Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Side 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Side 20
Erna Jóna hjálpar Þóri Steingrímssyni við æfingar. Myndir: Brynd|s og fræðsluþing sem haldin eru á þeirra vegum. Við vinnum að bættri menntun heilbrigðisstétta, - allra þeirra sem vinna að gigtlækningum með því að styrkja fólk til námskeiða. Norræn gigtarfélög standa meðal annarra að námskeiðshaldi, Norðmenn riðu á vaðið fyrir nokkrum árum og buðu til námskeiðs, og nú í haust er námskeið í Danmörku, og við styrkjum fólk til þátttöku í því. Við styrkjum einnig fólk til að hafa samband við sjúklingafélög, sem er- lendis eru innan gigtarfélaganna, en þar skiptast gigtarfélögin í mismun- andi deildir. Hér á landi erum við svo fá að við höfum bara þetta eina félag. En það eru haldin sérstök þing á vegum mismunandi deilda, og þau höfum við styrkt fólk til að sækja. Eins höfum við styrkt unga gigtarsjúklinga til ferðar á heilsuhæli á Spáni og gengist fyrir sól- arlandaferðum fyrir sjúklinga. Það er í lögum félagsins að við munum leitast við að þrýsta á heil- brigðisyfirvöld til að fá þau til að gera eitthvað fyrir gigtsjúka og það gerðum við til dæmis til að fá Rannsóknar- stofuna í ónæmisfræðum hér á Lands- spítalann. Við höfum þrýst á stjórn- arnefnd Ríkisspítalanna að skipa nefnd fyrir betri aðstöðu gigtsjúkra á Landspítalanum, okkur vantar bæði peninga og pláss, til að geta skipt um liði í fólki þegar þess er þörf og eins til að sinna forvarnarstarfi. Ef við hefðum betri aðstöðu gætum við hjálpað fólki miklu meira en við gerum nú. Undanfarið höfum við þrýst á heil- brigðismálaráðherra um að gerð verði úttekt á læknisþjónustu gigtsjúkra og gerð áætlun um framtíðarskipan heilsugæslu þeirra, og sá þrýstingur hefur borið þann árangur að fyrir nokkrum mánuðum skipaði ráðherra nefnd til að vinna að tillögugerð í þess- um efnum. GIGT, - STÆRSTI ÖRORKUVALDURINN Það er talið að að minnsta kosti 50.000 manns hér á landi, eða fjórði til fimmti hver Islendingur sé gigtveikur - hafi einhvern gigtsjúkdóm. Alls eru til nær 200 tegundir gigtsjúkdóma og af þeim er sá algengasti arthrosa, sem hefur ranglega verið nefndur slitgigt hér á landi, en um það bil helmingur gigtsjúkra er með hana. Slitgigt er rangnefni því þessi gigt orsakast ekki bara af sliti, heldur er hún eyðing á brjóski af óþekktum orsökum. Hún veldur oft skemmdum í mjöðmum, hnjám og baki þeirra sem hana fá, í þeim þarf mjög oft að skipta um liði, auk þess sem þeir þurfa mikla hjálp frá sjúkra- og iðjuþjálfum og auðvitað gigtarlæknum. Alvarlegasti gigtarsjúkdómurinn er iktsýki eða krónisk liðagigt, en það er talið að um 5000 Islendingar séu með hana, þar af konur í meirihluta. Liðagigt eru bólgur sem skemma liði, brjósk og liðbönd, getur valdið bæklun og er af óþekktum orsökum. Menn vita þó að liðagigtin kemur til af ónæm- isfræðilegri truflun og þess vegna vinnum við í mörgum tilfellum á henni með lyfjum sem virka á ónæmiskerfið. En menn geta átt við þetta alla ævi, og afleiðing sjúkdómsins eru skemmdir í liðum og liðagigtarsjúklingur þarf gíf- urlega mikla læknishjálp, sjúkra- og iðjuþjálfun auk aðstoðar félagsráð- gjafa. Liðagigt er kannski sá gigtar- sjúkdómanna sem er mesta vanda- málið þó hann sé ekki sá útbreiddasti. Hann tekur lengstan tíma í meðhöndl- un og er líka sá þeirra sem veldur hvað mestri þjáningu og bæklun og þessir sjúklingar þurfa flesta gerviliðina. Svo eru það lupus, eða „Rauðir úlfar“, sem aðallega ungar konur fá. Það er liðagigt og bólga í fjölda líffæra og er meðhöndluð með ónæmisbæl- andi lyfjum. „Rauðum úlfum“ hefur fjölgað á seinni árum, hvers vegna vitum við ekki. Það finnst æ meira af liðagigt við psoriasis, og sú gigt getur líka skemmt liði. Eitt til tvö þúsund Islendingar eru með hana, og álíka margir eru með liðagigt í hryggjarliðum eða spondylitis, en það er sjúkdómur sem getur gert hrygginn stífan og leggst aðallega á karlmenn, alveg eins og þvagsýrugigtin. Að lokum má svo nefna að stór hópur fólks hefur festumein og vöðva- gigt sem kemur til vegna einhvers konar álags eða áverka, eða skakkrar beitingar vöðva og liða. Gigtarsjúkdómar eru stærsti ör- orkuvaldurinn í Evrópu. 25% allra dagpeninga eru greiddir vegna gigtsjúkdóma, þetta er dýrasti sjúk- dómurinn fyrir þjóðfélagið mælt í peningum, fyrir utan þjáninguna sem hann veldur. Því er mjög mikilvægt að auka rannsóknir á honum og allt for- varnarstarf, sem hefur verið sýnt fram á að borgar sig margfaldlega. Til að mynda sýna bandarískar rannsóknir að með því að lækna gigtsjúka, halda sjúkdómnum niðri, fyrirbyggja að sjúklingurinn verði bæklaður og háður 20

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.