Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 42
Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri íþrótta- og útbreiðslusviðs IF: Framtíðarsýn Frístundir fatlaðra m.t.t. íþróttastarfs s þróttasamband fatlaðra hefur yfirumsjón með íþróttastarfi fatlaðra á Islandi. Til þess að fatlaðir geti nýtt sér tilboð sem í gangi eru þurfa boðleið- ir til þeirra að vera skýrar. IF hefurinnan sinna raða 22 aðildarfélög sem staðsett eru víða umland. Þarsem slík félög eru ekki Anna Karólína til staðar er erf- Vilhjálmsdóttir iðara fyrir jp að “~~koma upplýs- ingum á framfæri til fatlaðra íbúa. Nauðsynlegt er að sérstakur tengiliður sé á hverjum stað sem IF getur haft samband við og sent upplýsingar til ef þörf er á. Markvissar boðleiðir eru grund- völlurþess að íþróttastarfsemi fatlaðra geti orðið árangursrík og sama hlýtur að gilda um önnur frístundatilboð. Skýrari boðleiðir. Grundvöllur að árangursríku starfi Upplýsingar um ný tilboð, ný hjálp- artæki, möguleika á þátttöku í spenn- andi verkefnum, innanlands og erlendis og upplýsingar um mögulega aðstoð frá ÍF vegna þjálfunar og kennslu fatlaðra eru til lítils gagns ef þær ná ekki að berast til þeirra sem málið varðar. Skrifstofa IF er í dag- legum tengslum við alþjóðasamtök og aðila erlendis sem starfa í sama málaflokki. Sífellt berast því nýjar upplýsingar til landsins sem geta oft skipt verulegu máli fyrir fatlað fólk. Þessar upplýsingar gera þó lítið gagn ef þær komast ekki til skila nema að takmörkuðu leyti. ÍF hefur ávallt lagt mikla áherslu á skilvirk boðskipti innan hreyfingarinnar en þessi mál eru erfið og þurfa mikið aðhald. Þrátt fyrir að svo virðist sem flestallar hreyfingar og samtök eigi við sama vandamál að glíma virðist sem markviss umræða um stefnumót- un í boðskiptaleiðum sé sjaldan í gangi. IF óskar eindregið eftir því að átak verði gert í þessu máli í sam- vinnu allra þeirra aðila sem starfa munu að málefnum fatlaðra í fram- tíðinni. Draga þarf fram mynd af því hvaða hlutverki aðilar gegna, hvernig málefni skarist og hvaða leiðir séu bestar til árangursríks samstarfs á hverju sviði. Skýrar boðskiptaleiðir og skilvirkt sam- starf þeirra sem starfa að málefn- um fatlaðra skiptir miklu. Bæjarfélög - sveitarfélög Sú breyting sem verið hefur und- anfarin ár og varðar búsetubreytingar, frá stofnunum til smærri eininga og sjálfstæða búsetu fleiri einstaklinga hlýtur að kalla á aukna áherslu á skilvirkni í upplýsingaflæði til Ágæt viðbrögð og afdráttarlaus s Ifrásögn af málþingi Félags heyrnarlausra í síðasta blaði kom fram að sýslumannsembætti hér- lendis hefði synjað konu um þjónustu táknmáls- túlks. Þar var einnig greint frá því að málið hefði ver- ið sent til úrskurðar dómsmálaráðuneytis. Félag heyrnarlausra fékk svo tilskrif frá Þor- steini Pálssyni dóms- málaráðherra 16. nóv sl. þar sem ráðherra tilkynnir að ráðuneyti hans hafi mælt fyrir um það í umburðarbréfi til allra sýslumanna að heyrn- arlausir einstaklingar skuli eiga kost á ókeypis þjónustu táknmálstúlka í fyrirtöku máls sem þeir eru aðilar að. Með svari Þorsteins dómsmálaráðherra fylgdi ljósrit af umræddu um- burðarbréfi og þykir rétt að birta það orðrétt: Allir sýslumenn Af tilefni bréfs Félags heyrnarlausra þar sem athygli er vakin á því að beiðni heyrnarlausrar konu um þjónustu tákn- málstúlks í fyrirtöku sifjamáls hennar á embætti sýslumanns á kostnað þess hafi verið synjað er eftirfarandi tekið fram: Með vísun til jafnrétt- isákvæðis 65. gr. stjómar- skrárinnar og megin- reglna stjórnsýslulaga nr.37/1993 hefur verið ákveðið að heyrnarlausir einstaklingar skuli eiga kost á þjónustu táknmáls- túlks á embættum sýslu- manna vegna meðferðar mála sem þeir eru aðilar að og að kostnaður þar að lútandi greiðist af við- komandi embætti. Hvorki er fyrirsjáanlegt að þörf verði á þjónustu táknmálstúlks í mörgum málum né að sú þjónusta verði umfangsmikil í hverju einstöku máli. Ef annað kemur í ljós mun það verða tekið til skoð- unar hverju sinni að frum- kvæði sýslumanns. Svo mörg voru þau orð og vissulega fagnað- arefni þegar svo myndar- lega er á málum tekið. Hafi dómsmálaráðherra þökk fyrir svo afdráttar- lausa afgreiðslu. H.S. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.