Fréttablaðið - 09.05.2020, Page 35

Fréttablaðið - 09.05.2020, Page 35
 Sveitarstjóri Capacent — leiðir til árangurs Skútustaðahreppur er hálendasti hreppur landsins og jafnframt einn sá víðfeðmasti. Í Reykjahlíð er þéttbýliskjarni en einnig er all þéttbýlt á Skútustöðum og í Vogum. Svæðið er þekkt fyrir einstakt lífríki og náttúrufegurð en eldsumbrot hafa mótað landslagið þar frá örófi alda. Mývatnssveit er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins en landbúnaður og orkuvinnsla eru einnig stórar atvinnugreinar. Í sveitarfélaginu hefur íbúum fjölgað á undanförnum árum og eru nú um 500 talsins og verið mikill uppgangur í tengslum við ferðaþjónustuna. Þar er rekinn m.a. grunnskóli, leikskóli, íþróttamiðstöð, bókasafn, félagsheimili, áhaldahús, þekkingasetur o.fl. Í stjórnsýslu hreppsins starfa auk sveitarstjóra skrifstofustjóri, skrifstofufulltrúi, skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi. Samstarf við nágrannasveitarfélög er mikið m.a. um brunavarnamál og skóla- og félagsþjónustu. Upplýsingar og umsókn capacent.is Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólapróf sem nýtist í starfi. Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og fjármálum. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og sveitarstjórnarmálum er æskileg. Framúrskarandi leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum. Þekking og reynsla af stefnumótun og breytingastjórnun er kostur. Reynsla af skipulags- og umhverfismálum er kostur. Góðir skipulagshæfileikar og metnaður til árangurs. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, ásamt reynslu af miðlun upplýsinga. · · · · · · · · · · · Umsóknarfrestur 17. maí Starfssvið: Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og sér um framkvæmd ákvarðana sem teknar eru af sveitarstjórn. Sveitarstjóri undirbýr og situr fundi sveitarstjórnar og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Sveitarstjóri hefur yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins sem og starfsmannamálum. Skútustaðahreppur auglýsir starf sveitarstjóra laust til umsóknar. Leitað er að jákvæðum, heiðarlegum og kraftmiklum einstaklingi sem er reiðubúinn til að leggja sig allan fram í krefjandi starf. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri reynslu af því að starfa með fólki og hafa brennandi áhuga á að ná árangri í starfi. Viðkomandi þarf einnig að eiga auðvelt með að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins og vera talsmaður þess, hvort sem er í samskiptum við opinbera stjórnsýslu, viðskiptavini, íbúa eða fjölmiðla.          Skráðu fyrirtækið þitt á alfred.is Skólastjóri Tæknimenntaskólans Umsóknarfrestur er til og með 24. maí. Nánari upplýsingar um starfið má finna inn á vefsíðu skólans tskoli.is C M Y CM MY CY CMY K skolastjori-taeknimenntaskol.pdf 1 7.5.2020 13:19:18 Skólastjóri Hönnunar- og handverksskólans Umsóknarfrestur er til og með 18. maí. Nánari upplýsingar um starfið má finna á vefsíðu skólans tskoli.is C M Y CM MY CY CMY K skolastjori-honnhandverk.pdf 1 7.5.2020 13:16:45 Erum við að leita að þér?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.