Bændablaðið - 09.05.2018, Qupperneq 49

Bændablaðið - 09.05.2018, Qupperneq 49
49 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 Værð ungbarnateppi Ungbarnateppi eru alltaf skemmtileg að prjóna og svo notalegt að eiga alla vega eitt stykki fyrir krílið sitt. Þetta teppi er í tveimur stærðum og sú minni er kjörin stærð til að hafa í ungbarnabílstólum sem flest börn eru í í dag. Drops Supersale er í maímánuði sem þýðir að allt ullargarn er á 35 prósenta afslætti, netverslunin alltaf opin og við sendum um allt land. Mál: Breidd ca (42) 64 sm. Hæð ca (50) 80 sm. Garn: DROPS Baby Merino færst hjá Handverkskúnst, www.garn.is. Prjónar: Hringprjónn 60-80 sm langur nr 3,5mm eða sú stærð sem þarf til að 26 lykkjur og 34 umferðir með sléttu prjóni verði 10 sm á breidd og 10 sm á hæð. Upplýsingar fyrir mynstur: Garðaprjón (prjónað fram og til baka): slétt í öllum umferðum. Mynstur: Sjá mynsturteikningar A.1 til A3. Teppi: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp (133) 203 lykkjur á hringprjón 3,5 með Baby Merino. Prjónið 6 umferðir garðaprjón – sjá útskýringu að ofan. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið mynstur A.1 þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni (= (9) 14 mynstureiningar með 14 lykkjum), prjónið 1 lykkju slétt og endið á 3 kantlykkjum með garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru (97) 147 lykkjur íá prjóninum og stykkið mælist ca 10 sm. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 3 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið mynstur A.2 þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóninum (= (9) 14 mynstureiningar með 10 lykkjum), prjónið muntur A.3 yfir næstu lykkju og endið á 3 kantlykkjum með garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist (49) 79 sm, prjónið 6 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur, fellið e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 7 6 8 4 1 2 7 8 6 9 8 3 1 7 7 9 1 6 2 3 6 5 4 7 3 8 3 2 5 6 5 1 8 9 4 4 9 5 3 7 Þyngst 6 4 3 2 5 1 9 8 5 6 5 2 9 9 1 4 7 3 1 8 8 2 5 1 3 8 3 5 7 1 2 9 6 4 7 3 6 5 4 9 9 7 1 4 5 2 7 8 1 4 3 2 7 1 3 6 2 3 5 1 4 9 5 8 6 1 6 4 4 7 8 2 5 8 6 3 7 5 9 1 2 3 4 5 7 3 9 5 Fótboltinn er aðaláhugamálið Tinna Marlis er glaðvær og afar dugleg stúlka og ávallt tilbúin að taka þátt í hverju sem er. Fótboltinn er aðaláhugamál hennar og auðvitað er skemmtilegast að skora mörk. Tinnu finnst einnig gaman að fara í útreiðartúra. Nafn: Tinna Marlis. Aldur: Er að verða 9 ára í lok maí. Stjörnumerki: Ég er meyja. Búseta: Á Fjallalækjarseli í Þistilfirði. Skóli: Er að klára 3. bekk í grunnskólanum á Þórshöfn. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Mér finnst skemmtilegast í íþróttum, sundi og stærðfræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundar, hestar og kengúrur. Uppáhaldsmatur: Pylsur. Uppáhaldshljómsveit: Pollapönk. Uppáhaldskvikmynd: „Racing stripes“ þar sem sebradýr gerist kapphestur. Fyrsta minning þín? Þegar ég strauk kindunum okkar fyrst. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og frjálsar íþróttir og læri á blokkflautu. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég vil vera í landsliðinu í fótbolta. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að busla og synda í gruggugu vatni. Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt í sumar? Ég verð í Þýskalandi í fimm vikur, fyrst hjá frænda mínum og svo hjá afa, en hér heima ætla ég að vera mest í fótbolta og á hestbaki. Næst » Tinna Marlis skorar á Kjartan Kurt Gunnarsson bróður sinn að svara næst. HANNYRÐAHORNIÐ FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Vogue bíður uppá alhl iðalausn fyr i r hótelherbergið eða gist iheimi l ið. fyr ir heimil ið

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.