Fréttablaðið - 09.05.2020, Page 6

Fréttablaðið - 09.05.2020, Page 6
Þótt samanlagt fylgi stjórnarflokkanna þriggja sé tæp 43 prósent sögðust um 60 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja ríkis- stjórnina. Samgöngustofa auglýsir laus til umsókna 19 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og 1 leyfi á Akureyri. Þau ein geta sótt um leyfi sem hyggjast stunda akstur leigubifreiðar að aðalatvinnu og hafa lokið námskeiði fyrir leigubifreiðastjóra. Til að öðlast leyfi þurfa umsækjendur að uppfylla leyfisskilyrði, skv. 5. gr. laga nr. 134/2001 og rg.nr. 397/2003 um leigubifreiðar, með síðari breytingum. Úthlutun leyfis fer fram á grundvelli starfsreynslu við akstur leigubifreiðar, sbr. 6. gr. reglugerðarinnar. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Samgöngustofu, www.samgongustofa.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2020. Sími: 480 6000 . www.samgongustofa.is AUGLÝSING VEGNA ÚTHLUTUNAR ATVINNULEYFA TIL AKSTURS LEIGUBIFREIÐA Samgöngustofa Café AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM Við gætum fyllsta hreinlætis og fylgjum ráðleggingum um sóttvarnir í öllum okkar viðskiptum. STJÓRNMÁL Ríkisstjórnarf lokk- arnir þrír bæta allir við sig fylgi í könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og greint var frá fyrr í vikunni. Samanlagt fylgi þeirra er nú tæp 43 prósent. Það hefur ekki mælst meira í könn- unum Zenter frá því í júní í fyrra. Flokkarnir þrír mælast þó sam- tals með rúmlega tíu prósentu- stigum minna fylgi en þeir fengu í kosningunum haustið 2017. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stærsti f lokkurinn í öllum könn- unum Zenter frá því að sú fyrsta var gerð fyrir Fréttablaðið í byrjun desember 2018. Í könnuninni nú mælist flokkurinn með 22,4 prósent og hefur ekki mælst stærri síðan í lok júní í fyrra. Vinstri græn mælast nú með 11,8 prósent sem er það mesta síðan um miðjan október á síðasta ári. Enn á f lokkurinn þó langt í land með að ná kjörfylgi sínu sem var 16,9 pró- sent. Framsóknarflokkurinn bætir 0,2 prósentustigum við sig og er nú með 8,4 prósent. Flokkurinn hefur ekki fengið meira fylgi síðan í könnun í byrjun mars í fyrra. Samfylkingin virðist vera að festa sig vel í sessi sem stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn og næststærsti f lokkur landsins. Þeirri stöðu hefur Samfylkingin haldið frá lokum júlí í fyrra. Flokkurinn missir að vísu rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun en hefur mælst yfir kjör- fylgi allt tímabilið sem kannanirnar ná yfir. Píratar mælast nú með 11,9 pró- sent og hafa líkt og Samfylkingin mælst yfir kjörfylgi allt umrætt tímabil. Flokkurinn fékk 9,2 pró- sent í kosningunum en fór hæst upp í rúm 15 prósent í könnun í lok júní í fyrra. Töluverðar sveif lur hafa verið á fylgi Miðf lokksins í könnunum Zenter fyrir Fréttablaðið. Flokkur- inn fékk 10,9 prósent í kosningun- um en mælist nú með 8,6 prósent. Í kjölfar Klaustursmálsins féll fylgi f lokksins niður í 4,3 prósent í des- ember 2018. Í lok júlí í fyrra var það hins vegar komið upp í 13,4 prósent. Viðreisn er þriðji stjórnarand- stöðuflokkurinn sem hefur mælst yfir kjörfylgi í öllum könnununum. Flokkurinn fékk 6,7 prósent í kosn- ingunum en mælist nú með 9,8 pró- sent. Hæst fór fylgið í september í fyrra þegar það var rúm 12 