Fréttablaðið - 09.05.2020, Page 34

Fréttablaðið - 09.05.2020, Page 34
Kennarastöður við eftirfarandi greinar eru lausar til umsóknar hjá Tækniskólanum Veggfóðrun og dúklögn Húsasmíði Pípulagnir Íslenska Rafiðngreinar Tölvugreinar Ljósmyndun Málm- og véltæknigreinar Stálsmíði Skipstjórn Umsóknarfrestur er til og með 18. maí Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans tskoli.is C M Y CM MY CY CMY K kennarastodur.pdf 1 7.5.2020 13:14:11 Icepharma er í fararbroddi á íslenskum heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu. Við leggjum áherslu á metnað, frumkvæði og svigrúm starfsfólks til að vaxa og þróast í starfi. EFNISSTJÓRNUN Á STAFRÆNUM MIÐLUM (CONTENT MANAGEMENT) Verkefni og ábyrgð • Framleiðsla á auglýsingaefni fyrir vef- og samfélagsmiðla • Framleiðsla á stafrænu markaðsefni • Textaskrif og ljósmyndun fyrir vef- og samfélagsmiðla • Virk þátttaka í markaðsherferðum í samvinnu við markaðsstjóra • Greinaskrif fyrir H Magasín • Samskipti við áhrifavalda • Virk þátttaka í þróun á stafrænum miðlum Icepharma Þekking og hæfni • Menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af gerð markaðsefnis fyrir vef- og samfélagsmiðla • Reynsla af ljósmyndun • Reynsla af hugmyndavinnu og textagerð • Mjög gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli • Reynsla af myndbandsgerð er kostur • Þekking á helstu forritum til gerðar auglýsinga- og kynningarefnis s.s. InDesign, Illustrator og Photoshop • Góður skilningur á hönnun og virkni stafrænna miðla • Gott vald á ensku í töluðu og rituðu máli • Drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð • Jákvæðni, framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og tengslamyndun • Þjónustulund, fagmennska og frumkvæði Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2020. Sótt er um starfið á ráðningarvef Icepharma: www.icepharma.is / Um Icepharma / Atvinna Icepharma er öflugt fyrirtæki í notkun stafrænna miðla í sölu- og markaðssetningu og rekur meðal annars vefina hverslun.is og hmagasin.is. Starf sérfræðings í efnisstjórnun felst í því að styðja við og styrkja metnaðarfullan vöxt Icepharma á þessu sviði. Starfið er unnið þvert á svið og deildir innan fyrirtækisins og felur í sér náið samstarf við m.a. markaðsstjóra, hönnunarstjóra og vörumerkjastjóra. Ert þú drífandi og frjór einstaklingur með reynslu af framleiðslu á efni og efnisstjórnun fyrir stafræna miðla? Þá gætum við verið að leita að þér til að taka við nýju og spennandi starfi hjá Icepharma. Nánari upplýsingar um starfið veita Trausti Þór Karlsson, sölu- og markaðsstjóri stafrænna miðla, trausti@icepharma.is og Solveig H. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs, solveigs@icepharma.is. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störf hjá Icepharma. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og í samræmi við lög um meðferð persónuupplýsinga. 2 ATVINNUAUGLÝSINGAR 9 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.