Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 201850
LESENDABÁS
Öruggari og öflugri
strandveiðar í sumar!
Þverpólitísk samstaða hefur
náðst á Alþingi um breytingar á
fyrirkomulagi strandveiða þar
sem öryggi sjómanna var haft
að leiðarljósi. Í sumar verða
strandveiðar efldar með auknum
aflaheimildum og bátar á hverju
svæði fá 12 fasta daga til veiða í
hverjum mánuði.
Sveigjanlegra kerfi, aukið öryggi
og betri afli
Með breytingunum er sveigjanleiki
kerfisins aukinn og sjómenn geta
valið þá daga í hverri viku sem
bestir eru til róðra. Þannig eykst
möguleikinn á að ná góðu hráefni og
sem mestum afla í hverri veiðiferð.
Áfram verður svæðaskipting og
sjómenn skrá sig inn á þau svæði
sem þeir hafa heimilisfestu á
og róa þar út tímabilið og sami
hámarksafli er í hverjum róðri og
áður var. Sú breyting er þó gerð að
ufsi er utan hámarksafla og eru því
veiðiheimildir vegna strandveiða í
sumar verðmætari sem því nemur.
Einnig er ákvæði um heimilisfestu
sem lágmarkar flutning báta á milli
svæða en styður við að þeir bátar
sem hafa verið að koma til margra
brothættra sjávarbyggða á sumrin
geti áfram stundað veiðar þaðan.
Aflaheimildir til strandveiða
verðar auknar um 25% frá því sem
var lagt upp með í fyrrasumar og
einn sameiginlegur pottur er fyrir öll
svæðin. Allir útreikningar sýna að
þessi aukning á að duga til að mæta
12 dögum á bát á hverju svæði allt
strandveiðitímabilið. Ráðherra hefur
bæði heimild til að stöðva veiðar en
hefur líka reglugerðarheimild til að
bæta ónýttum heimildum innan 5,3
% kerfisins í pottinn ef til þess kæmi
í lok tímabils.
Breytingin sem hér er lögð til
hefur það markmið að auka öryggi
sjómanna, tryggja jafnræði á milli
svæða með auknum aflaheimildum
og efla strandveiðikerfið í heild til
framtíðar.
Strandveiðar eru mikilvægar
Afli frá strandveiðibátum hefur verið
afar mikilvægur fyrir fiskmarkaði
og verið hryggjarstykkið í vinnslu
margra fiskvinnslufyrirtækja yfir
sumartímann enda yfirleitt gæða-
hráefni.
Möguleikinn á að velja veiðidaga
getur leitt til betra hráefnis sem
dreifist til vinnslu jafnar yfir
mánuðinn og ýtir undir eðlilega
verðmyndun á afla og styrkir
þannig sjávarbyggðir og mögulega
nýliðun í greininni. Það hefur verið
áhyggjuefni hve margir hafa hætt að
stunda strandveiðar undanfarin ár og
milli áranna 2016 og 2017 fækkaði
um 70 báta.
Strandveiðum var komið á árið
2009 undir forystu Vinstri grænna
og hafa svo sannarlega sannað
tilverurétt sinn á þessum tíma þótt
sumir hefðu allt á hornum sér gegn
þeim í upphafi. Strandveiðar hafa
falið í sér möguleika á því að geta
stundað veiðar í atvinnuskyni án
þess að greiða kvótahöfum gjald
fyrir veiðiheimildir. Strandveiðarnar
hafa þannig verið skref í átt til
réttlátara fiskveiðistjórnarkerfis
þó meira þurfi til að lagfæra hið
meingallaða kvótakerfi með óheftu
framsali sem farið hefur illa með
margar sjávarbyggðir.
Stefnumörkun til framtíðar
Þessi tilraun með breytt fyrirkomulag
og auknar aflaheimildir i sumar
verður grunnur að vinnu við
skipulag á framtíðarfyrirkomulagi
strandveiðanna. Skýrsla verður tekin
saman um útkomuna eftir sumarið
þar sem lagt verður m.a. mat á
áhrif fastra daga á hvert svæði fyrir
sig, hvort líta þurfi til mismunandi
fiskgengdar eftir landsvæðum hvað
varðar byrjun og lok tímabila og
hvað magn þurfi til að tryggja 12
fasta daga.
Eftir sem áður ráða veður,
aflabrögð og fiskni sjómannsins
hvernig hverjum og einum gengur
þessa 48 daga sem bjóðast til
strandveiða á komandi sumri. Það
verður aldrei hægt að tryggja öllum
fullan skammt í 48 daga frekar en í
núverandi kerfi en sveigjanleikinn
verður til staðar til að mæta t.d.
bilunum, veikindum og vondum
veðrum og meira jafnræði verður á
milli minni og stærri báta í kerfinu.
Við tökum svo stöðuna í haust
með öllum hagsmunaaðilum
og vinnum með útkomuna í
þágu strandveiðisjómanna og
sjávarbyggðanna.
Ég, ásamt Ásmundi Friðrikssyni
og þáverandi sjávarútvegsráðherra,
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur,
reyndum að vinna sambærilegt mál
í fyrra sem náðist ekki samstaða
um. Ég, ásamt félögum mínum
í Vinstri grænum, lögðum fram
sambærilegt mál í fyrra á Alþingi
sem ekki náði fram að ganga og
er það því mikið ánægjuefni að
svo breið pólitísk samstaða náðist
um málið núna að frumkvæði
atvinnuveganefndar að tekist hefur
að ljúka því farsællega. Vil ég þakka
öllum sem að málinu hafa komið
með jákvæða og lausnarmiðaða
nálgun. Þessi tilraun sýnir að hægt
er að þróa strandveiðar áfram í ljósi
reynslunnar með því að draga úr
slysahættu við ólympískar veiðar
og koma á meiri fyrirsjáanleika í
veiðum með föstum dögum.
Ég vona að vel takist til í sumar
og að þetta verði gæfuspor sem
hér er stigið og óska þess að allir
strandveiðisjómenn afli vel í sumar
og komi heilir til hafnar.
Gleðilegt strandveiðisumar!
Lilja Rafney Magnúsdóttir
alþingismaður, formaður
atvinnuveganefndar Alþingis.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Strandveiðibátar við bryggju við Arnarstapa. Mynd / HKr.
Húsið á myndinni er 151 m² hæð og ris, efnisverð um 13 milljónir
með flutningi á byggingarstað. Framleiðandi, Mjöbäcks í Svíþjóð.
Fyrstu sænsku sumar- og
ferðaþjónustu húsin frá
Jabo komu til landsins
fyrir 20 árum og hafa
risið um allt land.
Bjóðum Leksand 32 m²
á góðu verði ef næst að
taka saman efni í tvö hús í sama gám til eins eða tveggja kaupenda.
SÆNSK VÖNDUÐ EININGAHÚS Á GÓÐU VERÐI
Jabohús | S. 581 4070 / 699 6303 | Jabohus.is á Facebook
IS Hurðir I Sími 564 0013 I www.ishurdir.is I ishurdir@ishurdir.is
IÐNAÐARHURÐIR
BÍLSKÚRSHURÐIR
• Íslensk framleiðsla, smíði og samsetning.
• Allar hurðir smíðaðar samkvæmt máli.
• Áratuga reynsla starfsmanna í hurðum.
• Hágæða hráefni.
• Þolir íslenskt veðurfar.
• Sér meðhöndlaðar brautir gegn ryði og álagi.
• Stuttur afgreiðslutími.