Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Síða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Síða 10
/ Séra Olafur Oddur Jónsson sóknarprestur: AÐVENTA OG ÖRYRKJAR Góðir áheyrendur. • • ryrkinn Le Anne Nelson, sagði eitt sinn að afstaða okkar til lífsins og náungans endurspeglaði afstöðu okkar til guðs. Það eru mikil sannindi í þeim orðum. Samstaða og hlýtt viðmót í garð náungans er sem sólargeisli, ekki síst í miðju skammdeginu og segir um leið mikið til um af- stöðu okkar til guðs. Það hefur stundum vafist fyrir mér, í prest- starfinu, hverjir séu í raun hinir fötl- uðu. Ég á við að ég hef oftar orðið vitni að því að öryrkinn þekki enga uppgjöf fremur en hinir ófötluðu, en öll ættum við að temja okkur þá lífsafstöðu. Sú kirkja sem vinnur að einingu er öllum opin og þess vegna er lögð áhersla á gott aðgengi að kirkjum landsins. Öryrkjar eiga ekki að vera hópur sem er þjónað innan kirkjunnar þeir eiga að vera virkir þátttakendur og vekja samvisku okkar og láta af því að biðjast afsökunar á því að vera til. Kirkjan getur ekki birt hina sönnu mennsku sem birtist í Jesú Kristi nema með virkri þátttöku öryrkja. Við þurfum á þeim að halda til að vinna að fullri mennsku og einingu kirkj- unnar. Þessi eining er rofin ef öryrkjar taka ekki fullan þátt. Alþj óðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að það séu um 400-450 millj- ónir öryrkja í heiminum og það er talið að það mætti ná þeirri tölu niður urn helming með markvissum for- varnaraðgerðum. Við sjáum á þessu að það er mikið verk að vinna, og allir geta lagt sitt af mörkum. að vakti athygli mína að Ólafur Ólafsson, fráfarandi landlæknir gerði málefni öryrkja að umtalsefni þegar hann lét af störfum um daginn. Það var honum líkt. Þótt vissulega / Avarp flutt á samstöðu- hátíð í Reykjanesbæ hafi mikið áunnist á s.l. 20 árum, bæði hér á Suðurnesjum sem annars staðar á landinu virðist góðærið svo kallaða, ekki hafa skilað sér til þeirra. Rauði kross Islands sendi einnig frá sér yfirlýsingu í tilefni af 50 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Þar leggja Rauðakrossmenn áherslu á eftir- farandi: “Við Islendingar erum meðal auðugustu þjóða heims og getum tryggt að þeir sem standa höllum fæti vegna sjúkdóma, atvinnumissis, örorku, aldurs eða annarra aðstæðna njóti ekki síður en aðrir mannsæmandi lífskjara”. Við sem njótum fullrar starfsorku megum ekki verða tilfinningasljó og yppta öxlum, þegar við heyrum kaldar staðreyndir um stöðu öryrkja. Við viljum oft ekki sjá neyð náung- ans, forðumst þjáninguna og endum stundum með því að afneita henni. Þetta er dæmi um hvernig við hleyp- um kærleiksleysinu og dauðanum að í lífi okkar, vegna þess að við viljum ekki helga okkur lífinu. Á aðventu er okkur hollt að leiða hugann að öryrkjum og atvinnulausu fólki, farandverkamönnum, föngum, fötluðum og sjúkum og fórnarlömb- um náttúruhamfara og hungruðum í þriðja heiminum. Þetta fólk lifir skertu lífi ekki vegna þess að það skorti hæfileika, heldur vegna sinnuleysis okkar. Vegna þess að við tökum ekki nægan þátt í lífi þess og vanrækjum þannig eigið líf. Við höfum tilhneigingu til að einangra okkur og gerast fangar í eigin velferð. Sumir hafa haldið því fram að við lifum á eftir-kristnum tímum, þar sem við sjáum æ fleiri merki þess að náunginn gleymist. Ef við keppum aðeins eftir árangri verðum við óréttlát og ómann- eskjuleg og grimm í samskiptum við aðra. Við útilokum hina öldnu, sjúku, fötluðu. Það örlar á aðskilnaðarstefnu. Hún veitir ekki alltaf hinum hvítu forréttindi fram yfir blökkumenn, eins og í S-Afríku á sínum tíma, en hún veitir forréttindi hinum ungu, heil- brigðu og hæfu fram yfir hina öldnu, fötluðu og veiku. Fráfarandi land- læknir hefur sagt að sjúklingar stæðu höllum fæti á Islandi, því velferðin fæst fyrir það eitt að vinna mikið. í stað þess að hafa opið samfélag og næmt, höfum við lokað samfélag, sem er tilfinningasljótt í eðli sínu. Það er vegið að lifandi og auðsæranlegu fólki, ef svo ber undir, jafnvel bömum er ekki hlíft. Þetta er dauði nútímans, sem kallast kærleiks- eða tilfinninga- leysi. Ég er ekki alfarið að deila á ríkisvaldið í þessum efnum, heldur 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.