Fréttablaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 12
Bretar hernámu Ísland 10. maí 1940 til þess að hindra að Þjóðverjar kæmu sér upp flug- og f lotabækistöðvum í landinu sem ógnað gætu Bretlandseyjum og skipa- leiðum á Norður-Atlantshafi. Stuttur aðdragandi var að þess- um sögufræga atburði en þýskir herir gerðu innrás í Noreg mánuði fyrr og brutu á nokkrum vikum á bak aftur mótspyrnu norska hers- ins og breskra og franskra hersveita sem sendar höfðu verið til aðstoðar. Sumt af breska herliðinu sem hrökklaðist frá Noregi kom til Íslands ásamt öðrum liðsauka í júnímánuði og hóf varnarviðbún- að. Skortur á heraf la varð til þess að Kanadastjórn lagði til eitt stór- fylki með tæplega 2.700 mönnum til Íslandsdvalar sumarið 1940. Sigldu f lestir þeirra áfram til Bretlands um haustið þegar breskur liðsauki barst til landsins. Herafli Breta náði hámarki árið 1941 þegar um 28.000 liðsmenn landhers, flughers og flota dvöldu í landinu. Til verndar skipaleiðinni Bandaríkin voru hlutlaus í styrjöld- inni til ársloka 1941 en allmikils stuðnings gætti þar við málstað Breta. Ríkisstjórn Roosevelts Banda- ríkjaforseta fann leið til þess að létta undir með því að lána og leigja Bret- um margvíslegan herbúnað sem þeir sóttu í bandarískar hafnir. Mikil hætta steðjaði þó að sigl- ingunum og hugkvæmdist forset- anum að senda bandarískt herlið til Íslands og láta Bandaríkjaflota þar með veita herskipavernd á siglinga- leiðum austur á mitt Atlantshaf. Sömdu ríkisstjórnir Íslands, Bret- lands og Bandaríkjanna um það sumarið 1941 að bandarískt herlið skyldi taka við vörnum landsins og leysa breska hernámsliðið smám saman af hólmi. Hernámi Breta lauk formlega 22. apríl 1942 þegar meginliðsstyrkur þeirra hvarf heimleiðis, en breski f lotinn og f lugherinn, sem léku aðalhlutverk í baráttunni við þýska flotann á norðaustanverðu Atlants- hafi, starfaði áfram í landinu með Bandaríkjaher þar til eftir stríðslok. Hvalfjörður lék stórt hlutverk Bandamenn höfðu mikinn við- búnað til þess að hefta siglingar þýskra herskipa og kafbáta og verja skipaleiðir á Atlantshafi. Varnir landsins miðuðust fyrst og fremst við svæði þar sem voru hafnir, eða aðstaða til f lugvallagerðar og starf- semi sjóflugvéla með vegartengingu við aðra landshluta, svo sem á Suð- vesturlandi, við Húnaflóa, Eyjafjörð og á Austurlandi. Viðbúnaður var mestur á höfuð- borgarsvæðinu, en Reykjavíkur- höfn var lykillinn að liðs- og birgða- flutningum til landsins. Umsvifin voru í meðallagi á Norðurlandi og fremur lítil á Austurlandi, enda vegatengingar við þá landshluta fremur frumstæðar. Bretar lögðu flugvelli í Kaldaðarnesi og Reykja- vík en Bandaríkjamenn reistu stóra flugbækistöð við Keflavík, sem lék stórt hlutverk í miklum loftf lutn- ingum þeirra til Bretlands. Eftirlitsskip og fylgdarskip skipa- lesta höfðu aðstöðu í Hvalfirði og áðu einnig í Seyðisfirði. Hvalfjörður lék stórt hlutverk í siglingum skipa- lesta með hergögn og birgðir frá Bretlandi og Bandaríkjunum til sovéskra hafna á Kólaskaga og við Hvítahaf er mest reið á, 1941 og 1942. Heildarheraf linn í landinu var nærri 50.000 þegar mest var, sumar- ið 1943, og hafði um 80 prósent hans aðsetur á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi. Landsmenn