Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018
Hið árlega fagþing nautgripa-
ræktarinnar í Danmörku var
haldið um þarsíðustu mánaðamót
og fer hér síðasti hluti umfjöllunar
um „Kvægkongres“, eins og
fagþingið heitir á dönsku. Líkt og
undanfarin ár var haldin tveggja
daga ráðstefna samhliða aðalfundi
kúabænda og var ráðstefnan með
11 ólíkar málstofur.
Í síðustu tveimur blöðum hefur
verið fjallað um flestar af þessum
málstofum og fer hér síðasti hluti
umfjöllunarinnar.
10. Starfsmannastjórnun
Dönsk kúabú eru að jafnaði með
þeim stærstu í Evrópu og er
meðalbúið nú með rúmlega 200
árskýr. Stækkandi kúabúum fylgir
aukinn fjöldi starfsmanna og hefur
góð starfsmannastjórn reynst
mörgum dönskum kúabændum
nokkuð erfið. Sérstaklega á búum
sem eru að stækka og breytast
úr því að vera bú með einungis
fjölskyldumeðlimum yfir í að vera
með nokkra ráðna starfsmenn.
Það getur verið vandasamt verk
bæði að treysta öðrum fyrir verkunum
en einnig að fá starfsfólkið til þess
að vera áhugasamt um verkin og var
þessi málstofa því sett sérstaklega
upp með þetta í huga.
Áhugaverð erindi
Alls voru 6 erindi flutt í
málstofnunni og erindi Helle Hein,
sem er sérfræðingur og sjálfstæður
ráðgjafi í starfsmannastjórnun, var
afar áhugavert en hún útskýrði í
erindi sínu hvernig atvinnurekendur
geta greint starfsmenn sína í fjóra
grófa flokka og hvernig best er að
ná til og stjórna þessum fjórum
starfsmannagerðum ef svo má að
orði komast. Hún telur að starfsfólk
hafi almennt nokkuð ólíkar þarfir
og á meðan sumir nærast á hrósi þá
finnst öðrum það alls ekki jákvætt.
Aðrir telja sig oftast vita allt betur
og vilja fara eigin leiðir, þá eru aðrir
afar framagjarnir og líta á hvert starf
sem stökkpall yfir í eitthvað annað
betra og að síðustu eru svo þeir sem
hún kallar einfaldlega launþega. Sá
flokkur hóps sækir vinnuna einungis
til þess að fá launin sín og hafa í
raun lítinn áhuga á að sækja fram
á við.
Til þess að ná því besta út úr
hverjum starfsmanni þarf því,
að mati Helle, fyrst að átta sig
á því hvernig grunnmanngerð
viðkomandi persóna er og síðan
móta starfsmannastjórnunina eftir
því hvað það er sem örvar og hvetur
þann einstakling. Of langt mál væri
að útskýra hér nánar hvernig þetta
er gert en með því að kynna sér
þessa greiningaraðferð telur hún að
stjórnendur fyrirtækja geti náð mun
betri árangri. Rétt er að geta þess að
hægt er að lesa margskonar fróðleik
um þessi mál á heimasíðu fyrirtækis
Helle: www.hellehein.dk.
Starfsfólk er mismunandi
Íslandsvinurinn Vibeke Fladkær,
sérfræðingur SEGES í bústjórn,
flutti einnig mjög gott erindi í þessari
málstofu en hún fór svolítið inn á
svipaða braut og Helle Hein þ.e.
hvernig maður á að nálgast starfsfólk
út frá mismunandi forsendum. Hún
sagði að algengustu mistök bænda,
þegar þeir eru með starfsfólk í
vinnu, er að gera ráð fyrir því að
viðkomandi starfsmenn dragi sömu
ályktanir út frá sömu forsendum
og bóndinn. Hver og einn er ólíkur
að eðlisfari og því þurfi bændur að
vera tilbúnir að stjórna með ólíkum
hætti eftir því hvaða starfsmaður á í
hlut. Að hennar mati má skipta fólki
gróflega upp í fjóra ólíka hópa eftir
því hvernig fólk lítur á breytingar:
Hinir hversdagslegu:
Til þessa hóps heyrir 50% fólks og
það vill helst að morgundagurinn
verði eins og dagurinn í dag og
að sem minnstar breytingar verði.
Hinir svartsýnu:
Til þessa hóps heyrir 15% fólk
og það vill helst, líkt og hinir
hversdagslegu, að sem minnstar
breytingar verði en um leið er
það heldur svartsýnt á þessa
niðurstöðu. Þannig trúa þeir sem
Bandarískir bændur svínbeygja forsetann:
Mega fá farandverkamenn
tímabundið frá Mexíkó
Donald Trump Bandaríkjaforseti
olli uppnámi meðal þarlendra
bænda strax eftir embættistöku
sína með háværum yfirlýsingum
um að reka ólöglega
innflytjendur úr landi og stöðva
flóð farandverkamanna yfir
landamærin frá Mexíkó. Nú
virðist annað hljóð komið í
strokkinn í Hvíta húsinu.
Bændur víða í Bandaríkjunum
sem stunda ávaxta- og bómullarrækt
hafa mjög reitt sig á tímabundna
vinnu farandverkafólks og þá
einkum frá Mexíkó. Sáu bændur
fram á það að lenda í stórkostlegum
vandræðum ef forsetinn ætlaði að
standa fastur á sínu. Laugardaginn
28. apríl gaf Trump út yfirlýsingu
til að friða bandaríska bændur
og sagðist vilja heimila fleiri
farandverkamönnum (guest
workers) að koma til Bandaríkjanna
til að hjálpa bændum sem geti verið
að bíða tímabundinn skaða af hans
eigin áætlunum um að endursemja
við fjölda erlendra samstarfsaðila.
