Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 45
þegar fatlaður kemur í tíma með ófötl-
uðum.
Skapa þarf aðstöðu til að kennarar
fái þá aðstoð sem þeir telja sig þurfa
og mikilvægt er að sérkennslukvóti sé
ekki síður nýttur í verklega en bóklega
tíma.
IF hefur lagt áherslu á að fag-
menntað starfsfólk sem starfa fer að
málefnum fatlaðra sé upplýst um
möguleika fatlaðra til þátttöku í
íþróttastarfi og því hefur verið lögð
mikil áhersla að kynning um starfsemi
IF fari fram á meðan nám stendur yfir.
Samstarf hefur m.a. verið við sjúkra-
þjálfunarbraut HÍ frá árinu 1990 þar
sem tilvonandi sjúkraþjálfarar fá
kynningu á starfsemi ÍF og fatlaður
einstaklingur segir sitt álit á þýðingu
íþróttastarfsins.
Sérrúræði - Aukið samstarf
Þar sem fleiri fatlaðir verða í
almenna skólakerfinu munu skapast
aðstæður sem kalla á sérrúræði á
sífellt fleiri sviðum. Því er mikilvægt
að samstarf verði sem markvissast við
aðra þá aðila sem tengjast mála-
flokknum og því sem um ræðir hverju
sinni.
Hér getur verið um að ræða jafnt
námstilboð sem lausn á einstaka
vandamáli vegna utanaðkomandi
aðstæðna og/eða aðgengismála.
Leiðir til árangurs:
Yfirumsjón málefna:
Hver hefur yfirumsjón með hvaða
þætti. Hvert á að leita til að fá upp-
lýsingar.
Boðleiðir
Hvernig eru boðleiðir á milli aðila.
Þetta er mjög mikilvægt að sé skýrt
sett fram í upphafi þannig að árangur
náist. Skilaboð og upplýsingar sem
aldrei komast til réttra aðila eru
tímaeyðsla og skapa óþarfa vandamál.
Samstarf - Forgangsverkefni
Mikilvægt er að samstarf verði
sem best á milli þeirra aðila sem
tengjast hverjum málaflokki og æski-
Iegt gæti verið að setja upp forgangs-
verkefni í upphafi ferlisins.
Hér gæti t.d. verið um að ræða
samstarf ÍF og ákveðinna tengiliða
sem móta málefni sem varða frí-
stundastarf og mál sem því tengist.
“Grasrótin” virkjuð
Mjög mikilvægt er að hafa alltaf
“grasrótina” með þegar hugmynda-
bankar eru lagðir fram og þetta á við
um íþróttastarfið eins og aðra þætti.
Hvort sem um er að ræða svæðis-
skrifstofur og starfsfólk þess eða aðra
aðila getur “grasrótin” aðstoðað á
ýmsan hátt við mótun nýs ferlis og í
raun hlýtur árangur að verða bestur
ef byrjað er að skipuleggja mál út frá
raunverulegum aðstæðum.
Samstarf fagfólks:
Samstarf heilbrigðis- og skóla-
kerfisins við frjáls félagasamtök er
mjög mikilvægt og hvað varðar
íþróttastarfið getur starfsfólk sem
fatlaðir þurfa að sækja til og treysta
haft mjög þýðingarmikil áhrif varð-
andi þjálfun og þátttöku í íþróttastarfi.
Ein ábending og/eða hvatning frá
þessu fólki getur verið meira virði en
margan grunar.
Samstarf getur farið fram á margan
hátt en hlýtur alltaf að vera til góðs
fyrir alla aðila.
Skilvirkt samstarf sveitarfélaga
og þeirra sem tengjast málaflokkn-
um.
Koma þarf upp skilvirku samstarfi
sveitarfélaga og þeirra sem fara með
einstaka málaflokka við aðra þá aðila
sem málið varðar. Þetta á við um
íþróttastarfið sem aðra þætti.
LOKAORÐ; Skilvirkt boðflæði
leiðir til þess að fólk missir ekki af
tækifærum til þess að velja og hafna.
Það hlýtur að vera grundvallaratriði
að fá upplýsingar um mál sem hvem
og einn varðar, tilboð sem enginn veit
um eða getur nýtt sér hafa litla
þýðingu.
Skilvirkt boðflæði á milli þeirra
aðila sem starfa að málefnum fatlaðra
og til fatlaðra sjálfra hlýtur að vera
öllum til mikils gagns og leiða til
árangursríkara samstarfs á öllum
sviðum. Það er von undirritaðrar að
fleiri séu sama sinnis og átak verði
gert á þessu sviði í tengslum við þær
breytingar sem nú eru í gangi varðandi
skipulag á þeim málaflokki sem við
öll tengjumst, málefnum fatlaðra.
Anna Karólína Vilhjálmsdóttir.
E.s. Samantekt frá erindi sem flutt
var á ráðstefnu á vegum Svæðis-
skrifstofu Reykjavíkur 10. sept.
1998. Málefniðvar: Áherslubreyt-
ingar í þjónustu við fatlaða.
Hlerað f hornum
Maður einn lenti oft í útistöðum við
lögregluna. Einu sinni lá augljóst brot
fyrir og lögreglumaðurinn sagði hon-
um að hollast væri fyrir hann að játa.
Þá sagði sá seki. “Ja, ég þræti nú
fyrst”.
* * *
Þau voru að ræða saman hjónakornin
um hvort væri nú fullkomnara og
betra, karl eða kona. Hann sagði að
það væri alveg dagljóst. Guð hefði
skapað karlinn á undan. Þá sagði
konan: “Þú veist nú góði minn að ef
maður ætlar að skrifa gott bréf, þá
gerir maður alltaf uppkast fyrst og það
gerði guð auðvitað líka þegar hann
skapaði karlinn fyrst og konuna svo á
eftir, þegar hann var búinn að ná betri
tökum á sköpuninni.”
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
45