Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 48
Hafdís Hannesdóttir félagsráðgjafi:
Styrkir til samstarfs norrænna
hagsmunafélaga fatlaðra
Alltfráárinu 1991 hefur Nor-
ræna ráðherraráðið veitt fé
til samstarfs hinna ýmsu
hagsmunafélaga fatlaðra. Norræna
samstarfsnefndin um málefni fatlaðra
( NSH eða Nord-
iska samarbets-
organet om handi-
kappfrágor) hefur
annast kynningu á
styrkjunum, og
sent umsóknar-
eyðublöð og
starfsreglur til
heildarsamtak-
anna, sem senda
þau áfram til
aðildarfélaga sinna. Norræna ráðið
um málefni fatlaðra var kynnt í öðru
tölublaði síðasta árs 1998, í grein
Þóreyjar Olafsdóttur. Eins og þar
kemur fram á ráðið að efla norræna
samvinnu í málefnum fatlaðra á marg-
víslegan hátt.
Ein leið er sú að stuðla að sam-
vinnu hinna ýmsu hagsmunafélaga
fatlaðs fólks við sambærileg félög á
hinum Norðurlöndunum. Fjárveiting
til styrkja kemur árlega og hefur
umsóknarfrestur og annað fyrirkomu-
lag verið kynnt með því efni sem NSH
sendir út.
Skrifstofa Norrænu samstarfs-
nefndarinnar hefur annast afgreiðslu
styrkjanna, en sérstök nefnd er skipuð
til að fjalla um það og gera tillögur til
úthlutunar. Einnig koma þar að
formaður og varaformaður hinnar
Norrænu samstarfsnefndar og ganga
frá úthlutun með skrifstofunni.
Nóg um hið formlega, því hjá
þeim sem les þessaar línur
vaknar vafalaust spurning um hvað
honum komi þetta við. Við því er
meðal annars það svar að nær öll
aðildarfélög Öryrkjabandalagsins
hafa notið góðs af þessum styrkjum.
Félögin hafa fengið hlutdeild í þeim
með því að taka þátt í samstarfi við
minnst tvö önnur systurfélög á
Norðurlöndunum. Styrkir eru veittir
þeim félögum eða félagasamtökum
sem halda fundi eða ráðstefnur þar
sem fjallað er um hagsmunamál fatl-
aðra. Með því er meðal annars átt við
að fjallað sé um hvernig samfélagið
og sú þjónusta sem þar er veitt geti
sem best gagnast fötluðu fólki. Ýmis
sérhagsmunamál koma til umfjöll-
unar á þessum fundum þar sem félög-
in geta borið saman bækumar og lært
af reynslu annarra Norðurlandaþjóða.
Forgang hafa þeir fundir þar sem
fatlaðir taka sjálfir þátt, en taki sér-
fræðingar eða fagfólk þátt í þeirn líka
þá er reynt að forgangsraða þannig að
hinir fötluðu njóti styrkjanna beint.
Skoðað er hver þörf félagsmanna er
fyrir stuðning og ráðgjöf. Þetta getur
mjög vel átt við þegar lítil félög eru
að byggja upp þekkingu á sjaldgæfri
fötlun. En megináhersla er lögð á að
að veita styrki til þess að mæta
auknum útgjöldum sem afleiðingu
fötlunar. Þetta geta verið útgjöld
vegna fylgdarmanna, dýrari hótela og
hjálpartækja eða annars búnaðar sem
þörf er fyrir, svo sem hljóðbúnaðar og
stækkunarmöguleika á letri, sérfæði,
túlkaþjónustu o.s.frv..( þar er ekki um
að ræða túlkun á íslensku eða finnsku
eða önnur tungumál).
róunin hefur orðið sú að aðeins
er veittur styrkur fyrir tvo stjórn-
arfundi eða sambærileg mót hinna
norrænu samstarfsaðila á hverju ári.
Það breytir ekki því að sum samtök
sækja um styrki til mun fleiri athafna,
en það er þá nefndarinnar að velja þar
úr eða veita styrk sem félögin sjálf
ráðstafa, en í samræmi við vinnuregl-
urnar. Ekki er veittur styrkur til funda
utan Norðurlandanna.
Reynt er að veita öllum umsækj-
endum sem rétt virðast eiga á því
einhvem styrk,jafnvelþóupphæðim-
ar verði lágar. Fjöldi þeirra félaga eða
félagasamtaka sem sótt hafa um styrk
hefur verið breytilegur frá ári til árs
en um 50 umsækjendur gæti verið
meðaltalið og verkefnin um 70.
Fjöldi þeirra sem einhvern tíma
hefur fengið styrk er mikill, sum félög
sækja árlega, en önnur miklu sjaldnar
og jafnvel bara eitt eða tvö skipti,
vegna átaksverkefna.
Alltaf er nokkuð um að hafna þurfi
umsóknum sem berast of seint eða
falla ekki að verklagsreglum um
styrkveitingarnar.
Miklu fleiri og raunar flestir fá þó
styrk, og þó hann komi aðeins sem
hluti af þeim kostnaði sem fylgir
verkefninu þá þykir flestum mikils um
vert að fá þennan stuðning og líta á
hann sem viðurkenningu á mikilvægi
starfa sinna.
Fyrir félagasamtökin, bæði stór og
smá, getur það virkað sem hvati
í starfi þeirra í heimalandinu að geta
sótt þekkingu og hvatningu til nor-
rænna félaga sem vinna að málefnum
sömu hópa.
I skýrslu um fyrstu fimm starfsárin
með þessa styrki er einnig sagt að
vinnan við þá hafi skilað Norrænu
samstarfsnefndinni mikilli þekkingu
á norrænu samstarfi hagsmunasam-
taka fatlaðra og skapað tengsl og
samskifti við félögin. Þessi þekking
kemur að góðu gagni í vinnu nefndar-
innar og nú Norræna ráðsins í málefn-
um fatlaðra. Félögin okkar vinna
yfirleitt að jafnrétti og þátttöku
fatlaðraí samfélaginu. Norðurlöndin
hafa almennt nokkuð svipaða afstöðu
í réttindamálum fatlaðra og má líta á
það sem afrakstur af baráttu hags-
munasamtaka þeirra yfir landamærin.
Það hefur verið afar ánægjulegt að
sitja sem fulltrúi Islands í nefndinni
sem fjallar um styrkveitingarnar. Þar
hefur komið sér vel reynsla af störfum
fyrir ÖBÍ og af vinnu minni sem
félagsráðgjafi fyrir fjölbreytilega
hópa fatlaðra.
Frekari upplýsingar um Norrænu
samstarfsnefndina og verkefni hennar
má nálgast á netinu á slóðinni _
HYPERLINK http://www.nsh.se
__http://www.nsh.se_.
Hafdís Hannesdóttir,
félagsráðgjafi
48