Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 Verkefnið Áfanga stað- urinn Austurland var sett af stað árið 2014 að frumkvæði Ferða- málasamtaka Austur- lands en því hefur alla tíð verið stýrt af Austurbrú. Verkefnið snýst um að þróa og hanna áfangastaðinn Austurland með það að markmiði að styrkja aðdráttarafl og samkeppnishæfni Austur lands, gera áætlun til lengri tíma með áherslu á sjálfbæran og arðbæran vöxt ferðaþjónustu og skapandi greina. Þessi vinna á Austurlandi fléttast inn í verkefni Ferðamálastofu um áfangastaðaáætlanir sem hefur verið í gangi undanfarið ár. Fyrir austan hafa verið haldnir opnir fundir með hagsmunaaðilum á svæðinu. Hátt í tvö hundruð manns hafa komið að vinnunni í kringum Áfangastaðinn Austurland. Öllum hefur verið boðið á fundi frá upphafi; íbúum, sveitarfélögum, fyrirtækjum og öðrum áhugasömum. Fundir hafa verið auglýstir í héraðsmiðlum og á heimasíðum Austurbrúar og sveitarfélaga. Ferðalag gestsins Á fyrsta fundi verkefnisins Áfangastaðurinn Austurland, sem haldinn var í október 2014, var notuð sérstök aðferð til að sjá út styrkleika og veikleika svæðisins og tækifæri þess og ógnanir. Notast var við aðferð sem kallast ferðalag gestsins. Þar settu aðilar á fundinum sig í spor íbúa, nýrra íbúa og ferðamanna. Áttu þátttakendur að lýsa hugsanlegum ástæðum þess að flytja til Austurlands eða ástæðum núverandi íbúa fyrir búsetu í fjórðungnum. Þá áttu aðilar að lýsa einum degi frá því þeir vakna og þar til þeir leggjast til hvílu. Niðurstöður úr þessari vinnu gáfu tilefni til að velta fyrir sér því sem betur mætti fara og hvað það væri sem hefði áhrif á upplifun íbúa og ferðamanna á svæðinu. Það sem kom helst í ljós voru sterk tengsl íbúa við svæðið og hversu stórt hlutverk náttúran og kyrrðin spilar þar inn í. Þá hafði það mikið gildi fyrir ferðamenn að komast í samband við heimamenn og ferðast í náttúrunni. Veikleikar sneru að fáum nýjum atvinnutækifærum og lítilli þjónustu við ferðamenn fyrir utan sumarmánuði. Áskoranir Austurlands Í framhaldi var haldin opin vinnustofa þar sem leitast var við að svara því hvernig Austurland yrði þróað áfram og gert að öflugri áfangastað. Fundargestir komu sér sjálfir saman um umræðuefni og forgangsröðuðu þeim. Meðal þess sem var rætt var samstarf sveitarfélaga, stefnuyfirlýsing svæðisins, heilsársferðaþjónusta, innviðir, samgöngur, afþreying og vöruþróun á svæðinu. Hóparnir fóru yfir þessi umræðuefni og listuðu upp helstu áskoranir svæðisins. Í framhaldinu fór fram mikil vinna tengd áherslusviðum Austurlands hvað varðar þróun áfangastaðarins. Fjölmargir hagsmunaaðilar tóku þátt, viðruðu skoðanir sínar og veltu fyrir sér í sameiningu hverjar áherslur fjórðungsins væru. Framtíðarsýn Austurlands Á næsta fundi var framtíðarsýn svæðisins rædd og greind. Meðal þess sem rætt var á fundinum voru þau loforð sem hægt væri að gefa ferðamönnum og nýjum íbúum, gildi svæðisins, persónuleiki svæðisins og hvaða minningar gestgjafarnir vildu skapa hjá gestunum. Í lok þessa fundar voru áherslur Austurlands skilgreindar og sérfræðingar á hverju sviði kallaðir til svo vinna mætti stefnuyfirlýsingu fyrir fjórðunginn. Sem dæmi má nefna að kokkar og rekstraraðilar veitingahúsa á Austurlandi voru fengnir til að vinna yfirlýsingu í tengslum við mat og matarmenningu svæðisins. Svipuð aðferð var notuð til að vinna yfirlýsingu fyrir aðrar áherslur landshlutans. /MÞÞ Spatt hefur lengi verið þekkt í íslenska hestinum og raunar fylgt kyninu alla tíð. Undanfarin ár hefur verið unnið að rannsóknum á sjúkdómnum með það að markmiði að finna leiðir til fyrirbyggjandi aðgerða. Í fyrsta hluta rannsóknarinnar, sem framkvæmdur var á árunum 1995-1996, kom fram að tíðni sjúkdómsins var í kringum 30% hjá reiðhestum á aldrinum 6-12 vetra. Sterk tengsl voru milli röntgenbreytinga og helti eftir beygipróf á hækli. Sýnt var fram á að sjúkdómurinn dregur úr endingu hrossa. Ekki varð séð að aldur við tamningu, notkun í sýningum eða keppni né aðrir umhverfisþættir hefðu marktæk áhrif á tíðni sjúkdómsins. Erfðir reyndust mikilvægasti áhættuþátturinn þar sem hross sem greinast með röntgenbreytingar