Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Síða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Síða 17
Þá var formanni Blindrafélagsins afhent silfurmerki íþróttasambands fatlaðra. Hápunktur hátíðahaldanna var þegar Þórir Barðdal myndlistarmaður afhenti Blindrafélaginu að gjöf högg- mynd sína sem hann nefnir Friðar- dúfuna. Verkið er gert úr hvítum marmara og stendur á svörtum smíða- jámsfæti. Mæltist gjöfin mjög vel fyrir og þykir verkið hið fegursta. Þá var starfsemin sem fram fer í Hamrahlíð 17 til sýnis og voru allar stofnanir og fyrirtæki í húsinu opnar almenningi og sýnt hvað þar fer fram. í Blindrabókasafni Islands voru jafn- framt nokkur verk Sigurjóns Olafsson- ar myndhöggvara til sýnis og í Sjón- stöð íslands var sýning á gömlum gerðum af gleraugum sem fengin voru að láni frá Þjóðminjasafni Islands. A vegum Blindrafélagsins var opn- uð þróunar- og hjálpartækjasýning þar sem sýnd var einnig handavinna eftir sjónskert fólk. Til sýnis voru einnig nokkrir smíðisgripir eftir Þórð Jónsson frá Mófellsstöðum í Skorradal, en hann gekk undir nafninu „Þórður þjóðhagi“. Þórður var fæddur 1874 og varblindurfrá7 ára aldri. Meðal smíð- isgripa hans er bandsög sem hann smíðaði nokkrum mánuðum eftir að hafa farið höndum um sams konar bandsög á verkstæði í Reykjavík. Þórður lagði út í smíðina vegna þess að sams konar sög kostaði á sinni tíð (1911) 500krónureða 125 lambsverð. Það þótti Þórði of dýrt. Þykir þessi smíði stórvirki af blindum manni og sögin hinn mesti kjörgripur. Til sýnis voru einnig gömul og ný hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta. Mikla athygli vakti talandi lesvél sem til sýnis var sjálfan afmælisdaginn. Á annarri hæð hússins að Hamra- hlíð 17 var sett upp ljósmyndasýning úr sögu Blindrafélagsins og sýnir hún einnig blinda og sjónskerta við nám og störf. Þá var einnig starfsemi Blindra- vinnustofunnar sýnd, en hún er stærsti vinnustaður blindra og sjónskertra hér á landi. Um kvöldið var svo haldið afmæl- ishóf í Átthagasal Hótel Sögu, þar sem Arnþór Helgason var veislustjóri. Þar flutti félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, aðalræðuna og til- kynnti um 600.000 króna gjöf ríkis- stjórnarinnar til Bindrafélagsins. Gjöf- Heilladísir á hendur tvær. inni skal varið til Fréttaútgáfu fé- lagsins á hljóðsnældum (valdra greina). Þá fluttu fulltrúar frá blindra- félögunum á hinum Norðurlöndunum ávörp og afhentu Blindrafélaginu gjafir. Fjölmargir aðrir tóku til máls og Blindrafélaginu barst fjöldi gjafa og kveðja frá ýmsum fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. M.a. gaf Öryrkjabandalag Islands félaginu lítinn tölvustýrðan blindra- letursprentara og Dönsku blindrasam- tökin gáfu Blindrafélaginu handofið veggteppi með ártölunum 1939-89. Fjölmargar aðrar gjafir bárust auk peningagjafa. Öllum þeim sem gáfu eru hér með færðar miklar þakkir fyrir. Þá voru þrír menn sæmdir gull- lampanum sem er æðsta heiðursmerki Blindrafélagsins, en þeir eru Oddur Ólafsson fyrrum yfirlæknir á Reykjalundi og heiðursformaður Öryrkjabandalags, Guðjón Guð- mundsson, sem hefur verið formaður stjórnar Blindravinnustofunnar um árabil, og Halldór S. Rafnar fram- kvæmdastjóri Blindrafélagsins og fyrrum formaður þess. Auk þess var Halldór sæmdur æðsta gullmerki Norsku Blindrasamtakanna fyrir störf hans að málefnum blindra hérlendis og á erlendum vettvangi. Þá voru flutt nokkur skemmti- atriði. Gunnar Kr. Guðmundsson lék nokkur lög á harmonikku, Rósa Ragn- arsdóttir söng við píanóundirleik Guðna Þ. Guðmundssonar, nokkur létt lög og Kolbeinn Bjarnason flautuleik- ari flutti verkið Greinar án stofns eftir Svein L. Björnsson. 1 tilefni afmælisins var húsið að Hamrahlíð 17 allt málað að utan og stóðu þeir styrktarfélagarnir Bessi Gíslason og Einar Birgir Steinþórsson fyrir því. Reykjavík, 31. ágúst 1989, Gísli Helgason. Höfundur Ilytur boðskap sinn yfir hátíðargestum. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.