Fréttablaðið - 09.05.2020, Side 96

Fréttablaðið - 09.05.2020, Side 96
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Óttars Guðmundssonar BAKÞANKAR Kórónaveiran hefur valdið þjóðum heims miklum búsifjum. Fjölmargir veikt- ust, voru í sóttkví eða einangrun. Ferðamannaiðnaður og f lugsam- göngur eru í rústum með tilheyr- andi atvinnuleysi. Evrópumóti í fótbolta var frestað ásamt sjálfum Ólympíuleikunum. Álitsgjafar eru þó sammála um að frestun Júróvisjón hafi verið stærsta áfallið fyrir íslenska þjóð. Allt benti til þess að Ísland mundi loksins vinna keppnina eins og fólk hefur beðið eftir frá því að Gleðibankinn reis og féll. Það er mikið fagnaðarefni að RÚV hefur ákveðið að láta sem ekkert sé og halda keppnina. Vikulega er farið í gegnum lögin sem ekki kepptu og f lytjendur þeirra. Gamla Júróvisjón-gengið er dregið fram. Júróbandið leikur og syngur gamla slagara. Júró- visjón-kempur rifja upp gömul afrek. Hátíðinni lýkur með atkvæðagreiðslu í þessari ekki- keppni, stjórnað af starfsmönnum RÚV sem hafa sérhæft sig í Júró- visjón. RÚV f lytur því Júróvisjón- dagskrá án keppninnar sjálfrar enda er hún orðin aukaatriði. Mestu skiptir að starfsmenn stofnunarinnar fái að blómstra með tilheyrandi hlátrasköllum. Margir hafa á liðnum árum gagnrýnt dagskrárgerð RÚV. Sama fólkið stjórnar sömu þáttunum ár eftir ár án endurnýjunar. Þættir um Júróvisjón-keppni sem ekki var haldin hljóta að þagga niður í slíkum óánægjuröddum. Vonandi verður framhald á þessari stefnu og RÚV fjalli um f leiri ekki-viðburði. Það hefur góð áhrif á þjóðarsálina þegar Ísland sigrar í hverri ekki-keppninni á fætur annarri. Allir græða. Ekki-keppni er mun ódýrari og fyrirhafnarminni en raunveruleg keppni. Í heimi sýndarveruleik- ans er allt hægt. Ekki-Júróvisjón Laugarásvegur 1 Pantaðu á skubb.is OG FÁÐU HEIMSENT ++ HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5050 eða sendu tölvupóst orn@frettabladid.is. *Prentmæling Gallup, 12 - 80 ára, okt. - des. 2019. Mannnöldatölur Hagstofu Íslands 2019

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.