Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 19
Iðjuþjálfi setur hvíldarspelku á gigtveika hendi, spelkurnar sem eru gerð- ar á Gigtlækningaastöðinni, hjálpa sjúklingnum til að slaka á hendinni. varðar hag gigtsjúkra, er eitt af þeim verkefnum sem við höfum unnið að alveg frá byrjun, en fræðsla er mjög nauðsynleg, bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra, og eins allan almenning. Að þessu höfum við unnið með fræðslufundum, bæði almennum og innan félagsins. Við gefum út tíma- rit Gigtarfélags Islands, en í því eru auk félagsmálanna alltaf fræðsluþættir um sjúkdóminn, við höfum verið með um- ræðuþætti í útvarpi og sjónvarpi og fræðsluþætti í blöðum, - á tíu ára afmæli Gigtarfélagsins vorum við til dæmis með heila Lesbók um gigtar- sjúkdóma og þau vandamál sem þeim fylgja. Og sem stendur vinnum við að því að gefa út fræðslurit um gigt, ætlað gigtsjúkum og almenningi. MIKILVÆGI FRÆÐSLUNNAR Tilgangur félagsins er einnig að bæta hag gigtsjúkra, meðal annars með því að gefa þeim meiri möguleika á að leita sér lækninga. Þess vegna fór aðalorka félagsins í mörg ár í að koma upp gigtlækningastöð, en hún tók til starfa árið 1984, og á Sveinn Indr- iðason, annar formaður félagsins, heiðurinn af byggingu hennar. A lækningastöðinni gefst gigt- sjúkum kostur á sjúkra- og iðjuþjálf- un, og að leita til sérfræðings í gigtar- sjúkdómum. Þar starfa fimm sjúkraþjálfar og tveir iðjuþjálfar, auk þess sem þrír gigtarlæknar eru þar með stofu einu sinni í viku. A Gigtlækningastöðinni höfum við verið með svokallaðar hópmeð- ferðir, en það er fyrirhugað að þ'ær verði snar þáttur í starfseminni. Þetta er meðferð sem byggir mikið á fræðslu og kennslu um allt sem snertir sjúkdóminn og meðferð hans, og fer fram í litlum hópum fjögurra til sex sjúklinga með sama vandamál. Þeir eru fræddir um eðli sjúkdómsins, hvað beri að varast, hvað sé best að gera og hvaða þátt þeir geti átt í bata sínum, en um fræðsluna sjá sjúkraþjálfar, iðju- þjálfi, félagsráðgjafi og gigtarlæknir. Hópmeðferðin erbæði tíma- og mann- frek, en þó við höfum ekki gert upp árangurinn hér á landi vitum við af könnunum sem hafa verið gerðar á þessum þætti í starfi erlendra gigtar- félaga, og þar hefur árangurinn verið mjög góður. Bræðrafélögin á Norðurlöndum voru okkur innan handar við stofnun félagsins, og hefur samvinna við þau verið á stefnuskrá okkar frá upphafi. Nú vinnum við ásamt þeim að und- irbúningi Norræns gigtarárs sem verð- ur 1991 á vegum Norðurlandaráðs. Gigtarfélögin sjá um framkvæmd ársins sem verður helgað baráttunni við gigtina, fræðslu og upplýsingum um gigtarsjúkdóma og málefni gigt- sjúkra, en slík fræðsla er jafn brýn nú og fyrir 13 árum, þegar félagið var stofnað, - þó heilmikið hafi áunnist. Auk þess að starfa með norrænum gigtarfélögum erum við auðvitað með- limir í alþjóðasamtökum gigtarfélaga, og þegar Alþjóðlegt gigtarár var haldið 1977, vorum við ein af þeim þjóðum sem gáfurn út frímerki í tilefni ársins. Þar að auki tökum við þátt í Evrópu- samtökum gigtarfélaga, sækjum fundi Heitt vax er notað þegar bakstrar eru settir á hendur. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.