Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 21
Helgi Hróðmarsson, fulltrúi: Orlofshús • • Oryrkjabandalag Islands á aðild að nefnd á vegum félagsmálaráðherra, sem vinnur nú að því að koma fram með tillögur um aukna möguleika fólks til þess m.a. að taka þátt í ferðalög- um og tóm- stundum. Eittaf því sem bent var á við undirbún- ing skipunar nefndarinnar var að fjölmörg launþegafélög og samtök launþega eiga nú hundruð sumarbústaða, orlofs- heimila og orlofsíbúða til afnota fyrir félagsmenn sína. Þorri fatlaðra hefur hins vegar engan rétt til afnota af þessum bústöðum, þar sem þeir eru ekki meðlimir í launþegafélögum. Þótt þeim bjóðist af og til bústaðir til í athugun afnota fyrir velvilja eigenda, sitja þeir ekki við sama borð og aðrir. ✓ Igegnum árin hefur verið leitað til Öryrkjabandalagsins með fyrir- spurnir um hvort bandalagið hafi á sínum snærum sumarbústaði til afnota fyrir öryrkja. Þetta mál hefur verið tekið upp innan bandalagsins og vinna farið af stað til að leita leiða til að auka möguleika fatlaðra á þessu sviði. Helgi Seljan og undirritaður fóru á fundi fulltrúa BSRB og ASÍ til að leita eftir möguleikum á því að öryrkjar gætu fengið afnot af einhverjum af orlofshúsum þeirra út um land. Erindið hefur verið lagt fyrir aðildar- félög samtakanna og væntum við svars frá ASÍ fljótlega. Svar hefur þegar borist frá BSRB þar sem leyfi hefur verið gefið til þess að öryrkjar geti notað húsin, en reyndar utan hins hefðbundna orlofstíma, á sömu kjör- um og þeirra félagsmenn. Nú standa yfir viðræður við BSRB um notkun húsa á orlofstímanum. Vonandi verð- ur hægt að finna lausn á því sem báðir aðilar geta sætt sig við. Sjálfsagt er að athuga hvort ríkissjóður gæti greitt niður gjald fyrir húsin, þannig að leigan yrði á viðráðanlegu verði fyrir öryrkja. Þá hefur einnig borist erindi frá Súðavík. Þar er bandalaginu boðið að nýta raðhús yfir sumartímann fyrir öryrkja. Þetta verður skoðað nánar á næstunni innan bandalagsins. Full ástæða er til að benda á að það að lifa eðlilegu lífi er ekki ein- ungis fólgið í því að njóta grund- vallarþarfanna, þ.e. að hafa í sig og á og rétt til náms og atvinnu. Það að lifa eðlilegu lífi er einnig að njóta tómstunda, menningar og lista, ferða- laga og tímabundinnar dvalar utan heimilis. Eitt af því sem í þessu felst er að mikilvægt og sjálfsagt er að öryrkjar fái notið orlofsdvalar með viðlíka hætti og félagar í launþega- samtökum. Því er það von okkar að þessari tilraun verði vel tekið. Helgi Hróðmarsson. “Hjálparstofnun kirkjunnar hvetur ráðamenn til þess að bæta svo net almannatrygginga að þeir sem þurfa á því að halda geti skapað sér mannsæmandi líf.” Úrfréttatilkyrmingii Hjálparstofnunar kirkjunnar. Október 1998. “í ljósi réttsýni og sanngirni er tímabært, að ekki sé fastar að orði kveðið, að endurskoða stöðu öryrkja, sérstaklega þeirra sem urðu öryrkjar ungir.” Úr forystugrein Morgunblaðsins. Desember 1998. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.