Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 34
lífeyri sérstaklega og mest hjá þeim sem verða fyrir varanlegri örorku á æskuárum. Hafa ber í huga að hér er um að ræða fólk sem ekki hefur átt þess kost að ávinna sér lífeyrissjóðsrétt, eignast húsnæði og njóta þeirra launa og lífsfyllingar sem heilbrigðri starfs- ævi fylgir. Þvert á móti hefur það, oft frá unglingsaldri, búið við þrengstu fjárhagsskorður sem þekkjast og borið margvíslegan kostnað af fötlun sinni. Að síðustu skorar Öryrkjabandalag Islands á stjórnvöld að afnema þegar í stað skerðingu bóta vegna tekna maka og létta til muna jaðarsköttum af því fólki sem harðast verður fyrir þeim. Baráttan gegn aðskilnaðarstefnu íslenskra stjórnvalda er hvorki kjara- barátta né mannúðarbarátta. Hún er mannréttindabarátta. Öryrkjabandalag Islands Hlerað í hornum Eiginmaðurinn hringdi í eiginkonuna og bað hana að snara veiðidótinu sínu í veiðitöskuna og pakka svo því nauð- synlegasta niður og endilega muna eftir að hafa bláu náttfötin með. Svo kom eiginmaðurinn heim, greip föggur sínar og fór. Að viku liðinni kom hann heim heldur betur þrekaður og fór að segja frá veiðiferðinni, en spurði svo: “Hvar voru eiginlega bláu náttfötin mín sem ég bað þig um að taka með, ég fann þau hvergi?” Konan svaraði salla- róleg: “Bláu náttfötin þín voru efst í veiðitöskunni”. * * * Lítil dótturdóttir ritstjóra var að láta hann segja sér sögu og hlýddi hugfang- in á þuluna. Þá hringdi síminn og sú stutta hljóp til og svaraði: “Nei, hann er ekki við. Hann er að segja mér sögu”, og lagði á með það. Allnokkru síðar hringdi síminn og allt fór á sömu leið, því sú litla var snögg til. Hún kom hreykin til baka og þá sagði afi henni að hún mætti ekki svara alltaf svona í símann. Þá spurði sú litla: “Afi, er tvisvar alltaf?” * * * Gunnar var orðinn vel drukkinn á bam- um og var að rekja raunir sínar fyrir barþjóninum. “Eg ætla oft að drekkja sorgum mínum en konan mín og tengdamamma fást bara aldrei svo mikið sem niður að sjó.” Guðríður Ólafsdóttir félagsmálafulltrúi ÖBÍ: ÁRBÆJARLAUG Fyrir skömmu hafði samband við okkur Stefán Kristjáns- son framkvæmdastjóri Árbæjar- laugar, erindi hans var að bjóða okkur í heim- sókn til að kynna okkur aðstöðuna við laugina og líta á úr- bætur sem gerðar hafa verið á að- gengi nýlega. Eins og vænta má var erindinu vel tekið af okkar hálfu og tími heimsóknar ákveðinn. Þegar við Helgi framkvæmda- stjóri ÖBÍ lögðum leið okkar á áfangastað hittist svo á að það var einn af þessum fáu vetrardögum í Reykja-vík, þar sem snjó- ar og blæs - sem sagt byl- ur. Við létum það auðvitað ekki aftra för okkar. Þegar á áfangastað var komið var notalegt að koma í hús og á rnóti okkur tók Ásgeir Sigurðs- son og gekk með okkur um staðinn. Strax við inngang í and- dyri eru aðgengilegar snyrtingar, að öðru leyti er anddyrið allt mjög rúmgott. Það sem vakti athygli okkar er að gerður hefur verið sérstakur klefi fyrir þá sem viljahafanæði við fataskipti. Þar inni er salernis-, búnings- og baðaðstaða, auk hjólastóls, sem sagt allt á staðnum. Ekki er það heldur lítils um vert í misjöfnu veðurfari að á barmi æfinga- og barnalaugar,- steinsnar frá bún- ingsklefa er lyftubúnaður, stóll sem hægt er að setjast í innan dyra og þegar niður í vatnið er komið er hægt að synda út í gegnum op sem liggur að útilaug. Á barmi útilaugar liggur skábretti niður í laug sem hægt er að rúlla baðstól niður og upp ef kosið er að fara ekki í laugina innan dyra. Það er rétt að taka það fram að hægt er að synda inn í einn heita pottinn. Við skoðuðum einnig almenna búningsaðstöðu og kom það í minn hlut að skoða þá aðstöðu kvenna, Helgi og Ásgeir sáu um hina hliðina. Inni í almennu klefunum eru einnig aðgengilegar snyrtingar, bekkir eru miðlungs háir, ekki sérút- búnir en geta nýst mörgum. I almennu klefunum eru einnig tvö lítil herbergi sem fólk getur leit- að afdreps í ef það vill vera í friði, þar inni eru stólar til að tylla sér á en ekki sérbún- aður fyrir fatlaða, þó er dyrabreidd nægjanleg til að hægt sé að koma hjólastól þar inn og fara í sturtur og laug. Við hlið búningsklefa er ljósabekkur og sána og hjólastóll til staðar, bæði í kvenna- og karla- klefum. Það má með sanni segja að í þessa laug sækja allir aldurshópar, þar eru eldri borgarar með vatnsleik- fimi tvisvar til þrisvar í viku. Þar fara foreldrar með kornabörn sín í ung- barnasund. Þegar við Helgi mætt- umst aftur í anddyri laugarinnar var okkur boðið upp á kaffisopa í veit- ingaaðstöðu sem þar er. Við færum Stefáni og Ásgeiri bestu þakkir fyrir boðið og góðar móttökur. Guðríður Ólafsdóttir. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.