Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 49
49 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 Værð ungbarnateppi Ungbarnateppi eru alltaf skemmtileg að prjóna og svo notalegt að eiga alla vega eitt stykki fyrir krílið sitt. Þetta teppi er í tveimur stærðum og sú minni er kjörin stærð til að hafa í ungbarnabílstólum sem flest börn eru í í dag. Drops Supersale er í maímánuði sem þýðir að allt ullargarn er á 35 prósenta afslætti, netverslunin alltaf opin og við sendum um allt land. Mál: Breidd ca (42) 64 sm. Hæð ca (50) 80 sm. Garn: DROPS Baby Merino færst hjá Handverkskúnst, www.garn.is. Prjónar: Hringprjónn 60-80 sm langur nr 3,5mm eða sú stærð sem þarf til að 26 lykkjur og 34 umferðir með sléttu prjóni verði 10 sm á breidd og 10 sm á hæð. Upplýsingar fyrir mynstur: Garðaprjón (prjónað fram og til baka): slétt í öllum umferðum. Mynstur: Sjá mynsturteikningar A.1 til A3. Teppi: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp (133) 203 lykkjur á hringprjón 3,5 með Baby Merino. Prjónið 6 umferðir garðaprjón – sjá útskýringu að ofan. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið mynstur A.1 þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni (= (9) 14 mynstureiningar með 14 lykkjum), prjónið 1 lykkju slétt og endið á 3 kantlykkjum með garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru (97) 147 lykkjur íá prjóninum og stykkið mælist ca 10 sm. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 3 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið mynstur A.2 þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóninum (= (9) 14 mynstureiningar með 10 lykkjum), prjónið muntur A.3 yfir næstu lykkju og endið á 3 kantlykkjum með garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist (49) 79 sm, prjónið 6 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur, fellið e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 7 6 8 4 1 2 7 8 6 9 8 3 1 7 7 9 1 6 2 3 6 5 4 7 3 8 3 2 5 6 5 1 8 9 4 4 9 5 3 7 Þyngst 6 4 3 2 5 1 9 8 5 6 5 2 9 9 1 4 7 3 1 8 8 2 5 1 3 8 3 5 7 1 2 9 6 4 7 3 6 5 4 9 9 7 1 4 5 2 7 8 1 4 3 2 7 1 3 6 2 3 5 1 4 9 5 8 6 1 6 4 4 7 8 2 5 8 6 3 7 5 9 1 2 3 4 5 7 3 9 5 Fótboltinn er aðaláhugamálið Tinna Marlis er glaðvær og afar dugleg stúlka og ávallt tilbúin að taka þátt í hverju sem er. Fótboltinn er aðaláhugamál hennar og auðvitað er skemmtilegast að skora mörk. Tinnu finnst einnig gaman að fara í útreiðartúra. Nafn: Tinna Marlis. Aldur: Er að verða 9 ára í lok maí. Stjörnumerki: Ég er meyja. Búseta: Á Fjallalækjarseli í Þistilfirði. Skóli: Er að klára 3. bekk í grunnskólanum á Þórshöfn. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Mér finnst skemmtilegast í íþróttum, sundi og stærðfræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundar, hestar og kengúrur. Uppáhaldsmatur: Pylsur. Uppáhaldshljómsveit: Pollapönk. Uppáhaldskvikmynd: „Racing stripes“ þar sem sebradýr gerist kapphestur. Fyrsta minning þín? Þegar ég strauk kindunum okkar fyrst. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og frjálsar íþróttir og læri á blokkflautu. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég vil vera í landsliðinu í fótbolta. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að busla og synda í gruggugu vatni. Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt í sumar? Ég verð í Þýskalandi í fimm vikur, fyrst hjá frænda mínum og svo hjá afa, en hér heima ætla ég að vera mest í fótbolta og á hestbaki. Næst » Tinna Marlis skorar á Kjartan Kurt Gunnarsson bróður sinn að svara næst. HANNYRÐAHORNIÐ FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Vogue bíður uppá alhl iðalausn fyr i r hótelherbergið eða gist iheimi l ið. fyr ir heimil ið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.