Þetta verður allt í lagi
„Bændur, þetta verður allt í lagi,“
sagði forsetinn á pólitískum fundi
sínum sem haldinn var skammt
norður af Detroit.
„Við munum leyfa ykkar
farandverkamönnum að koma til
landsins.“
Þetta kann að virka eins og
köld gusa í andlit harðlínumanna
í innflytjendamálum í Banda-
ríkjunum. Mánuðum saman hefur
forsetinn og ráðgjafar hans í Hvíta
húsinu rembst eins og rjúpur við staur
við að endurskrifa innflytjendalögin
til að gera það erfiðara fyrir lítt
menntaða verkamenn að koma til
landsins.
Ákvörðun Trump nú á að koma í
veg fyrir vandræði sem bændur hafa
lent í vegna stefnu hans. Fær ódýrt
vinnuafl nú náðarsamlegast að koma
til landsins samkvæmt H2B visa
reglum sem heimilar tímabundna
komu til Bandaríkjanna. Segir
Trump að það muni ekki skaða
bandaríska verkamenn þar sem
skortur sé á vinnuafli í landbúnaði.
„Góð atvinnuleysismynd“
„Atvinnuleysismyndin er svo
góð, svo sterk, að við verðum að
leyfa fólki að koma til okkar,“
sagði forsetinn. „Þeir munu koma
sem farandverkamenn, þeir munu
koma og þeir munu vinna á ykkar
bújörðum… en svo verða þeir að
fara,“ sagði Trump.
Vilja útlendinga en vilja samt
byggja múrinn
Engu var líkara en margir ættingjar
Ragnars Reykás væru á fundinum
ef marka má þversagnakennd
viðbrögð. Mæltust orð forsetans
um heimild til að flytja inn
farandverkafólk vel fyrir
meðal áheyrenda sem fögnuðu
einnig orðum hans um aukið
landamæraeftirlit og hrópuðu;
„Byggjum múrinn!“ Voru það
viðbrögð við áformum forsetans
um að reisa múr á landamærum
Bandaríkjanna og Mexíkó.
Þegar Trump spurði fundar-
menn hvað þeim fyndist um
þetta tímabundna leyfi fyrir
farandverkamenn uppskar hann
klapp og húrrahróp. /HKr.
Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI
Snorri Sigurðsson
snsig@arlafoods.com
um að banna mexíkóskum verkamönnum að koma til Bandaríkjanna.
Bandarískir svína- og sojabænd-
ur óttast útflutningshömlur
Nú stefnir í að skelli á
verslunarstríð milli Kína og
Bandaríkjamanna þar sem
amerískir svína- og sojabændur
geta farið illa út úr þeim pólitíska
leik.
Donald Trump lofaði því í
kosningabaráttu sinni að koma á
uppgjöri með því sem hann kallar
óréttlátar verslunaraðferðir frá
meðal annars Kína og í mars lagði
hann út á tvístinu að það væri
auðvelt fyrir Bandaríkjamenn að
sigra verslunarstríð og telja margir
að um beina hótun hafi verið að ræða
af hans hálfu.
Bandarísk stjórnvöld hafa gefið
út þá viðvörun að þau muni koma
á 25% tolli á fjölda kínverskra
vara. Nú hafa stjórnvöld í Beijing
svarað í sömu mynt. Einn af þeim
vöruflokkum sem er mikið flutt
út frá Bandaríkjunum til Kína eru
landbúnaðarvörur og eru bændur
vestanhafs uggandi yfir þessari
þróun.
Bandaríkjamenn flytja inn
vörur fyrir 500 milljarða dollara
meira en þeir flytja út og sé litið á
samband þeirra við Kína er hallinn á
verslunarjafnvæginu 375 milljarðar
dollara.
Kínverjar eru í þriðja sæti yfir
þær þjóðir sem borða mest af
svínakjöti en aðeins Serbar og íbúar
Svartfjallalands eru duglegri við það á
hvern íbúa. Í Kína er rúmur milljarður
manna sem borðar svínakjöt og því
mikilvægur neytendamarkaður fyrir
svínabændur. Samtök svínabænda
í Bandaríkjunum sem hafa um 60
þúsund meðlimi hræðast að þeirra
skjólstæðingar muni verða illa fyrir
barðinu á verslunarstríðinu þar sem
flutt er út töluvert magn af svínakjöti
til Kína.
Kína er þriðji mikilvægasti
útflutningsmarkaðurinn fyrir
ameríska svínabændur og fyrir
sojabændur er Kína mikilvægasti
markaðurinn en þeir flytja þangað
rúmlega 60% af framleiðslunni sem
er að mestu notað í kjúklinga- og
svínaframleiðslu í Kína. Stríðið er
þó ekki almennilega skollið á ennþá
og eiga nú bandarísk stjórnvöld í
viðræðum við þau kínversku í von
um að ná sanngjörnum samningum
milli landanna þar sem allir aðilar
verði sáttir við málalok. /ehg
mismunandi manngerðir og með þá vitneskju náð meiru út úr sínu starfsfólki.
Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku 2018 – síðasti hluti:
Er þang framtíðarfóður
mjólkurkúa?
Þangtegundin Asparagopsis taxiformis hefur reynst gefa undraverðan árangur við að minnka metangasmyndun
nautgripa við jótrun.