sjálfir voru einungis um 120.000 í upphafi hernámsins og íbúar Reykjavíkur um 40.000. Varpað í hringiðu hildarleiks Götur höfuðborgarinnar og nær- liggjandi bæja fylltust af einkennis- búnum mönnum sem hrifnir voru frá verkum sínum og varpað í hring- iðu mesta hildarleiks mannkyns- sögunnar. Landsmönnum þótti í fyrstu margt framandi í fari erlendu gest- anna sem gerðu hlutina með sínum hætti. Undruðust þeir ýmislegt sem fylgdi varnarviðbúnaðinum og rekstri herliðsins. Hentu margir gaman að því sem ekki samræmdist þeirra eigin háttum, en gáfu ef til vill minni gaum að þeirri dauðans alvöru sem bjó að baki. Kærkomin umskipti Þótt þröngt væri á þingi tókst sam- búð landsmanna við hina framandi gesti furðu vel. Í árslok 1942 var ekki lengur talin hætta á innrás Þjóðverja og sumarið eftir var stór hluti bandaríska herliðsins f luttur til Bretlands til þjálfunar fyrir inn- rásina á meginland Evrópu. Nýr og miklu fámennari liðsafli kom þá til landsins en hélt að mestu sömu leið árið 1944. Flestir bresku og bandarísku her- mennirnir sem eftir sátu í stríðslok störfuðu á Reykjavíkur- og Kef la- víkurflugvelli og hurfu þeir síðustu til síns heima vorið 1947. Síðari heimsstyrjöldinni hefur verið lýst sem mesta umbrotatíma í sögu Íslendinga. Markaðir opnuð- ust í Bretlandi og Bandaríkjunum fyrir f lestar útf lutningsafurðir á margföldu verði og hleypti það, ásamt atvinnu sem skapaðist við fjölbreytt umsvif herliðsins, af stað gríðarlegum efnahagslegum uppgangi. Umskiptin voru kær- komin eftir langvarandi stöðnun og kreppu og grunnur var lagður að nútímavæðingu og velmegun þjóðarinnar. Íslendingar voru ekki þátttak- endur í hernaðinum en bækistöðvar bandamanna og aðstaða í landinu átti þátt í að flýta fyrir sigri í styrj- öldinni. Landsmenn veittu mikil- vægan stuðning, t.d. með sölu mat- væla og annarra framleiðsluvara sem kom Bretum afar vel. Þótt styrjöldin færði þjóðinni auðsæld og umbætur fór hún ekki varhluta af ógnum hennar. Alls fórust 151 Íslendingur af hern- aðarvöldum, svo fullvíst sé talið, og skjótur efnahagsuppgangur og herseta höfðu langvarandi þjóð- félagsumrót í för með sér. Bandamenn misstu alls nærri 900 manns hér við land og í stríðs- lok hvíldu 510 erlendir hermenn og sjómenn í íslenskri mold. Þar af voru rúmlega 200 Bandaríkjamenn en líkamsleifar þeirra voru síðar fluttar til heimalandsins. Bábiljurnar leiðréttar Hér hefur verið stiklað á stóru um helstu staðreyndir, en margvís- legar bábiljur sem snemma fengu byr undir báða vængi heyrast enn. Er því ekki úr vegi að skýra og leið- rétta ýmislegt sem misskilningi kann að valda. Hernámi Breta lauk formlega 22. apríl 1942 og við tók umsamin her- vernd Bandaríkjanna. Herliðið tók sér í fyrstu bólfestu í f jölmörgum byggingum sem sumar stóðu auðar, en reistu síðan Friðþór Eydal rithöfundur og fyrrverandi upplýsingafull- trúi varnarliðs- ins á Keflavíkur- flugvelli. Satt og logið um hernámið og hersetuna Friðþór Eydal hefur rannsakað umsvif erlendra herja á Íslandi, meðal annars í skjalasöfnum þeirra. Margt reynist ekki eins og almannarómur hafði fyrir satt og Friðþór varpar ljósi á staðreyndirnar. Framhald á síðu 12  80 ÁR FRÁ HERNÁMI 9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.