við ungan aldur eru líklegust til að bera sjúkdóminn til næstu kynslóðar. Meinafræðileg skoðun á hæklum yngri hrossa, sem safnað var á sláturhúsum, sýndi að brjóskeyðingin byrjar hjá ungum trippum, áður en þau eru tamin og tekin í þjónustu mannsins. Sjúkdómsferillinn er í mörgum tilfellum mjög hægur og getur stöðvast áður en breytingar koma fram í aðlægum beinvef. Algengara er þó að brjóskeyðingin þróist áfram og kalkanir (sem er viðleitni líkamans til að gera við skaðann) komi fram með tímanum. Í kjölfar þessara niðurstaðna ákvað Fagráð í hrossarækt árið 2005 (FEIF 2006) að gera kröfu um röntgenmyndatöku af öllum graðhestum sem koma til kynbótadómsdóms, frá 5 vetra aldri, og birta þær upplýsingar í WF svo ræktendur geti tekið tillit til þessa þáttar við val á stóðhestum og dregið þannig úr tíðni sjúkdómsins. Áframhaldandi rannsóknir hafa það að markmiði að auka skilning á eðli og orsökum brjóskeyðingarinn- ar og fyrstu breytingunum sem verða í aðlægum beinvef. Í þeim tilgangi voru 38 hross ræktuð sérstaklega og haldin við sömu umhverfisaðstæð- ur í rúm tvö ár. Ítarlegar rannsóknir á hæklum þeirra með tölvusneið mynda- töku, segulómun og meinafræðilegum aðferðum, auk hefð- bundinnar röntgen- myndtöku, gáfu mik- ilvægar upplýsingar um fyrstu stig slit- gigtar almennt; hvar í liðnum og hvernig hún byrjar. Út frá núverandi þekkingu má telja líklegast að orsak- ir slitgigtar í flötu liðum hækilins megi rekja til óheppilegs forms eða lögunar á liðflötunum, sem aftur leiðir til þess að ákveðnir hlutar hans verða fyrir of miklu álagi (stöðug- um þrýstingi) strax frá unga aldri. Þrýstingurinn veldur því að brjóskfrumur á afmörkuðum svæðum deyja úr súrefnisskorti. Þessi breytileiki í formi liðanna virð- ist þó minni en svo að hann hafi áhrif á fótstöðu eða réttleika hæklanna sem hægt er að mæla eða greina með berum augum. Þessar niðurstöður vekja spurningar um eðlilegan þroska á beinum og brjóski í flötu liðum hækilsins, sem ekki hefur verið lýst ítarlega hingað til. Um er að ræða samsetta liði þar sem fremur litlum, flötum beinum er raðað saman og þau tengd saman með liðböndum og liðpoka. Liðirnir leyfa litla hreyfingu en eru undir miklu álagi og gegna umfram allt hlutverki dempara. Kallað eftir efniviði úr sjálfdauðum folöldum til rannsókna á þroska hækilliðanna Næsta verkefni gengur út á að skoða þroskun liðanna frá fæðingu og fram að endanlegri mótun þeirra, sem ætla má að verði við þriggja mánaða aldurinn. Sem efnivið í þessa rannsókn kalla ég nú eftir hæklum af folöldum sem drepast eða þarf að aflífa á þessu aldursskeiði, þ.m.t. folöldum sem kastað er fyrir tímann. Saga þarf þvert yfir sköflunginn (tibia) fyrir ofan hæklilinn og varðveita neðri hluta afturfótanna í heilu lagi. Þeir sem verða fyrir því óláni að missa folald í vor og sumar, og geta hugsað sér að það nýtist til rannsókna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við undirritaða - eða starfandi dýralækna – varðandi frekari upplýsingar um frágang og geymslu. Sigríður Björnsdóttir Sérgreinadýralæknir hrossa hjá Matvælastofnun og gestaprófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands Netfang: sigridur.bjornsdottir@mast.is Sími: 8930824 Tunguhálsi 10 Sími 415 4000 www.kemi.is kemi@kemi.is HÁGÆÐA SMUROLÍUR Á GÓÐU VERÐI ...frá heilbrigði til hollustu Spatt í íslenska hestinum – Staða þekkingar og áframhaldandi rannsóknir Hækill hestsins. (A) Vinstri hækillinn markaður með hvítum hring. (B) Samsett tölvusneiðmynd af hækilliðunum. TCCQJ = efsti liður; CDJ = miðliður; TMTJ = neðsti liður; CT = miðbein; T3 = þriðja hækilbein; T4 = fjórða hækilbein; ––– Sköflungur (tibia) Myndin sýnir þann hluta afturfótanna sem þarf að varð- og því þarf allur neðri hluti fótanna að fylgja með. Æskilegt er að hengja afsöguðu hlutana upp á hóf- unum í nokkrar klst. til blóðtæmingar, en svo þarf að koma þeim í frysti. Óskað er eftir neðri hluta beggja afturfóta. Aðeins er hægt að nýta hæklana ef komið er að dauð- um folöldum tiltölulega ferskum. Hvannagil í Lóni. Mynd / HKr. Áfangastaðurinn Austurland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.