhugamál mitt sem er almannavarnir. Hvernig koma þær þessu við? Þar er ég að tala um matvælaöryggi landsins, hversu mikilvægt það er fyrir þjóð sem býr úti í miðju Atlantshafi að hafa öfluga matvælaframleiðslu sem hefur burði til að brauðfæða þjóðina. Það er hreinræktað almannavarnamálefni að við höfum getu til að sjá um okkur sjálf að mestu leyti hvað matvælaframleiðslu varðar ef vá steðjar að eða flutningar stöðvast einhverra hluta vegna. Innflutningur taki mið af innlendum framleiðslukröfum Framleiðsluskilyrði hér á landi eru allt önnur en í Evrópu og enginn samanburður auðveldur varðandi magn framleiðslu og kostnað við aðföng. Samanburður á mörkuð- um er þúsundfaldur, 350 millj- ónir gagnvart 350 þúsundum. Samningar eiga auðvitað að taka mið af þessu og allar kröfur um framleiðslu afurðanna eiga að lág- marki að vera að þær séu fram- leiddar undir sömu kröfum og hérlendis hvað varðar heilbrigði dýranna, aðbúnað þeirra og sjálf- bærni framleiðslunnar. Tollasamningurinn setur bændur í erfiða stöðu. Meðal þeirra er andstaða við hann efnislega, en einnig má finna að framkvæmd hans að mörgu leyti. Eitt það dýrmætasta sem við eigum eru hreint og lítt snortið land og þær hreinu afurðir sem hér eru framleiddar. Innflutning, sem ógnar heilbrigði íslenskra landbúnaðarafurða á ekki að leyfa. Stöndum vörð um íslenskan landbúnað. Karl Gauti Hjaltason alþingismaður Suðurkjördæmi kgauti@althingi.is www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 Leitið upplýsinga hjá sölumönnum FYRIR SAUÐBURÐINN Ráðgjafarmiðstöð land búnaðarins hefur hug á að setja í gang verk- efni næsta haust sem lýtur að því að efla fóðrunarleiðbeiningar í sauðfjárrækt með áherslu á frjósemi. Megináherslan í þessu verkefni verður lögð á fóðrunar- tímabilið frá hausti og fram yfir fengitíð. Verkefnið felur í sér ráðgjöf til þátttakenda og gagnaöflun sem nýtt verður við þróun fóðurleiðbeininga. Túlkun og hagnýting á niðurstöð- um verkefnisins verður unnin í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ávinningur búsins Unnin er fóðuráætlun fyrir búið út frá niðurstöðum heyefnagreininga. Fylgst verður með framvindu fóðrunar frá hausti og fram yfir fengitíð m.a. út frá þungabreytingum ánna og breytingum á holdafari þeirra. Þegar frjósemi ánna liggur fyrir eftir fósturtalningar næsta vetur verður unnin niðurstöðuskýrsla fyrir búið út frá þeim gögnum sem safnað hefur verið og jafnframt gerð tillaga að úrbótum. Þátttaka í verkefninu ætti að vera áhugaverður kostur fyrir alla þá sem hafa áhuga á fóðrun sauðfjár og vilja ná betri árangri í sínum búrekstri. Skilyrði fyrir þátttöku og kostnaður Kostnaður búsins liggur í grein- ingum á heysýnum en RML leggur fram vinnu við heysýnatöku, gerð fóðuráætlunar, holdastigun og skýrslugerð. Öll bú sem hafa 150 ær eða fleiri geta sótt um þátttöku í verkefninu. Hámarksfjöldi verður 21 bú. Ef velja þarf úr þeim hópi sem sækir um verður m.a. horft til þess að ná inn búum með breytilega frjósemi, horft verður til staðsetningar búanna og að lágmarks aðstaða sé fyrir hendi til að vigta og holdastiga. Að taka þátt Hægt er að fá nánari upplýsingar um verkefnið hjá: Eyþóri Einarssyni (ee@rml.is / 862-6627/516-5014) og Árni B. Bragasyni (ab@rml.is / 895-1372/516-500 sem jafnframt taka á móti skráningum. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 10. júní nk. Karl Gauti Hjaltason. Innflutningur landbúnaðarafurða LESENDABÁS Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt ee@rml.is Árni Brynjar Bragason ráðunautur í sauðfjárrækt ar@rml.is Gæti betri frjósemi ánna bætt afkomuna á þínu búi? – Hefur þú áhuga á samstarfi? fóðrunarleiðbeiningar í sauðfjárrækt með áherslu á frjósemi. Mynd / HKr. Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG VERSLUN EHF 544-4656 - MHG.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.