Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 43
fatlaðra frá t.d. samtökum eins og ÍF. Dreifð búseta er eðlileg og sú þróun sem átt hefur sér stað á síðustu árum á þessu sviði hefur reynst vera til góðs fyrir marga einstaklinga. Ekki má þó gleyma því að forsendur verða að vera til staðar og sú nauðsynlega aðstoð sem á þarf að halda fyrir hvern ein- stakling. Ýmis vandamál fylgja slrku ferli sem þarf að taka á strax í upphafi. Varðandi íþróttastarfið þá hefur breyting á búsetu haft þau áhrif í einstaka tilfellum að fatlað íþróttafólk sem verið hefur mjög virkt í starfinu, hættir að mæta á æfingar þrátt fyrir að áhuginn sé enn til staðar. Astæður þessa geta verið ólíkar og margar, en aðalatriðið er að fundin verði leið til að til þessa komi ekki, sé áhuginn til staðar hjá þeim fatlaða sjálfum. Starfsfólk sambýla hefur margt tekið virkan þátt í íþróttastarfinu með íbúum og svæðisskrifstofur og landssamtök fatlaðra hafa stuðlað að íþróttastarfi fatlaðra með því að skapa aðstæður sem gera fötluðum kleift að sækja æfingar og keppni t.d. með ferðaþjónustu og liðveislutilboðum Hlutverk IF og aðildarfélaga þess felst m.a. í því að virkja sem flesta til þátttöku. Dreifðari búseta getur skapað hættu á að upplýs- ingar til fatlaðra komist ekki til skila. Hér er því mikilvægt að marka skipulagt samstarf við aðila s.s. svæðisskrifstofur, sveitarfélög, landssamtök fatlaðra og aðra þá sem málið varðar. Aðgengismál: Taka þarf tillit til þess að með dreifðari búsetu munu fatlaðir sækja fleiri staði en verið hefur og því líkur á að aukinn þrýstingur verði settur á ferlinefndir sveitarfélaga að sinna hlutverki sínu varðandi það að skapa fötluðum gott aðgengi m.t.t. laga og reglugerða. I dag eru ennþá margir fatlaðir sem ekki komast t.d. á sundæfingar vegna lélegs aðgengis. Þó er sundíþróttin ein besta endur- hæfing sem til. Þetta mál kemur til SJÁ NÆSTU SÍÐU “í LcFÓSI RÉTTSÝNI OG SANNGIRNI” “Verstur er þó hlutur öryrkjanna, sem aldrei hafa beðið um sína örorku en eru háðir þeim smánarskammti sem hrekkur af borðum allsnægtarinnar. ” Ellert B. Schram, forseti Í.S.Í. Október 1998. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJ AB ANDALAGSINS 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.