Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 54

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 54
• I B RENNIDEPLI Ef við værum spurð hér á vettvangi Öryrkjabanda- lagsins hvaða mál væru nú í brennidepli brýnust, þá færi ekki milli mála hvert svarið yrði, hvenær sem spurt væri. Svo afgerandi eru öll kjaramál í víðastri merkingu í önn og erli daganna. Blæbrigði þeirra mála eru býsna fjölbreytt eða allt frá vanda- málum sem einstaklingsbundin eru og úr er reynt að leysa, yfir í hin stóru og brýnu meginmál, sem sköpum skipta fyrir allan hag öryrkja. Og þó að kjaragrunnurinn sjálfur skipti mestu þá er staðreyndin sú að afar misjafnar eru aðstæður fólks sem við örorku býr, fötlun þess og útgjöld hennar vegna svo ólík einnig og inn í heildarmynd kjaranna koma svo ótrúlega mörg atriði, sem auðvitað eru sameiginlega svipuð hjá okkur öllum. Ef við lítum til þess sem um áramótin gjörðist þá skal það í engu vanmetið, því áfangasigur er einnig ávinningur, þó mönnum þyki ævinlega sem áfanginn sé of lítill, of skammt á veg gengið í réttlætisátt og ekki nægilega tryggt að áfram verði haldið uns mál eru í höfn. Meginbreytingin þá varðandi rýmkuð mörk vegna tekna maka, rífleg tvöföldun vissulega af hinu góða, en um leið lögbundið að svo skyldi vera, að tekjur maka yfir vissu tekjumarki skertu bætur öryrkjans. Hins vegar mætti þá um leið halda því fram, að það að lögleiðing þótti nauð- synleg þýði það um leið að skerðing áður hafi í engu við lagabókstaf stuðst eins og við og margir fleiri höfum ótæpilega haldið fram. Meginatriði þessa máls nú það hver úrskurður dómstóla verð- ur um þessa skerðingu, hvort hún stenst annars vegar jafnræðisreglu stjórnarskrár og hins vegar þá mannréttinda- sáttmála sem Islendingar hafa undirgengist. Það mál er nú í farvegi og ritstjóri hefur sagt að það sé hagur beggja, Öryrkjabandalagsins og lög- gjafans sem og stjórnvalda að fá upp- kveðinn dóm í þessu ágreiningsmáli, því að óreyndu skal því ekki trúað að nokkrir þeir séu til sem vilji ekki hafa það sem sannara reynist í samræmi við stjórnarskrá sem mannréttinda- sáttmála. Ekki leikur vafi á því í mínum huga hversu mál muni fara en við bíðum úrslita. Hin breytingin um áramótin síð- ustu varðaði skerðingu vegna vinnu- tekna, nokkra hækkun á skerðingar- mörkum þar, raunar yfir 40% en þess þá um leið getið að vinnuteknamarkið hækkaði of lítið 1. sept. sl. og pró- sentutölur og krónutala gefa ólíka mynd. En til bóta var þetta, því nú má viðkomandi sem vinnur þrátt fyrir fötlun sína hafa 30 þús. kr. á mánuði áður en tekjutrygging fer að skerðast. Nokkurt skref út af fyrir sig en inn í þessa mynd koma ekki aðeins skerðingarmörk heldur ekki- síður skattleysismörk sem eru hér svo ofurlág að þau sleikja tekjur undir sultarmörkum. Nú er hins vegar aðeins eitt frítekjumark varðandi tekj- ur bótaþegans og gildir um hvoru tveggja sama, vinnulaun og lífeyris- sjóðstekjur. Óneitanlega geta því ein- hverjir borið skarðan hlut frá borði en ekki rnunu mikil brögð að því. Þetta var um það sem í lagafrum- varpinu fólst sem fékk afgreiðslu fyrir jólin með lögfestingu um áramót. En enn meiri ástæða er til þess nú að huga að því sem ekki var í lögunum, hvað þar vantaði og þá að rnerg málsins komið. I fyrsta lagi og það skiptir mestu þá hnikaðist sjálfur kjaragrunnurinn aðeins upp um 4% og enn skal ítrekað hversu ólíka sögu prósentuhækkanir og krónutöluhækkanir segja. Á alla fjóra bótaflokkana nam þetta í krónum rúmurn 2500 krónum á mánuði og enn vantar allmörg þúsund á það að þessir bótaflokkar fjórir færi öryrkjum lágmarkslaun þau sem allir tala þó um með réttu sem algjöra hneisu í okkar auðuga þjóðfélagi. Ef miðað er við lífeyri og tekju- tryggingu eina sem svo margir eiga að lifa af er hækkunin rúmar 1700 krónur og ef við miðum við lífeyrinn einan þá eru krónurnar 600. Þetta sýnir okkur og sannar eins og hér hefur verið margbent á að það eru krónurnar - upphæðin sem öllu skiptir, ekki einhverjar óútskýrðar prósentur. Og enn til viðbótar. Það eru krón- urnar í vasann sem skipta máli og þá er að því að gá að 2500 kr. hér að framan skila ekki nema rúmum 1500 kr. alla leið til öryrkjans, einfaldlega vegna skatttökunnar, sem teygir sig að fullu í þessar viðbótarkrónur. ✓ Ilögunum frá því um áramót er ekkert að finna sem rétt geti hag tveggja öryrkja sem eru í hjónabandi eða sambúð. Þetta fólk er eiginlega á algerum botni tekjustig- ans, því sameiginlegar tekjur þess af beinum tryggingabótum nema tæpum 87 þúsundum króna á mánuði - segi og skrifa, þau fá sem sagt skertan lífeyri og tekju- trygginguna og engin heimilisuppbót skilar sér til þeirra til greiðslu sjónvarps og síma svo einföld sanngirnisdæmi séu tekin. Og ekki fengu einstæðu mæðurnar neina leiðréttingu sinna mála. Áfram skulu þær vera sviptar heimilis- 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.