Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Side 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Side 5
Asgerður Ingimarsdóttir framkvæmdastjóri: Að klappa á steininn Öll könnumst við við söguna um óhreinu börnin hennar Evu - bömin sem hún faldi fyrir Guði almáttugum af því hún komst ekki yfir að þvo þeim - bömin sem henni var svo refsað fyrir að vilja ekki sýna Guði og voru þar af leiðandi gerð ósýnileg flestum mann- legum augum - búandi í hólum og klettum - huldufólkið. Huldufólkið sem gat verið svo þakklátt, ef því var gerður greiði, en hefndi sín grimmilega, ef gert var á hluta þess. Það fólk sem ég geri að umtalsefni er nokkurs konar huldufólk - þ.e.a.s. við sjáum það, ef við viljum sjá það, en það er oft ákaflega auðvelt að leiða það hjá sér - láta sér sjást yfir það. Hér á ég við þann hóp fatlaðra, sem á við geðræn vandamál að stríða. Af hverju er svona auðvelt að horfa fram- hjá þessum stóra hópi, hvers vegna er hann svo oft nærri ósýnilegur? Er það vegna þess að þetta er eng- inn þrýstihópur - er það vegna þess að þama fylgja engin foreldrasamtök sem berjast með oddi og egg fyrir réttindum þeirra - er það vegna þess að það á sjálft ekki gott með að tala sínu máli - er það vegna þess að gamlir fordómar gera svo erfitt um vik að hjálpa þeim að komast áfram úti í hinu daglega lífi? Og þó er þetta fólk eins og huldu- fólkið, oft svo þakklátt þegar því er rétt hjálparhönd. Hópur fólks með geðræn vandamál er einhver stærsti hópur fatlaðra. Þessi hópur virðist oft eiga erfiðast með að ná samúð almennings - það er svo Ásgerður Ingimarsdóttir. auðvelt að gera hann ósýnilegan, að láta hann hverfa inn í hóla og kletta almenningsálitsins, sem ekki er þeim í hag. Erfiðleikar þessa fólks í sambandi við atvinnu byggjast sjálfsagt mikið á erfiðleikum þess við að einbeita sér að vinnunni - að vera kyrrt á sama stað. Þetta er hlutur sem margir vinnuveit- endur geta ekki horft í gegnum fingur sér með - sérstaklega með tilliti til ann- arra - þeirra sem ganga heilir til skógar. - Þess vegna er mikið af þessum hóp inni á vernduðum vinnustöðum, mis- jafnlega vel séðir af þeim sem vinna og stjóma. En þó virðist þeim ganga best þar og það er hægt að ætlast til að þar komi fram meiri skilningur á högum þeirra en annars staðar. Erfiðleikar við húsnæðismálin eru enn verri. - Hafirðu ekki stað til að búa á - kemur atvinna eða skólaganga þér að litlu haldi. Á biðlista eftir húsnæði hjá Öryrkjabandalagi Islands eru um 100 manns með geðræn vandamál. Flestir fæddir á árunum 1940-60, fleiri karlmenn en konur. Þetta fólk er m.a. í heimahúsum - t.d. hjá öldruðum for- eldrum, á stofnunum, áfangastöðum, sambýlum og búandi úti í bæ. Þeir sem eru á áfangastöðum gætu margir hverjir haldið áfram út í lífið, ef þeir hefðu að einhverju húsnæði að hverfa. - Það er áberandi að margir sem búa úti í bæ, eru oft í lélegu húsnæði, með lítilli sem engri aðstöðu til eins eða neins. Fyrir nú utan hve ótryggur og óstöðugur leigumarkaðurinn er. Og sé það nokkuð sem kemur í veg fyrir hugsanlegan bata hjá þessum hópi eru það breytingar og öryggisleysi. Að geta varla sjálfur ráðið sínum nætur- stað. Og hvað skal svo til varnar verða vorum sóma? Því rita ég þessar línur hér að ég vil reyna að vekja fólk til umhugsunar um kjör þessa hóps - ég held að það sé mál til komið að horfast í augu við þennan vanda og reyna að gera sér grein fyrir hvernig hægt er að leysa hann. Eg veit ósköp vel að Róm var ekki byggð á einum degi, en finnir þú þér ekki nagla og spýtur og byrjir að klambra, gerist heldur ekki neitt. Eg veit að þeir eru margir sem hugsa um þessi mál, ekki bara þeir sem lifa og hrærast í þeim daglega, en nú held ég að við verðum að fara að láta verkin tala og beita öllum hugsanleg- um ráðum til að vekja athygli á vanda þessa hóps, að klappa á steininn og hjálpa þeim að ganga út úr björgunum. Ásgerður Ingimarsdóttir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.