Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2020, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 09.05.2020, Qupperneq 20
Forríkir slugsa í heimsfaraldri Nokkrir svartir sauðir hafa komið sér í fréttirnar með misgáfulegri hegðun. Útgöngubann í Evrópu virðist ekki gilda um sumar knattspyrnustjörnur. Moise Kean Everton Milljarða flopp Everton sló öll met í samkomubann­ inu í Englandi þegar hann hélt partý með fjölmörgum vinum sínum og vændiskonum. Guttinn, sem er tví­ tugur, hefur aðeins skorað eitt mark fyrir Everton en það stoppaði hann ekki í að rífa upp símann og senda partýið nánast út í beinni útsendingu. Everton sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið sagðist vera agn­ dofa yfir atvikinu og hegðun hans var fordæmd. Jack Grealish Aston Villa Fyrirliði Aston Villa fór í partý til vinar síns, Ross McCormack. Hann náðist á mynd eftir að hann hafði keyrt á tvo bíla á 70 þúsund punda Range Rovernum sínum og skemmt þá. Hann birtist heldur lúpulegur á Instagram daginn eftir og baðst afsökunar. Enskir miðlar spá því að partýið kosti hann félagaskipti til Man. Utd og enska landsliðssætið sé í hættu enda hafi landsliðsþjálfarinn lítinn húmor fyrir svona. Kyle Walker Man. City Varnarmaðurinn birti yfirlýsingu í gær þar sem hann kenndi fjölmiðlum um hvað hann bryti oft útgöngubannið. Walker hefur verið andlit forríkra fótboltamanna sem halda að reglurnar gildi ekki um þá. Hann birti nefni­ lega myndband þar sem hann hvatti fylgjendur sína til að vera heima en hélt svo kynlífspartý daginn eftir. Úr varð heljarinnar skandall og í vikunni rauf hann útgöngubannið þrisvar sinnum. Hann brunaði til Sheffield þar sem hann hitti fjölskyldu sína og fór út að hjóla með vini sínum. En í yfir­ lýsingunni spurði kappinn hvenær ætti að fara að hugsa um hans tilfinn­ ingar, sem nokkur bresk blöð svöruðu: Það fer eftir þér sjálfum. Jerome Boateng Bayern München Varnartröllið braut samkomubann Bayern viljandi þegar sonur hans veiktist og þurfti á pabba sínum að halda. Bayern gat lítið annað gert en að sekta Boat­ eng sem borgaði glaður. „Ég geri mér grein fyrir því að það voru mistök að gefa félaginu ekki upplýsingar um þessa ferð mína. Ef mér er refsað þá tek ég því. Ég vil finna þann föður sem er ekki hjá fjögurra ára syni sínum á þessum tíma,” sagði Boateng í yfirlýsingu. Mason Mount Chelsea Ungstirni Chelsea átti að vera í sóttkví eftir að liðs­ félagi hans, greindist með kórónaveiruna snemma í mars. Þá voru viðbrögð samfélagsins frekar lítil og ekkert útgöngubann. Aðeins sóttkví. Félagar hans voru að fara í fótbolta, þar á meðal Declan Rice, miðjumaður West Ham, og skellti Mount sér með. Það fór illa í almenning og áminnti Chelsea hann. Hann baðst afsökunar á hegðun sinni. Amine Harit Schalke Miðjumaðurinn var gripinn glóðvolgur á ólöglegum vatnspípubar um miðja nótt. Lögreglan gerði áhlaup á barinn eftir að nágrannar höfðu kvartað. Daginn áður hafði hann sagt fylgjendum sínum að vera heima og fylgja reglum yfirvalda. Schalke henti í hann 100 þúsund evru sekt, sem gerir um 16 milljónir. Sektin fór í góðgerðarmál samkvæmt þýskum fjölmiðlum og baðst Harit afsökunar. benediktboas@frettabladid.is Luka Jovic Real Madrid „Ég mun gera þeim ljóst að líf fólks er mikilvægara heldur en milljónirnar sem þeir fá í laun,” sagði forseti Serbíu, Aleksandar Vucic, eftir að Nikola Ninkovic og Luka Jovic skelltu sér á djammið þegar þeir áttu að vera í sóttkví. Mál Jovic var þó mun fyrirferðarmeira enda er hann ein stærsta íþróttastjarna Serbíu. Allir leikmenn Real Madrid áttu að vera í 14 daga sóttkví eftir að leikmaður körfuboltaliðsins greindist með veiruna. Jovic fékk að fara heim til Belgrad. Allt varð vitlaust í Serbíu og hótuðu forsetinn og forsætisráðherrann því að ef Jovic myndi láta sjá sig utan heimilisins yrði hann handtekinn og hent í steininn og látinn dúsa þar um ókomna tíð. José Mourinho Tottenham Knattspyrnustjórinn José Mourinho var með æfingu með þremur leikmönnum Tottenham í garði í Hadley Commons í Lundúnum. Þeir Tanguy Ndombele, Davinson Sanchez og Ryan Sessegnon sáust allir sam­ an á æfingu sem fór illa í almenning í Bretlandi, enda var veiran að ná sér verulega á strik í landinu. Meira að segja borgarstjórinn í Lundúnum sendi Mourinho tóninn. Stjórinn baðst auðmjúkur afsökunar. 9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.