Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018
ESB bannar notkun á skordýraeitri
sem inniheldur neonicotinoid
– Framleiðendur og sum samtök bænda mótmæla en bannið tekur gildi í árslok, nema í lokuðum gróðurhúsum
Eftir langa baráttu milljóna
manna og fjölda vísindamanna
gegn notkun skordýraeiturs í
landbúnaði í Evrópu og víðar um
heim hafa vísindamenn á vegum
Evrópusambandsins loks komist
að þeirri niðurstöðu að algeng-
asta skordýraeitur heims geti
verið hættulegt hunangsflugum
og villtum býflugum. Hefur ESB
nú samþykkt bann við notkun á
skordýraeitrinu utanhúss.
Breska blaðið The Guardian
greindi frá því 27. apríl að aðildar-
ríki ESB hafi föstudaginn 27. apríl
samþykki bann við notkun á skor-
dýraeitri sem inniheldur þrjá helstu
flokkana af neonicotinoid-efni. Það
þýðir að notkun slíkra efna verður
með öllu bönnuð nema í lokuðum
gróðurhúsum. Gert er ráð fyrir að
bannið taki gildi fyrir árslok 2018.
Þessi efni eru taugaeitur og eru talin
hafa mjög skaðleg áhrif á býflugur.
Býflugur og ýmis skordýr eru
nauðsynleg fyrir æxlun ýmissa
nytjajurta í landbúnaði. Hefur
þessum skordýrum farið ört fækk-
andi á undanförnum árum og hefur
mikilli notkun skordýraeiturs verið
kennt um. Auk skordýradauða, þá
hefur þetta einnig haft mikil áhrif
á ýmsa fuglastofna sem lifa á skor-
dýrum. Hefur þess orðið mjög vart
í Frakklandi.
Reyndar bannaði Evrópu-
sambandið notkun á neonicotinoid í
blómarækt sem býflugur sækja mjög
í þegar árið 2013. Þar var m.a. tiltek-
ið bann á efninu við ræktun á repju.
Rannsóknir í Þýskalandi hafa
sýnt fram á að um 75% af öllum
fljúgandi skordýrum hafa horfið
í landinu og hugsanlega á stærra
svæði. Hefur það ýtt undir viðvaranir
um að vistfræðileg endalok kynnu að
vera framundan.
Framleiðendur og sum samtök
bænda mótmæla banninu
Framleiðendur skordýraeiturs hafa
barist hart gegn banni og hafa fengið
sum samtök bænda í lið með sér og
sakað ESB um of mikla varfærni
og sagt að bann gæti leitt orsakað
uppskerubrest.
„Evrópskur landbúnaður mun
skaðast vegna þessarar ákvörðun-
ar,“ sagði Graeme Taylor, hjá
Uppskeruverndarsamtökum Evrópu.
„Kannski gerist það ekki í dag og
kannski ekki á morgun, en til lengri
tíma munu þeir sem þessa ákvörðun
tóku sjá skýr áhrif þess að taka þetta
mikilvæga verkfæri frá bændum.“
Landssamtök bænda í Bretlandi
tóku í sama streng og sögðu að
menn myndu sjá eftir að hafa sett
þetta bann sem ekki væri rökstutt
með neinum sönnunum.
„Vandinn sem neonicotinoid
hefur hjálpað okkur við að berj-
ast við skaða sem skordýr valda
mun ekki hverfa. Það er veruleg
hætta á að þessi tilskipun muni
ekki bæta heilsu býflugna, en þess
í stað stofna verndun uppskerunnar
í mikla hættu.
Talsmaður umhverfisráðuneyt-
is Breta sem líka fer með málefni
dreifbýlisins fagnar banninu, en
segir að ráðuneytið viðurkenni að
bannið kunni að hafa neikvæð áhrif
á afkomu bænda. Unnið verði með
þeim að því að finna lausn á því
máli.
Vísindamenn staðfestu hættuna í
skýrslu EFSA
Í febrúar kom út skýrsla frá
Matvælaöryggisstofnun Evrópu
(EFSA) þar sem komist var að
þeirri niðurstöðu að notkun skor-
dýraeiturs utanhúss væri mjög
áhættusöm fyrir hunangsflugur og
villtar býflugur. Þá ylli notkun eit-
urefna mengun á jarðvegi og vatni.
Vitnað er til þess að nýleg rannsókn
hafi sýnt að hunangssýni sem tekin
voru víða um heim hafi innihaldið
neonicotinoid.
Nærri 5 milljónir manna höfðu
skrifað undir kröfu af frumkvæði
baráttuhópsins Avaaz um bann við
notkun skordýraeiturs.
Loksins eru stjórnvöld að hlusta
á almenning, vísindalegar sannanir
vísindamanna og bændur sem vita að
býflugur geti ekki lifað við þessi efni
og að þeir geti ekki heldur lifað án
býflugnanna,“ segir Antonia Staats,
talsmaður Avaaz.
Það voru mistök hjá yfirvöldum
að leyfa notkun á neonicotinoid
efnum fyrir aldarfjórðungi. Það hefur
leitt til hörmunga fyrir umhverfið.
