Fréttablaðið - 09.05.2020, Page 72
hún rétt skriðin yfir tvítugt. Með
þeim tókust góð kynni og svo fór
að Charlie bað um hönd Kristínar
sumarið 1934. Hún játaðist honum
en þegar áformin um brúðkaupið
voru í bígerð snerist henni hugur og
upp úr sambandinu slitnaði. Segir
sagan að f ljóðið fagra frá Íslandi
hafi veitt Charlie innblástur að því
sem síðar varð.
Árið 1935, þá 45 ára að aldri, urðu
mikil tímamót hjá Charlie. Teikni-
myndir voru að ryðja sér til rúms
á hvíta tjaldinu um það leyti þó
að f lestar væru þær í formi stutt-
mynda. Mikill uppgangur var í iðn-
aðinum og var leitað að hæfileika-
fólki um gjörvalla Norður-Ameríku
til þess að f lytja til Los Angeles og
taka þátt í ævintýrinu.
Fékk vinnu hjá Disney
Sveimhuginn Teiknimynda-Kalli
pakkaði því í töskur, hélt suður
á bóginn og réð sig til spennandi
kvikmyndastúdíós sem var í eigu
ungra bræðra, Roy og Walt Disney.
Ein af mikilvægustu heimildun-
um um líf og starf Charlie Thorson
byggist á bókinni Cartoon Charlie
eftir kvikmyndafræðinginn Eugene
Waltz. Bókin kom út 1998 og vakti
mikla athygli í Kanada enda lá
mikil rannsóknarvinna að baki
henni. Hróður bókarinnar barst
til Íslands og var talsvert fjallað
um hana í íslenskum fjölmiðlum
rétt fyrir aldamótin. Vonir stóðu til
að bókin yrði þýdd yfir á íslensku
sem því miður varð aldrei en Waltz
heimsótti landið og veitti fjölmiðl-
um viðtöl auk þess að halda fyrir-
lestur á Akureyri um viðfangsefni
bókarinnar.
Í bókinni leggur Waltz drög að
kenningu sinni um að Charlie hafi
verið gríðarlega áhrifamikill þegar
teiknimyndir voru í fyrsta skipti að
verða að kvikmyndum í fullri lengd.
Menn þurftu að búa yfir sérstökum
hæfileikum til þess að ganga inn í
vellaunað starf hjá Disney á þessum
kreppuárum.
Charlie kom inn í Disney-kvik-
myndaverið og varð strax virtur
meðal samstarfsmanna sinn. Þar
spiluðu augljósir hæfileikar hans
inn í en ekki síður sú staðreynd að
Charlie var eldri og reynslumeiri en
flestir samstarfsmenn hans. Waltz
hefur bent á að á þessum árum
hafi ofuráherslan verið á krúttlega
karaktera. Enginn hafi verið betri
en Charlie í að skapa slíka karaktera
og þá sérstaklega með stór hlýleg
augu sem bræddu áhorfendur. Að
auki var hann frábær sögumaður og
var hann því hvalreki fyrir Disney-
kvikmyndaverið. Hjá Disney starf-
aði hann við að hanna karaktera
fyrir myndirnar en síðan tóku
teiknarar og leikstjóri við keflinu.
Það kann að skýra að einhverju leyti
þá staðreynd að um langt skeið var
þátttaka Charlie í verkefnunum
gleymd og grafin.
Charlie vann í tæp þrjú ár hjá
Disney að undirbúningi kvikmynd-
arinnar um Mjallhvíti og dvergana
sjö, fyrstu teiknimyndar fyrirtækis-
ins í fullri lengd. Sennilega hafa það
verið ævintýralegir tímar. Á einum
stað í bók Waltz er sagt frá því þegar
Walt kíkir inn á skrifstofu Charlie
og kynnir hann fyrir tveimur félög-
um sínum, Charlie Chaplin og H. G.
Wells. Það hefði eflaust verið áhuga-
vert að hlera hvað fór á milli með
Disney, Chaplin, Wells og Kalla úr
Biskupstungunum!
Reisti Walt Disney níðstöng
En ógæfa Charlie var sú að hann átti
erfitt með að lúta stjórn annarra og
skömmu áður en kvikmyndin um
Mjallhvíti kláraðist rauk hann út í
fússi frá Disney. Segir sagan að það
hafi meðal annars verið vegna þess
að allar teikningar voru merktar
Disney en ekki einstökum teiknur-
um. Þegar teiknimyndin kom loks
út sló hún öll aðsóknarmet og lagði í
raun grunninn að því stórveldi sem
Disney hefur verið síðan.
Þrátt fyrir að hafa unnið hörðum
höndum að myndinni var Charlie
hvergi getið þegar myndin var sýnd
á hvíta tjaldinu. Það særði hann
djúpu sári. Eins og áður segir þótti
Mjallhvít á hvíta tjaldinu sláandi
lík myndum af Kristínu Sölvadóttur
sem Charlie teiknaði á sínum tíma.
Hundruð teiknara komu að þróun
myndarinnar og því er fulldjarft að
segja að Charlie hafi verið höfundur
persónanna en áhrif hans voru
eflaust mikil. Þá eru til skissur eftir
Charlie af sex af þeim sjö dvergum
sem vinguðust við Mjallhvíti.
Í bókinni Dagstund á Fort Garry
rifjar Haraldur Bessason, fyrrver-
andi háskólarektor, upp kynni sín af
Josep Thorson, bróður Charlie. Þar
kemur fram að þegar upp úr sauð
milli Charlie og Walt Disney hafi
Íslendingurinn brugðist við í anda
Íslendingasagnanna, sem hann dáði
svo mjög, og reist Disney níðstöng
með viðeigandi kveðskap áföstum
í miðri Hollywood. Disney tók það
óstinnt upp og þurfti að skilja hann
og Charlie að síðar um daginn.
