Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 6
Guðrún eiginkona Vilhjálms með synina Hauk og Vilhjálm. Oddný Sv. Björgvins þeir lærðu að lesa af vörum sem er til góðs fyrir þá - og styrkti mjög mál- þróun þeirra. Auðvitað fer málþróun heyrnleysingja mikið eftir því, hvernig hann er af guði gerður - og hve mikla hvatningu hann fær í uppeld- inu.” Mér verður allt í einu starsýnt á Vilhjálm og segi: - Er ekki rétt, að þú beitir meira vörunum í tali en flestir? Vilhjálmur brosir. Segist ekki hafa tekið eftir því sjálfur, en það sé sjálfsagt rétt, svo mikið séu þau hjónin búin að leitast við að hjálpa strák- unum. “Fólk álítur, að heyrnarlausir sem hafa lært varalestur, lesi eingöngu af vörum, en strákarnir lesa líka úr aug- um og andlitshreyfingum. “Viltu taka niður gleraugun,” segja þeir ef viðmælandi er með sólgleraugu. “Hugsaðu þér að þurfa að læra allt í gegnum myndmálið - án heyrnar. Að þróa og þroska málkenndina, án þess að heyra hljóðin. Hvernig það er að læra erlend tungumál, til dæmis frönsku án þess að heyra fram- burðinn! Ég hef oft rekið mig á, að það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir þessu.” Vilhjálmur dregur fram tölvubréf frá Hauk. Bréfið sýnir góðan orða- forða og frábæra tjáningu, - ekki nokkur leið að sjá að bréfritari eigi við erfiða fötlun að stríða. “Þetta eru hörkutölvukarlar. Geta lesið og skilið allt að 90-100 prósent. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd.” Vilhjálmur er stoltur af strákunum sínum. Hann hefur líka þurft að leggja sig meira fram en flestir foreldrar að ná góðum tjáskiptum við syni sína. “Hvernig líst þér á lottóhattinn?” spyr Vilhjálmur og bendir á vegg- spjaldið. Teikningin er góð eins og alþjóð sér, en færri vita að Vilhjálmur, eldri sonur Vilhjálms teiknaði mynd- ina. “Hann er lærður auglýsingateikn- ari og bráðflinkur,” segir faðirinn. Olíumálverk eftir soninn vekur einnig athygli. Myndin sýnir húsaþyrpingu, og sérkennilegir ljósdeplar liggja yfir myndfletinum. I hverjum ljósdepli skýrast litirnir, líkt og listamaðurinn sé að veita skarpari innsýn í mynd- málið. Sýn hans hlýtur að vera sterk- ari, - þegar eina skynjun vantar, skerp- ist önnur. Myndmálið er breytilegt hjá hverj- um og einum og erfitt að lesa í list- ræna tjáningu, en Vilhjálmur segir: “Strákamir eru mjög klárir í korta- lestri og ratvísir. Við vorum aldrei hrædd um þá eina hvorki hér heima né á ferð erlendis, þegar þeir voru yngri - þeir skiluðu sér alltaf á réttan stað.” - Álíturðu betra fyrir þá að hafa lœrt varalestur? “Tvímælalaust! Tjáskiptin eru auðveldari við þá sem ekki tala tákn- mál. Hinsvegar má vera að táknmálið hafi á þeim tíma verið vanmetið.” -Einu sinni áleit ég, að táknmálið vœri alþjóðlegt líkt og esperanto, en nú veit ég að hvert táknmál mótast af móðurmálinu. “Já, táknmálið er eins og hvert annað tungumál, sem þróast með fólk- inu sem talar það. Samt er það svo, að heyrnarlausir virðast alltaf skilja hvorn annan. Ég hef margoft séð heymarlausa einstaklinga skiptast á skoðunum, þótt þeir komi úr ólíku málumhverfi.” - Hvernig stendur á því? “Leikræn tjáning er þeim svo eðlis- læg. Heyrnarlausir koma úr sama umhverfi, glíma við sama vandamál, því verður samkenndin svo sterk. Og þeir hafa geysimikla þörf fyrir að hittast. Hin geysiþunga einsemd Hvernig heldurðu að það sé - að vera í samkvæmi þar sem enginn skilur þig. Sitja ein úti í homi, vita ekkert hvað verið er að tala um! Oft höfum við samúð með útlend- ingum sem skilja ekki orð í íslensku. Þeir heyra þó hljóðin og geta reynt að nema þau, herma eftir. Heyrnleys- ingjar eru í helmingi verri aðstöðu. Sterk bein þarf til að þola þeirra umhverfi. Einsemdin er svo geysi- leg.” Vilhjálmur veit hvað hann er að tala um - að hafa stutt og styrkt tvo heyrnarlausa syni út í lífið. “Haukur er að læra táknmáls- kennslu við Gallaudet háskóla í Wash- ington, eina skólann í heiminum sem sérhæfir sig í að kenna heyrnar- lausum. Hann leigir litla íbúð rétt utan við svæðið, 2 km frá Hvíta húsinu,” segir Vilhjálmur og brosir. “Haukur er einstæður faðir, með lítinn son. Það er gaman að sjá hvað hann er þolinmóður við þann litla. Lætur hann sitja á hnénu á sér, þegar hann vill útskýra eitthvað fyrir honum. Við heimsóttum þá feðga fyrir skömmu. Haukur keyrði okkur um allt, eins og hann hefði alltaf átt heima þama. Auðvitað aðstoða ég hann eins og maður gerir með börnin sín, en ýmsar brotalamir eru enn í kerfinu sem þarf að lagfæra, áður en hægt sé að segja að heyrnleysingjar hafi sama rétt og aðrir þjóðfélagsþegnar. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.