Ákvörðun ESB er því söguleg,“ sagði
Martin Dermine hjá aðgerðarsam-
tökum skordýraeitursandsstæðinga
í Evrópu.
Búist er við að bann ESB við
notkun á neonicotinoid efnum muni
hafa áhrif um allan heim. /HKr.
Notkun skordýraeiturs mótmælt í Bretlandi. Mynd / home 38degrees
Skordýraeitur, haldið ykkur fjarri.
Mynd / Desibantu
Monsanto tapar mikilvægu máli í Kaliforníu um virka eiturefnið glyfosat sem notað er í gróðureyðingarefni:
Almenningur á nú lagalegan rétt á að
vita að glyfosat geti valdið krabbameini
Áfýjunardómstóll í Kaliforníu
komst að þeirri niðurstöðu
fimmtudaginn 19. apríl að
efnafyrirtækið Monsanto bæri
að taka fram á umbúðum
gróðureyðingarefna sem
innihalda glyfosat að efnið
innihéldi krabbameinsvaldandi
efni.
Þykir þetta stórmál í baráttunni
gegn notkun á glyfosati í heiminum,
en þar hafa hagsmunaaðilar með
framleiðendur að bakhjarli barist
hart enda um gríðarlega fjármuni
að tefla.
Monsanto vildi að þagað yrði
yfir hættunni
Monsanto fór í mál til varnar notkun
á glyfosati eftir að umhverfis- og
heilsuverndarstofnun Kaliforníu
(OEHHA) tilkynnti að yfirvöld
hyggðust skrá glyfosat í gróður-
eyðingarefnum Monsanto sem
hættulegt heilsu manna samkvæmt
ákvæði reglugerðar númer 65. Þessi
reglugerð gerir þær kröfur að taka
verði fram á merkingum vöru ef
hún inniheldur efni sem þekkt eru
fyrir að geta valdið krabbameini,
fósturskaða eða öðrum kvillum.
Einnig að banna notkun þar sem
slík efni gætu komist í drykkjarvatn
í ríkinu. Matvælaöryggisstofnun
(CFS) greip inn í atburðarrásina
og varði þá ætlun Kaliforníuríkis
að skilgreina glyfosat sem krabba-
meinsvaldandi efni. Varði CFS
einnig þann rétt almennings að
vera upplýstur um þegar hann ætti
á hættu að fá á sig krabbameins-
valdandi efni.
Mikill sigur fyrir Kaliforníuríki
Adam Keats, lögfræðingur hjá CFS
segir á vefsíðu Sustanable Puls að
niðurstaða áfrýjunardómsstólsins
sé mjög mikill sigur fyrir
Kaliforníuríki og um leið mikið
tap fyrir Monsanto.
Glyfosat er mikið notað í
gróðureyðingarefni sem beitt hefur
verið í stórum stíl í landbúnaði um
allan heim. Einnig hafa efnavörur
sem innihalda glyfosat mikið
verið notuð til að eyða „illgresi“
í borgum og bæjum og við
heimili manna. Mesta notkunin á
gróðureyðingarefnunum er þó þar
sem bændur nota erfðabreyttar
nytjajurtir sem Monsanto og
tengd fyrirtæki hafa hannað og
eiga einkaleyfi á. Þar er m.a.
um að ræða Roundup-þolið korn
(Roundup Ready). Nýjustu afbrigði
efnaþolinna nytjajurta eiga síðan
að þola enn sterkari eiturefni
líkt og notuð voru í hernaði
Bandaríkjamanna í Vietnam á
sínum tíma og olli miklu manntjóni
og heilsuskaða.
Byggt á rökum WHO
Alþjóða krabbameinsstofnunin
(IARC) sem er hluti af Alþjóða
hei lbrigðismálastofnuninni
(WHO), gaf það út árið 2015
að glyfopsat væri mögulega
krabbameinsvaldandi efni. Notaði
Kaliforníuríki það m.a. sem rök
fyrir að vara ætti við efninu á
vörumerkingum. Samkvæmt
reglugerð 65 má enginn
einstaklingur í ríkinu eiga viljandi
viðskipti meðefna vöru sem getur
valdið öðrum einstaklingum
krabbameini eða eitrun, nema að
hann vari viðkomandi kaupanda
við mögulegum eituráhrifum. Þá er
algjörlega bannað að láta af hendi
slíka vöru ef möguleiki er á að hún
komist í drykkjarvatn.
Almenningur á nú rétt á að vita
af hættunni
„Allir Kaliforníubúar eiga nú
rétt á að vita að glyfosat sé talinn
líklegur krabbameinsvaldur.
Reglugerð 65 tryggir að
almenningur fái þessa vitneskju,“
segir Rebecca Spector, yfirmaður
miðstöðvar matvælaöryggis á
vesturströnd Bandaríkjanna.
„Við erum ánægð með að
áfrýjunardómstóll Kaliforníu
kemur með ákvörðun sinni í veg
fyrir að Monsanto geti haldið
almenningi í myrkri hvað varðar
mögulega hættu sem stafar af þeirra
framleiðslu.“ /HKr.
Nú verður skylt að merka gróður-
eyðingarefni með aðvörunum.
Eitt þekktasta gróðureyðingarefni
Monsanto er Roundup.