Alls starfaði Charlie í tíu ár í
kringum teiknimyndageirann, frá
1935-1945. Títtnefnt óþol hans fyrir
yfirboði annarra sem og f lökku-
eðlið gerði það að verkum að hann
flakkaði ört á milli framleiðslufyr-
irtækja og oftar en ekki fyrir feita
launatékka. Starfaði hann meðal
annars á næstu árum fyrir Harm-
an-Ising, MGM og síðan Warner
Bros. Þaðan fór hann og starfaði
hjá Fleischer-Brothers, Terrytoons,
Columbia og George Pal.
Þetta f lakk Charlie milli staða
er ekki síst ástæðan fyrir því að
hann var svo áhrifamikill að mati
Walz. Hann bar þekkingu og kunn-
áttu milli myndveranna og vegna
reynslunnar og hæfileikanna var á
hann hlustað.
Kanínan hans Bugs
Hjá Warner Bros bjó Charlie til
sinn þekktasta karakter, kanínuna
Bugs Bunny eða Kalla kanínu, sem
nánast hvert mannsbarn þekkir
enn þann dag í dag. Nafnið var til-
komið af því að yfirmaður Charlie,
Ben Hardaway, var kallaður Bugs.
Hann fól Charlie það verkefni að
búa til spennandi karakter í kan-
ínulíki sem Íslendingurinn innti
samviskusamlega af hendi. Eftir að
hafa teiknað upp tillögu sína lagði
Charlie myndina á skrif borð Har-
daway og merki hana „Bugs Bunny“.
Þannig festist nafnið við hina kjaft-
foru en krúttlegu kanínu.
En það var líka önnur ástæða
fyrir því að Charlie var ráðinn til
Warner-bræðra. Þar var honum falið
að kenna ungum leikstjóra hand-
bragðið við gerð teiknimynda, per-
sónusköpun og söguþráð. Þessi ungi
maður var Chuck Jones sem er nærri
jafn þekktur og Walt Disney fyrir
framlag sitt til teiknimyndanna. Það
er þó til marks um hversu erfitt það
var að fá viðurkenningu fyrir verk
sín í teiknimyndabransanum á þess-
um árum að Jones minntist aldrei á
Charlie sem sérstakan áhrifavald og
gerði lítið úr þessum fyrstu árum
sínum hjá Warner Bros þegar hann
var að læra fagið. Sjaldan launar
kálfurinn ofeldið.
Myndver Fleischer-bræðra var í
Miami og á þann sólríka stað hélt
Charlie nokkru síðar. Þar átti hann
þátt í að endurhanna karakterinn
Popeye, eða Stjána bláa, auk þess
sem hann kom að sköpun Steinald-
armannanna í The Flint stones þó að
frægðarsól þeirra hafi ekki tekist á
loft fyrr en síðar í höndum William
Hannah og Josep Barbera.
Hér hvílir víkingur
Þegar kvikmyndaárum Charlie
lauk fluttist hann fljótlega aftur til
Winnipeg og tók upp fyrri iðju við
auglýsingagerð. Þar skapaði hann
tvo karaktera sem eru sem greyptir
í þjóðarsál Kanadabúa þó að Íslend-
ingar kannist lítt við þá.
Annars vegar er það björninn
Punkinhead sem Charlie teiknaði
fyrir vörulista Eatons. Björninn
sló í gegn í Kanada og með hann í
forgrunni voru framleiddar aug-
lýsingar, lög og teiknimyndir auk
þess sem hann birtist á margs konar
varningi. Í markaðslegum tilgangi
var ákveðið að tengja björninn jól-
unum og því var framleidd ný bók
um björninn um hver jól næsta ára-
tuginn. Sú framleiðsla hætti þegar
Charlie lenti í fyllerísrifrildi við
yfirmann Eatons og hætti hjá fyrir-
tækinu í fússi.
Hinn karakterinn var krúttlegi
fíllinn Elmer sem Charlie teiknaði
í sjálf boðavinnu fyrir lögregluyfir-
völd í Toronto. Elmer átti að kenna
börnum umferðarreglurnar og
hann gerði gott betur en það, því
hann vann hug og hjörtu barna um
allt Kanada og sinnir hlutverki sínu
enn þann dag í dag.
Þegar Charlie var kominn á
eftirlaunaaldur flutti hann til Van-
couver í Bresku-Kólumbíu til þess
að vera nær syni sínum, Stephen,
og fjölskyldu hans. Hann lést þar í
borg árið 1967.
Það er vel við hæfi að eftir róstur-
sama en ævintýralega ævi standi á
legsteini hans: „Hér hvílir víkingur.“
HAFI ÍSLENDINGURINN
BRUGÐIST VIÐ Í ANDA
ÍSLENDINGASAGNANNA
OG REIST DISNEY NÍÐ-
STÖNG MEÐ VIÐEIGANDI
KVEÐSKAP ÁFÖSTUM Í
MIÐRI HOLLYWOOD.
ÞÁ VAR HANN SAGÐUR
DRYKKFELLDUR, GEFINN
FYRIR KONUR, FJÁR-
HÆTTUSPIL OG LÍFSINS
LYSTISEMDIR.
Framhald af síðu 30
Svona leit Charlie Thorson út með eigin augum. Myndina má finna á Íslendingaveggnum á Ellice-vegi í Winnipeg.
Kalli kanína, eða Bugs Bunny, er líklega þekktasti karakter Charlie. Hinn kanadíski Punkinhead er minna þekktur.
9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð