Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 Ábúendur á Eysteinseyri eru Marinó Bjarnason og Freyja Magnúsdóttir. Þau ætla að halda áfram svipaðri sauðfjárrækt en bæta við sig í ferðaþjónstu. Býli: Eysteinseyri. Staðsett í sveit: Tálknafirði. Ábúendur: Marinó Bjarnason og Freyja Magnúsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum bara tvö í kotinu. Gæludýrið er eitt, letikötturinn Yrsa. Stærð jarðar? 18 hundruð að fornu mati og dýrleika. Gerð bús? Sauðfjábú. Fjöldi búfjár og tegundir? Kindur eru 85, 6 hrútar, 17 íslenskar landnámshænur og tveir hanar, 2 hestar, 100 þúsund býflugur og síðast en ekki síst Táta fjárhundur og 8 hvolpar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Almenn sveitastörf, gjafir og önnur verk. Frúin sinnir bleikjuvinnslu í Tungusilungi. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður að vori og hunangstekja að hausti. Leiðinlegast þegar veikindi og slys eru á búfé. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan í skepnuhaldi en bætum við okkur ferðaþjónustu. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mætti styðja betur við þá bændur sem eyða tíma sínum við félagstörf í þágu bænda. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna vel ef við gætum vel að helsta kosti hans, hreinleikanum. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með okkar frábæru hreinu búvöru ætti að vera léttur leikur að markaðssetja hana hvar sem er. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvörur, egg, rabarbarasulta og lýsi. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steiktur lambahryggur með öllu. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það má segja að tvö atvik standa upp úr; þegar við fylltum fjárhúsin og líka þegar fyrsta býflugna búið kom á bæinn. Grillaðar svínakótilettur með rósmaríni, graskeri og kryddsmjöri Það er upplagt að grilla svína- kótilettur. Rósmarín og kryddsmjör fer einkar vel með slíkum grillmat. Svínakótilettur › ½ bolli salt › ½ bolli kókossykur (eða venjulegur hvítur sykur) › 6 svínakótilettur, hver um sig ein tomma á þykkt (Líka hægt að kaupa léttreyktar og saltaðar svínakótilettur) › Grasker og kryddsmjör › 2–3 sneiðar grillað grasker › 1⁄3 bolli kókossykur › ½ bolli eplamauk (soðið eða grillað epli) › 1 msk. ferskt rósmarínlauf, aukagrein til skreytingar › 1 tsk. kanill › Ögn af salti › 100 g kalt smjör Aðferð Gerðu saltvatn með því að blanda saltinu og sykrinum saman við tvo lítra af vatni í potti sem er settur á miðlungshita. Hrærið stöðugt þar til sykurinn og saltið er alveg uppleyst. Slökktu á hitanum og láttu saltvatnið ná stofuhita. Setjið svínakjötið í saltpækilinn í kæli í að minnsta kosti eina klukkustund en ekki meira en fjórar klukku- stundir. Setjið grasker, epli og krydd í mat- vinnsluvél og maukið þar til blandan er silkimjúk. Bætið þá köldu smjöri saman við. Setjið til hliðar. Forhitið útigrill á miðlungshita og og penslið grindurnar létt með olíu. Takið svínakjötið úr saltvatninu og þerrið. Grillið þær þar til kjötið hefur náð 68 gráðu kjarnhita – ætti að vera um 10–12 mínútur á hlið. Látið hvíla í nokkrar mínútur áður en þær eru framreiddar með með- læti að eigin vali. Látið graskerssmjörið kólna í smjörpappír og setjið í frysti. Það er svo skorið í sneiðar sem settar eru ofan á kjötsneiðina þar sem þær bráðna. Skreytið með fersku rósmaríni ef þess er óskað. Hollari kókos-bounty stykki › 1 bolli ósykraður rifinn kókos › 3 ½ msk. hreint hlynsíróp, hunang eða agavesíróp › 2 msk. kókosolía › ½ tsk. hreint vanilluþykkni › 1/8 tsk. salt › 150 g dökkt ekta súkkulaði › 1 tsk. olía (valfrjálst til að mýkja súkkulaðið) Blandið fyrstu fimm inni- haldsefnunum saman í matvinnslu- vél eða hrærivél (hægt er að hræra með höndunum en þá er blandan aðeins laus í sér). Setjið á bakka með smjörpappír eða plastfilmu á. Hnoðið blönduna með hreinum höndum og frystið síðan þar til hún er orðin stíf (má líka frysta og skera í fallega bita). Bræðið súkkulaðið rólega yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Það má hræra einni teskeið af grænmetis- eða kókosolíu saman við sem gefur miklu mýkri súkkulaðiskel. Penslið eða dýfið kókosinu í súkkulaðið. Látið harðna og framreiðið úr kæli. Bjarni Gunnar Kristinsson Matreiðslumeistari MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Eysteinseyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.