Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Page 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Page 12
greinarmun á hita og kulda. Eg spyr sjálfa mig og varpa þeirri spurn fram hér í Fréttabréfinu. Er ekki kominn tími til að heilbrigðisyfirvöld taki sig á og komi upp og reki neyðarathvarf fyrir þetta fólk? Þetta fólk á í engin hús að venda - alls engin oft á tíðum. Fólk með geðræn vandamál á oftast engan kost gistingar á gististöðum borgarinnar vegna sjúkdóms síns. Og Sigrún Bára hnykkir á og spyr: Vi 11 einhver svara spurningu minni? Hvað segir og gerir heilbrigðisráðherra? Aðstandendur geðsjúkra hafa verulegar áhyggjur af þeim geigvænlega skorti sem er á heppilegum úrræðum varðandi framtíðarbúsetu fyrir geðsjúka. Nokkur sambýli og áfangastaðir eru til hér á höfuðborgarsvæðinu, en það fullnægir hvergi nærri þörfinni. Nefna má sláandi dæmi: Á biðlista Öryrkjabandalagsins eru nálægt 9o manns með geðræn vandamál ein sem fötlun. Það vantar því tilfinnanlega allt þetta: sambýli, verndaðar íbúðir og fleiri meðferðarstaði. Nú þegar þarf að takast á við húsnæðisvandamál geðsjúkra og gera það myndarlega. Af ærnu er að taka og endalaust hægt að halda áfram, en Sigrún Bára endar á lítilli hugleiðingu um atvinnumál: Atvinnumál fólks með geðræn vandamál eru í hinum mesta ólestri. Dæmið í upphafi er ekki einstakt - gnægð svipaðra dæma er utan enda. Vandinn snertir bæði hinn almenna vinnumarkað og verndaða vinnustaði. Fjöldi fólks með ágætis menntun og starfsreynslu í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins situr heima vegna skorts á atvinnutækifærum sem að miklu leyti stafar svo af fordómum. Gætu nú ekki einhverjir hugmyndaríkir athafnamenn, t.d. menn sem eru að draga sig í hlé frá atvinnulífinu sökum aldurs, lagt hæfni sína og reynslu í hugmynda- og athafnasmiðju, þar sem leiðarljósið væri aukning atvinnutækifæra fólks með geðrænan vanda? Sigrún Bára hefur varpað boltan- um og er ábendingum lokið að sinni. Hafdfs Hannesdóttir: „Haltur ríður hrossi“ á bók Eins og lesendur vonandi minnast, tóku Öryrkjabandalagið og Lands- samtökin Þroskahjálp þátt í gerð myndbanda um blöndun fatlaðra og ófatlaðra, síðastliðinn vetur. Myndböndin voru gerð fyrir Fræðsluvarp og útsendingin var á þess vegum. Þættirnir voru alls fimm og tóku til kynningar viðhorf og viðmót gagnvart fötluðu fólki, og fjallaði síð- an um þau svið þjóðfélagsins þar sem fatlaðir lifa sínu daglega lífi, við hlið ófatlaðra. Þættirnir voru mjög vel unnir, að minnsta kosti að mati undirritaðrar, en náðu ekki augum og eyrum nægilega margra. Við lauslega könnun í nánasta umhverfi mínu, en þar eru margir áhugamenn um félagsleg málefni, kom í ljós að margur hafði misst af þáttunum, sem taldi sig þó myndi hafa horft á, ef efnið hefði verið sýnt að kvöldlagi. Nú er að rætast úr, og ættu allir sem vilja, að geta séð þættina, því þeir munu birtast á skjánum að nýju, og að sögn á besta sýningartíma. En þá er líka komin til sögunnar handbók, sem samin er af einum af höfundum fræðsluþáttanna, Dóru S. Bjarnason. Eins og Dóra segir sjálf í inngangs- orðum bókarinnar, þá er hún ætluð kennurum, nemendum og öðrum sem vilja fá nokkra hugmynd um fötlun í félagslegu samhengi. Bókin byggir á fræðsluþáttunum og er tilgangur hennar sá að auka gildi kennsluefnisins. Efni hennar er ætlað efri bekkjum grunnskóla, framhalds- skólum og háskólum og á auk þess er- indi til félagasamtaka og almennings. Dóra hefur safnað hér saman miklu af gagnlegu efni. Eftir að hafa lýst tilefni bókarinnar og notkunarmögu- leikum fræðsluefnisins, kemur hún með efni til úrvinnslu. Fyrsti kaflinn fjallar um skil- greiningu á hugtakinu fráviki, en Dóra segir að fatlað fólk teljist til frávika og hljóti stimplun samfélagsins fyrir vik- ið. í lok kaflans eru gefnar hugmyndir um ýmis umhugsunarefni sem tengjast þessum hugtökum og samskiptum fatlaðra og ófatlaðra. Þá er fjallað um fatlaða og viðbrögð samfélagsins við þeim í ljósi sögunnar. Þar er minnt á það hve margvísleg sjónarmið hafa verið ríkjandi í þjónustu við ýmsa hópa fatlaðra. Mér þykir það kostur við þennan kafla, að þar fáum við sögulegt yfirlit í hnotskum sem lýkur á stuttri umfjöllun um þau álitamál sem við erum að kljást við í dag. Stuttur kafli nefnist: Ur fórum fræðimanna, þar nefnir Dóra einkum kenningar tveggja fræðimanna. Þeir eru W. Wolfensberger og Kristjana Kristiansen. Síðan kemur töluvert langur kafli sem byggir alfarið á efni fræðsluþáttanna og eru þar gefnar vísbendingar um frekari íhugunar- og umræðuefni. Lokakaflar bókarinnar geyma heimildaskrá, skrá yfir félagasamtök og stofnanir sem tengjast málefnum fatlaðra og lög og reglugerðir. Að mínu áliti eykur bókin mjög gildi fræðsluþáttanna. Þar höfum við fengið í hendur vandað kennslu- og fræðsluefni sem getur vakið upp spurningar og frjóa umræðu um það málefni sem fjallað er um. Látum nú ekki okkar eftir liggja og tökum virkan þátt í að kynna þetta fræðsluefni. Spyrjum nemendur hvort þeir eigi kost á að nota sér það og notum okkur það sjálf, í félögum okkar eða vinahópi. Hafdís Hannesdóttir, félagsráðgjafi, í Stjórnamefnd um málefni fatlaðra. 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.