Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 19
Norræn menntastofnun fyrir starfsfólk sem vinnur með daufblindum s IDronninglund, rétt norðan við Álaborg í Danmörku, er norræn menntastofnun, sem hefur það hlutverk að halda námskeið fyrir starfsfólk sem vinnur með dauf- blindum. Stofnunin heit- ir Nordisk Udd- annelsessenter For Dövblinde- personale. (N.U.D.) H 1 u t v e r k N.U.D. er meðal annars að bjóða upp á ýmiskonar fræðslu svo sem. 6 vikna grunn- námskeið (2x3 vikur) Fyrir fólk sem vinnur annað- hvort með dauf- blindfæddum, þ.e. einstaklingar með meðfædda sjón og heyrnarskerð- ingu eða hafa misst sjón og heyrn fyrir mál- töku. Hinsvegar síðdaufblindum, þ.e. einstaklingar sem hafa orðið daufblindir seinna á ævinni, fæðast annaðhvort heyrnarlausir og verða svo blindir, eða fæðast blindir og verða heyrnarlausir. Nokkrir eru fæddir með eðlilega sjón og heyrn en missa svo hvoru tveggja vegna sjúk- dóms, slysa eða elli. Framhaldsnámskeið/þema- námskeið (1-3 vikur). Fyrir þá sem hafa ákveðna grunn- menntun í starfi með daufblindum. Ráðstefnur og námstefnur (3-5 dagar) T.d. hafa hópar og einstaklingar greiðan aðgang að N.U.D. og geta skipulagt ráðstefnur að eigin frumkvæði. Námsviku sem ætluð er einstakl- ingum og hópum sem vilja vinna sam- an og nýta bókasafn og aðra aðstöðu stofnunarinnar (1 -5 dagar). Kostnaður: Þátttakendur greiða hluta af uppi- haldi um það bil 100 þúsund krónur fyrir 6 vikna námskeið. Annar kostn- aður til dæmis ferðir og námskeiðs- gögn er allur greiddur af N.U.D. sem er samnorræn stofnun og er styrkt af félagsmálaráðuneytum allra Norð- urlandanna. Gert er ráð fyrir að vinnuveitandi tryggi þátttakendum óskert laun meðan á námi stendur. Inntökuskily rði: 18-20 nemendur komast að á hvert námskeið og er reynt að hafa sem jafnastan fjölda þátttakenda frá öllum Norðurlöndunum. Nemendur skulu hafa unnið að minnsta kosti eitt ár með daufblindum. Námskeiðin eru þverfagleg og ætluð jafnt öllum faghópum. Einstaka þemanámskeið er þó ætlað sérstökum hópum og er það þá auglýst sérstaklega. Fyrirles- arar koma frá öllum Norðurlöndunum og boðið er upp á túlkun á öllu efni fyrir Islendinga og Finna. Upplýsingar um námskeiðin: N.U.D. gefur árlega út bækling sem inniheldur hvaða námskeið er boðið upp á á hverju ári, ásamt frétta- bréfi til skóla og stofnana sem þess óska. Þeir sem hafa áhuga á að fá upp- lýsingar um N.U.D. er bent á Dauf- blindrafélag íslands. Grunnnámskeið fyrir starfsfólk sem vinnur með fullorðnum síð- daufblindum. Undirritaðar sóttu þetta sex vikna námskeið sem er 2x3 vikur og var fyrri hlutinn haldinn 20/9 - 9/10 1998 í Dronninglund. Sá hluti námskeiðs- ins er aðallega fræðilegur í formi fyrirlestra og hópavinnu. Fjallað er um viðhorf, lífsgæði, samvinnu og ýmsa læknisfræðilega þætti. Einnig um ýmsa þjónustuþætti, samskipti og mál og andleg áhrif fötlunarinnar. Seinni hlutinn verður haldinn 11/ 4 - 30/4 1999 og verður þá fyrsta vikan ætluð sem námsvika þar sem þátttakendum gefst kostur á að heim- sækja stofnanir á Norðurlöndum eða nota bókasafn N.U.D. til að afla sér þekkingar. Síðustu tvær vikur námskeiðsins eru haldnar í Dronninglund. Einnig er ætlast til að þátttakendur vinni hóp- eða einstaklingsverkefni og skili því fyrir lok síðari hluta nám- skeiðsins. Við völdum okkur sem verkefni að miðla upplýsingum um daufblindu með því að: 1. Taka saman efni um fötlunina sem nota mætti í upplýsingabækling. 2. Skrifa grein í fagtímarit. 3. Kynna fötlunina og starfsemi N.U.D. í nánasta starfsumhverfi. Daufblinda er fötlun sem hefur ekki fengið mikla umfjöllun að okkar mati. Vildum við því leggja okkar af mörkum til að vekja athygli á þessari sértæku fötlun. En þeim sem hafa áhuga á að afla sér frekari upplýsinga viljum við benda á Daufblindrafélag íslands Hamrahlíð 17. Sími 553- 6611. Guðný Sigurðardóttir starfar í Oddshúsi. Ingibjörg Jónsdóttir forstöðuþroskaþjálfi á sambýli á Akranesi. Sigrún Þorvarðardóttir forstöðuþroskaþjálfi á sambýli á Selfossi. Meiri mér Þú stóri örn á sterkum vængjum hátt í lofti líður áfram, einsog sértu ekki háður því sem heitir þyngdarlögmál, og mig fjötrar fast við jörðu hvað sem hátt minn hugur leitar. Jón Þorleifsson. Guðný Sigurðardóttir Ingibjörg Jónsdóttir Sigrún Þorvarðardóttir FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.