Bændablaðið - 09.05.2018, Qupperneq 48

Bændablaðið - 09.05.2018, Qupperneq 48
48 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 Ábúendur á Eysteinseyri eru Marinó Bjarnason og Freyja Magnúsdóttir. Þau ætla að halda áfram svipaðri sauðfjárrækt en bæta við sig í ferðaþjónstu. Býli: Eysteinseyri. Staðsett í sveit: Tálknafirði. Ábúendur: Marinó Bjarnason og Freyja Magnúsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum bara tvö í kotinu. Gæludýrið er eitt, letikötturinn Yrsa. Stærð jarðar? 18 hundruð að fornu mati og dýrleika. Gerð bús? Sauðfjábú. Fjöldi búfjár og tegundir? Kindur eru 85, 6 hrútar, 17 íslenskar landnámshænur og tveir hanar, 2 hestar, 100 þúsund býflugur og síðast en ekki síst Táta fjárhundur og 8 hvolpar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Almenn sveitastörf, gjafir og önnur verk. Frúin sinnir bleikjuvinnslu í Tungusilungi. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður að vori og hunangstekja að hausti. Leiðinlegast þegar veikindi og slys eru á búfé. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan í skepnuhaldi en bætum við okkur ferðaþjónustu. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mætti styðja betur við þá bændur sem eyða tíma sínum við félagstörf í þágu bænda. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna vel ef við gætum vel að helsta kosti hans, hreinleikanum. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með okkar frábæru hreinu búvöru ætti að vera léttur leikur að markaðssetja hana hvar sem er. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvörur, egg, rabarbarasulta og lýsi. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steiktur lambahryggur með öllu. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það má segja að tvö atvik standa upp úr; þegar við fylltum fjárhúsin og líka þegar fyrsta býflugna búið kom á bæinn. Grillaðar svínakótilettur með rósmaríni, graskeri og kryddsmjöri Það er upplagt að grilla svína- kótilettur. Rósmarín og kryddsmjör fer einkar vel með slíkum grillmat. Svínakótilettur › ½ bolli salt › ½ bolli kókossykur (eða venjulegur hvítur sykur) › 6 svínakótilettur, hver um sig ein tomma á þykkt (Líka hægt að kaupa léttreyktar og saltaðar svínakótilettur) › Grasker og kryddsmjör › 2–3 sneiðar grillað grasker › 1⁄3 bolli kókossykur › ½ bolli eplamauk (soðið eða grillað epli) › 1 msk. ferskt rósmarínlauf, aukagrein til skreytingar › 1 tsk. kanill › Ögn af salti › 100 g kalt smjör Aðferð Gerðu saltvatn með því að blanda saltinu og sykrinum saman við tvo lítra af vatni í potti sem er settur á miðlungshita. Hrærið stöðugt þar til sykurinn og saltið er alveg uppleyst. Slökktu á hitanum og láttu saltvatnið ná stofuhita. Setjið svínakjötið í saltpækilinn í kæli í að minnsta kosti eina klukkustund en ekki meira en fjórar klukku- stundir. Setjið grasker, epli og krydd í mat- vinnsluvél og maukið þar til blandan er silkimjúk. Bætið þá köldu smjöri saman við. Setjið til hliðar. Forhitið útigrill á miðlungshita og og penslið grindurnar létt með olíu. Takið svínakjötið úr saltvatninu og þerrið. Grillið þær þar til kjötið hefur náð 68 gráðu kjarnhita – ætti að vera um 10–12 mínútur á hlið. Látið hvíla í nokkrar mínútur áður en þær eru framreiddar með með- læti að eigin vali. Látið graskerssmjörið kólna í smjörpappír og setjið í frysti. Það er svo skorið í sneiðar sem settar eru ofan á kjötsneiðina þar sem þær bráðna. Skreytið með fersku rósmaríni ef þess er óskað. Hollari kókos-bounty stykki › 1 bolli ósykraður rifinn kókos › 3 ½ msk. hreint hlynsíróp, hunang eða agavesíróp › 2 msk. kókosolía › ½ tsk. hreint vanilluþykkni › 1/8 tsk. salt › 150 g dökkt ekta súkkulaði › 1 tsk. olía (valfrjálst til að mýkja súkkulaðið) Blandið fyrstu fimm inni- haldsefnunum saman í matvinnslu- vél eða hrærivél (hægt er að hræra með höndunum en þá er blandan aðeins laus í sér). Setjið á bakka með smjörpappír eða plastfilmu á. Hnoðið blönduna með hreinum höndum og frystið síðan þar til hún er orðin stíf (má líka frysta og skera í fallega bita). Bræðið súkkulaðið rólega yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Það má hræra einni teskeið af grænmetis- eða kókosolíu saman við sem gefur miklu mýkri súkkulaðiskel. Penslið eða dýfið kókosinu í súkkulaðið. Látið harðna og framreiðið úr kæli. Bjarni Gunnar Kristinsson Matreiðslumeistari MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Eysteinseyri

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.