Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Side 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Side 26
Kolbeinn Gíslason bæklunarskósmiður: Hlutverk bæklunarskósmíði í heilbrigðisþjónustunni S n efa er sú staðreynd flestum /\ ljós, að í nútímalegu ríki sem i V íslandi,erheilbrigðisþjónustan bæði margbrotnari og fullkomnari en gengur og gerist meðal fjölmargra ríkja heims. Engu að síður þá kemur það vafalítið mörgum spánskt fyrir sjónir, að skósmíði skuli teljast til slíkrar þjónustu. Sú er þó raunin. Að vísu heyra hefðbundnar skósmíðar heilbrigðisþjónustunni ekki til, heldur sérstök grein, sem er sérsmíði skóbúnaðar fyrir fólk sem þjáist af sjúkdómum í fótum eða fötlun. Þeir sem leggja fyrir sig bækl- unarskósmíði, verða að hafa lokið prófi til fullra réttinda í hefðbundinni skósmíði. Að því loknu hefja þeir sér- nám þar sem mikil áhersla er lögð á læknisfræðilega þætti eins og líffæra- fræði og sjúkdómafræði. Að loknu prófi öðlast menn síðan réttindi til sér- smíða á skóm handa fótveiku og fötl- uðu fólki sem á slíkum skóm þarf að halda (rétt er að benda á að þegar þetta er skrifað, liggur enn ekki fyrir reglugerð um bæklunarskósmíði sem réttindanám, en hún mun þó vera væntanleg). Höfundurinn, Kolbeinn Gíslason. SÉRSMÍÐI OG INNLEGGJAGERÐ Sennilega er innleggjasmíði sú þjónusta sem flestir njóta af hálfu bæklunarskósmiða. Margir þjást af minniháttar kvillum og óþægindum í fótum, eins og t.d. tábergssigi, ilsigi Fótamein manna geta verið margs konar. Á myndinni til hægri má sjá sér smíðaða skó ásamt lausum ,,inniskó“ eins og minnst er á í greininni. eða hælskekkju. í fæstum tilvikum er nauðsynlegt að sérsmíða skó fyrir þá sem þjást af sjúkdómum sem þessum, heldur má bæta hér úr með notkun réttra innleggja. Skóreru venjulegaaðeins smíðaðir fyrir þá sem þjást af verulegri fótfötlun og þurfa meiri stuðning en unnt er að veita með innleggjum. Tilgangurinn með því að smíða bæklunarskó er að sjálfsögðu sá að vinna gegn þeirri fötl- un sem sjúklingamir búa við. Að auki felst bæklunarskósmíði í smíði á ýmis konar spelkum til stuðnings og réttinga á fótum. NÝ TÆKNI - NÝIR MÖGULEIKAR A undanfömum ámm hefur marg- vísleg tækni rutt sér rúms innan bækl- unarskósmíðinnar sem vemlega hefur aukið möguleika þeirra sem við grein- ina starfa til að mæta þörfum sjúklinga. Þannig hefur náðst mjög góður árang- ur við smíði á skóm fyrir sykursjúka sem fengið hafa sár á fætur og einnig lömunarsjúktfólk. Hérkemurekki síst til ný tækni til smíði á svokölluðum „innri skóm“. Innri skór gera fólki kleift að nota áfram venjulega skó þannig að ekki verður séð að það njóti sérsmíðaðs búnaðar. Engu að síður veita þeir þann nauðsynlega stuðning sem viðkomandi þarfnast. I þessu sambandi skiptir það kannski ekki síður máli að mun auð- veldara er að verða við síbreytilegum fagurfræðilegum kröfum sem fólk gerir almennt til skóbúnaðar og sem ráðast af sviptingum í heimi tískunnar á hverjum tíma. Sú tíð má heita liðin þegar bæklunarskór skáru sig frá öðr- um skóbúnaði. Þá er rétt að geta þess að einnig eru til sérstakir meðferðarskór, en þeir eru ekki sérsmíðaðir, heldur er hér um að ræða fjöldaframleidda skó sem síðan eru lagaðir að hverju einstöku tilfelli. Svo virðist sem meðferðarskór séu fremur lítið notaðir hér á landi heldur 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.