prósent. Flokkur fólksins hefur ekki náð kjörfylgi sínu í neinni af könnun- unum en flokkurinn fór nálægt því í mars síðastliðnum. Í kosningunum fékk f lokkurinn 6,9 prósent en mælist með 4,4 prósent nú. Flokk- urinn hefur mælst undir fimm pró- senta markinu allt frá júní í fyrra ef könnunin í mars er undanskilin. Sósíalistaflokkurinn hefur sótt í sig veðrið í könnunum á þessu ári. Í janúar mældist f lokkurinn með 5,2 prósent en hefur verið með 4,5 pró- sent í síðustu tveimur könnunum. sighvatur@frettabladid.is Stjórnarflokkarnir rétta úr kútnum Þótt samanlagt fylgi stjórnarflokkanna þriggja hafi ekki mælst meira frá því í júní á síðasta ári er það enn um tíu prósentustigum undir kjörfylgi flokk- anna. Rýnt er í þróun fylgis flokkanna í könnunum Zenter fyrir Fréttablaðið. Framsókn með 16 prósent á landsbyggðinni Ef rýnt er í niðurstöður síðustu könnunar Zenter rannsókna kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Misjafnt er hvernig fylgi flokkanna skiptist eftir búsetu fólks. Þannig styðja 16 prósent íbúa landsbyggðarinnar Framsóknarflokkinn, en aðeins rúm fjögur prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins. Miðflokkurinn sækir einnig fylgi sitt frekar á landsbyggðina þar sem flokkurinn nýtur tæplega 12 prósenta stuðnings. Á höfuðborgarsvæðinu styðja rúm sjö prósent flokkinn. Dæmið snýst við hjá Viðreisn. Flokkurinn er með tæplega 13 prósenta stuðning á höfuðborgarsvæð- inu en rúmlega fjögur prósent á landsbyggðinni. Samfylkingin er einnig mun sterkari á höfuð- borgarsvæðinu þar sem flokkurinn mælist með rúm 17 prósent, á móti tæpum 11 prósentum á lands- byggðinni. Munurinn er minni hjá öðrum flokkum en þó eru Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Píratar heldur sterkari á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. Sem fyrr skera Vinstri græn og Miðflokkurinn sig úr, þegar horft er á stuðning eftir kyni. Þannig styðja rúm 19 prósent kvenna Vinstri græn en aðeins rúm sex prósent karla. Miðflokkurinn nýtur stuðnings tæplega 11 prósenta karla en tæplega sex prósenta kvenna. Ef horft er á tekjur einstaklinga kemur í ljós að stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn fer vaxandi með auknum tekjum. Þannig styðja 35 prósent þeirra sem hafa tekjur yfir 800 þúsund á mánuði flokkinn. Stuðningurinn er hins vegar 15 prósent hjá þeim sem eru með minna en 400 þúsund. Mynstrið er svipað hjá Viðreisn þar sem stuðn- ingurinn er 17 prósent í hæsta tekjuhópnum en sex prósent í þeim lægsta. Píratar sækja sinn stuðning aftur á móti frekar í tekjulægri hópana. Í lægsta tekjuhópnum styðja 17 prósent Pírata en um níu prósent í þeim hæsta. Stuðningur við Sósíalistaflokkinn og Flokk fólksins er áberandi mestur í lægsta tekjuhópnum, en Miðflokkurinn sækir frekar fylgi sitt til tekjuhærri hópa. Vinstri græn og Samfylkingin njóta mests stuðnings hjá þeim sem eru með 600-799 þúsund á mánuði en minna í öðrum hópum. ✿ Þróun á fylgi flokkanna í skoðanakönnunum frá kosningum 2017 5% 10% 15% 20% 25% 30% Kosningar 2017 01.03.2019 27.06.2019 26.07.2019 09.09.2019 14.10.2019 15.01.2020 04.03.2020 04.05.2020 n Sjálfstæðisflokkurinn n Vinstri græn n Samfylkingin n Miðflokkurinn n Framsóknarflokkurinn n Píratar n Flokkur fólksins n Viðreisn n Sósíalistaflokkurinn DAG HVERN LESA 93.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.