Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 12
Samstöðuhátíð í Reykjanesbæ Samstöðuhátíðin - Kveikjum ljós - hinn árlegi atburður aðventunnar var að þessu sinni haldin í Reykjanesbæ hinn 11 .des. sl. Eins og venjulega gaf bandalagið jólatré sem komið hafði verið fyrir á ágætum, áberandi stað við minnis- merki um Stjána bláa við Hafnargötu. Það var sem áður Helgi Hróðmarsson, fulltrúi Öryrkjabandalagsins, sem hafði allan veg og vanda af undir- búningi í góðu samráði og með aðstoð heimamanna. Steindór Bjömsson ók meginhluta liðsins á vettvang, en alls vorum við 10 frá bandalaginu sem heiðruðum íbúa Reykjanesbæjar með nærveru okkar. Ekki voru heimamenn nú margir, en meirihluti bæjarfulltrúa mun hafa verið mættur og svo voru nokkrir fulltrúar frá félögum fatlaðra á svæð- inu og þótti okkur vænt um nærveru allra þeirra er þó komu, en napur var næðingurinn frá höfninni og þó þurrt en kalt. Það var svo Helgi Hróðmarsson, sem flutti stutt ávarp og stýrði svo ágætri og hátíðlegri athöfn þarna við tréð. yrst flutti Haukur Þórðarson, formaður Öryrkjabandalagsins ávarp sem birt er hér í blaðinu. Þá voru ljósin á trénu tendruð en það gjörði Arngrímur Arnarson 16 ára, fatlaður ungur maður, sem m.a. nýtur þjónustu í hinni góðu og glæsilegu hæfingarstöð í Reykjanesbæ. Félagar úr kór Keflavíkurkirkju sungu þessu næst fagran jólasálm, en þá flutti séra Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur hugvekju sem hér er einnig birt í blaðinu. Að henni lokinni sungu kirkjukórsfélagarnir aftur jólasálm og kunnum við þeim hlýjar þakkir fyrir þeirra framlag sem setti hátíðablæ á allt og færði okkur nær jólunum. Hrafn Sæmundsson, sá síungi baráttu- og hugsjónamaður flutti svo ávarp sem birt er hér, en Hrafn er fulltrúi Öryrkjabandalagsins í svæð- isráði um málefni fatlaðra í Reykja- neskjördæmi. Að lokinni athöfn var öllum viðstöddum boðið til veglegrar veislu í hæfingarstöðinni í boði forstöðu- konunnar Sigríðar Daníelsdóttur og hennar fólks. Var það góður fagnaður og margt rætt og reifað. Forseti bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar, Skúli Skúlason flutti at- hyglisvert ávarp, þakkaði fyrir jóla- Hrafn Sæmundsson fulltrúi: á Samstöðuhátíð / Avarp Agætu áheyrendur. í dag standa málefni fatlaðra á krossgötum. Annars vegar stendur fyrir dyrum sú skipulags- breyting að verið er að færa mála- flokkinn frá rík- inu til sveitar- félaganna. Hins vegar hlýtur fólk að staldra við í þessum mála- flokki eins og öðrum við kom- andi aldamót. Þau tímamót ætti að nota til heildar- úttektar og til að móta nýja fram- tíðarsýn. Hvar stöndum við? Hvert stefnumvið? Þaðerraunarkomiðhik á marga varðandi flutninginn á mála- flokknum yfir til sveitarfélaganna. Margir efast um brýna nauðsyn þessarar grundvallarbreytingar nú þegar. Margir sjá ekki nógu haldbær rök fyrir þessum breytingum hér og nú. Sumir þeirra sem efast mest eru kannski þeir sem þekkja mest til málefna fatlaðra í návígi og þeir sem þekkja best rekstur sveitarfélaganna eins og hann er í dag og vita best hvar skórinn kreppir. Margt sveitarstjórn- arfólk efast nú enn meira um flutning verkefna frá ríkinu til sveitarfélaga eftir að grunnskólinn var fluttur. Þó er flutningur grunnskólans eins og jólasaga miðað við flutninginn á mál- efnum fatlaðra. Væntanlega verður nú nokkurt hlé á því að næsta sölutörn hefjist. Mikil- vægt er að vanda vel til þessa undir- búnings. Þetta hlé ættum við að nota til að hugsa. Til að fá víðari sýn og til að vita raunverulega hvað við erum að gera gagnvart nútíðinni og ekki síður gagnvart framtíðinni. s Eg minntist á aldamótin áðan. Urn síðustu aldamót var mannkynið að vakna til nýrra tíma og ekki síst var hugvit mannsins byrjað að breyta heiminum svo um munaði. Og það gerðist mikið ævintýri. Alla öldina náði maðurinn meiri og meiri tökum á tækninni og vísindunum. Og vel- megun fólksins óx. Við þau aldamót sem nú eru á næsta leiti ríkir ekki eins mikil bjartsýni. Það vantar samt ekki tæknina og vísindin. En tæknin hefur hliðar tvær. Ef eitthvað er sem hefur brugðist á þessari öld er það maðurinn sjálfur. Og þó að kjör fatlaðra, alla- vega í okkar heimshluta, hafi batnað á öldinni, þá segir það ekki alla söguna. Og þarfir fatlaðra hafa breyst. Við þessi aldamót ættum við að huga vel að þessum staðreyndum. Höfum við til dæmis við undirbúninginn að yfirtöku sveitarfélaganna á málefnum fatlaðra einhversstaðar séð orðin “hamingja” fatlaðra. Erekkiíþessum undirbúningi teflt fram tölustöfum sem miðast við að fullnægja frum- þörfum? Er búið að sjá fyrir hinni raunverulegu þörf? Til að klára biðlistana. Til að manna stöðugildin fyrir lágmarksþjónustu. Er ekki stein- steypu- og geymslusjónarmiðið alls- ráðandi ennþá? Er ekki framtíðarsýn raunverulega sú sama eins og núver- andi ástand endurspeglar? Að nokkur hluti fatlaðra fái allt. Að nokkur hluti fatlaðra fái eitthvað. Að nokkur hluti fatlaðra fái aðeins frumþarfir og varla það. Eg sætti mig ekki við þessa fram- tíðarsýn við komandi aldamót. Hrafn Sæmundsson. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.