Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 15
samstöðuhátíð í Reykjanesbæ sem greint er glögglega frá annars staðar í blaðinu. Rætt var nokkuð um verndaða vinnustaði og að því spurt hvort framleiðsla slíkra vinnustaða væri ekki vemduð fyrir samkeppni utan að. Tillaga kom fram um iðnaðardaga á vegum Öryrkjabandalagsins á næsta ári og þá í samvinnu við Samband verndaðra vinnustaða, þar sem fram færi viss kynning á fyrirtækjunum og framleiðslu þeirra. 2. Kjaramál. Framsögu hafði varaformaður, Garðar Sverrisson. Hann minnti á ræðu ráðherra trygg- ingamála á ársfundi TR þar sem ráðherra hefði lýst yfir sérstökum vilja sínum til að bæta hag öryrkja m.a. með því að afnema tengingu vegna tekna maka í áföngum. Hann kvað fundum með ráðuneyt- ismönnum og ÖBÍ hafa margsinnis verið frestað og loks þegar fundur var haldinn hafi ekki verið upplýst annað en það að heildarfjárhæð næmi milli 400 og 500 millj. kr., frítekjumarks- leiðin yrði fyrir valinu og tillögurnar næðu yfir alla lífeyrisþega. Hann sagði ljóst að ráðstafanir þessar breyttu engu fyrir þá öryrkja sem lakast væru settir og minnst hefðu. Jaðaráhrif eru til staðar, tenging við tekjur maka yrði áfram við lýði, þar væri málshöfðun eina ráðið, enda ákveðið. Miklar umræður urðu um kjaramálin og það óviðunandi ástand sem þar væri svo víða. Rætt um baráttu haustsins, hverju skilað hefði, stuðningur borist víða að, forystu- greinar Morgunblaðsins m.a. vikið rösklega að málum öryrkja og hvatt til verulegra úrbóta. í sambandi við einstök atriði gat Garðar þess að eitt allra versta rang- lætismálið varðaði einstæða foreldra og missi þeirra á tveim bótaflokkum. Þar væri málshöfðun væntanleg af einstaklings hálfu sem við mundum hiklaust styðja og styrkja. Umræður um leiðir reifaðar og ræddar, umræð- an úti í þjóðfélaginu yrði að vera stöðug. Kosningar framundan og frambjóðendur yrðu að svara fyrir þessi mál, leita ótrautt eftir svörum þeirra. Fá fjölmiðlamenn til liðs. Auglýsinga- og kynningarherferð yrði að komatil. Bent á að þetta væri langtímaverkefni og fyrir því yrði að sjá í fjárhagsáætlun bandalagsins. Talað um skilvirkari upplýsinga- gjöf til unga fólksins, þar væri netið mikilvægast tækja. 3. Önnur mál. Nína Hjaltadóttir færði fram hlýjar þakkir Parkinson- samtakanna fyrir góða afmæliskveðju bandalagsins á 15 ára afmælinu. Matthías Kristiansen lagði til að haldinn yrði formannafundur aðildar- félaga bandalagsins s.s. eitt sinn hefði verið og gefið góða raun. Fundi lauk 18.55. Að loknum fundi var fólki boðið til jólahlaðborðs, þar sem fulltrúar ásamt fólki á skrifstofu ÖBI og Hússjóðs gæddu sér á góðum veitingum. Kvöddust menn að því loknu með einlægum jólaóskum, velfarnaði vermdum. H.S. “HAFA GLEYMT TILGANGI ALMANNATRY GGINA? ” “Upplýsingar um örorkugreiðslur hér á landi eru ekki til að fara með í aðra hreppa, þær eru svo lágar, þrátt fyrir að við höfum verið ein tekjuhæsta þjóð í heimi í áratugi.” “Hafa menn gleymt tilgangi almannatrygginga?” Ólafur Ólafsson, landlæknir. Desember 1998. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.