Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 18
Jón Þorsteinsson formaður Gigtarfélagsins í viðtali: Með betri aðstöðu gætum við hjálpað miklu meira Gigterekki meðal þeirrasjúkdóma sem eru ofarlega á vinsældalista opin- berrar umræðu í okkar þjóðfélagi. Það er yfirleitt ekki haft hátt um þann skaða sem hún veldur eða þjáningar fómar- lamba hennar, hún er bara eitthvað „sem sumir fá, - og síðan er ekki meira með það“. Það vill gjarnan gleymast að „sumir" eru stór hluti íslensku þjóð- arinnar, og að gigtin er sjúkdómur sem getur valdið fólki ómældri þjáningu og jafnvel örorku. Hún er þannig, ekki bara eitthvað sern gamlar kellingar í sögu hafa til þess eins að geta frætt les- andann á veðurhorfum eða fylgjum væntanlegra gesta á sveitabæinn og þar með inn á sögusviðið. Gigtarfélag Islands var stofnað fyrir þrettán árum af fólki sem vildi stuðla að bættum hag gigtarsjúklinga hér á landi. Starfi félagsins hefur ekki fylgt neinn fjölmiðlaglans, en þó hefur ýmislegt fréttnæmt gerst á þessum þrettán árum, - eins og fram ketnur í viðtali því við formann Gigtarfélags- ins, sem hér fer á eftir: Gigtarfélagið var stofnað í október 1976, í kjölfar fyrsta norræna Jón Þorsteinsson: „Gigtsjúkdómar eru einn stærsti örorkuvaldurinn í Evrópu". gigtarþingsins, sem haldið var hér á landi sama ár, segir Jón Þorsteinsson gigtarlæknir. Þingið sátu læknar og fory stumenn gigtarfélaga á Norðurlöndum, en þar hafa gigtarfélögin starfað í áratugi, til dæmis er það danska rúmlega fimmtíu ára, og hin eru álíka gömul. Að ráðum þessara félaga stofnuðum við Gigtarfélagið um haustið, og nú eru í félaginu um 2.300 manns, sjúklingar og aðstandendurþeirra, starfsfólk heil- brigðisþjónustu, svo sem læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfar, og svo ýmist félagshyggjufólk, - áhugafólk um góð málefni. Ein af ástæðunum fyrir stofnun félagsins var sú sannfæring okkar að þörf væri á sameiginlegu átaki gigt- sjúkra, til að mynda þörf á aukinni fræðslu. Það skortir mikið á að sjúkl- ingar viti nógu mikið um sinn sjúk- dóm, og þá ekki síður á að almenningur viti eitthvað um hann. „Þetta er bara gigt“, segja menn, en gigtsjúkdómar eru einn stærsti örorkuvaldurinn í Evrópu, og gigtsjúkir einn stærsti sjúklingahópurinn í Evrópu, og gigtsjúkir einn stærsti sjúklingahóp- urinn í íslensku þjóðfélagi. Eitt fyrsta verkefni félagsins var að beita sér fyrir því að hér væri sett upp rannsóknarstofa í ónæmisfræðum, því eitt markmiða okkar er að stuðla að vísindalegum rannsóknum á gigtar- sjúkdómum, eðli þeirra og orsökum. Truflun í ónæmiskerfinu er snar þáttur í öllum gigtarsjúkdómum og því lagði fyrsti formaður félagsins, Guðjón Hólm Sigvaldason lögfræðingur mikla áherslu á að við beittum okkur fyrir því að rannsóknarstofan kæmist upp. Fyrir hans forgöngu settum við í gang heilmikla söfnun þegar árið 1977 og söfnuðum fé til tækjakaupa. Við teljum okkur eiga þátt í því að stofan komst upp, og að það var skipaður prófessor í ónæmisfræðum við Háskóla Islands. Rannsóknarstof- an, sem er ein sú öflugasta á landinu, var mikil lyftistöng fyrir okkar starf, því ónæmisrannsóknir eru stærri þátt- ur í meðhöndlun gigtar en flestra ann- arra sjúkdóma. Kynning og fræðsla um gigtar- sjúkdóma og gigtarmálefni, - allt sem Á Gigtlækningastöðinni: Sólveig Hlöðversdóttir sjúkraþjálfari beitir lazernum á Ingu Sjöfn, en meðferð með lazer er meðal þeirra hjálparmeðala sem notuð eru í baráttunni við gigtina. 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.