Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 29
áttað sig á óskrifuðum reglum í samskiptum fólks, að skilja reglur í hópleikjum, að geta tekið gríni og kunna að stöðva spaugið áður en of langt er gengið. Án þessa hæfileika er ALLS EKKI hægt að lifa góðu lífi. Stærsta áskorun foreldra og upp- eldisstofnana um að kenna þessum börnum og þjálfa fyrir lífsbaráttuna er að vinna með þessa þætti, æfa og útskýra til að undirbúa börnin sem best fyrir hinn harða heim unglings- og fullorðinsáranna. Engu skiptir hvort nemandinn getur stunið upp einhverjum orðum á ensku eða dönsku ef hann hefur aldrei neinn til að segja þau við og veit ekki einu sinni hvaða orð eiga eða eiga ekki við hverju sinni á móðurmálinu. Misþroska börn kljást oft við sértæka námsörðugleika af einhverju tagi, sem svo magnast upp af athyglisbresti og innra eirðarleysi sem er óviðráðanlegt, öfugt við það sem umhverfið heldur. Líf þeirra fer því gjarnan að markast af mikilli vanlíðan í skóla sem leiðir til þess að þau fara að skrópa og sýna aðra and- félagslega hegðun. Þau verða utan- veltu og grípa því oft til ýmissa ráða til að afla sér vinsælda. Algengust eru trúðslæti til að kalla á athygli eða það að láta mana sig til að gera eitthvað sem aðrir hafa vit á að láta ógert. Þá er oft farið að styttast í smáglæpi, vímuefnanotkun og svo framvegis. Undanfarin mörg ár hefur herjað mjög markviss sparnaður í skólakerfinu (rétt eins og á ýmsum öðrum sviðum þar sem unnið er með börn og annað fólk). Þessi spamaður hefur komið langharðast niður á börnum með duldar fatlanir. Mjög margar tegundir fatlana eru „komnar út úr skápnum” ef svo má segja, og embættismönnum líðst ekki lengur að skera stuðning við þær niður við trog. Sama er því miður ekki hægt að segja um vandamálin á hinu gráa svæði námsörðugleikanna. Lesandinn getur hringt í nær hvaða skóla sem er á landinu, alls staðar mun hann fá áþekkar upplýsingar: „Við fengum ekki nema tæplega helming þess fjár til sérkennslu sem við sóttum um, þótt við reyndum að vera eins var- færin og hægt er í umsókn okkar”. Þetta er þó dýr spamaður sem leiðir til harmleikja og þjáninga á heimilum Margeir Steinar sá sem greinar- höfundur vitnar svo mjög í. um land allt. Skortur á möguleikum til að hlúa að þessum hópi leiðir marga úr honum út á hálar utangarðsbrautir smáglæpa og vímuefnanotkunar. Þess má svo geta í framhjáhlaupi að það mun vera dýrara að hafa ein- stakling í fangelsi í eitt ár en að senda hann á Harvard-háskóla. Þetta er of dýrkeyptur sparnaður eins og allir sjá sem vilja hugsa lengra en til næstu kosninga. En það em ekki bara ófatlaðir sem ganga með fordóma gagnvart duldum fötlunum, þeir finnast víða. Eitt gott dæmi má nefna af fundi ÖBI nýverið þar sem einn fulltrúinn sagði óþarfa að tala í hljóðnema því hann 28. feb. sl. hélt Sjálfsbjörg fjölsótta ráðstefnuíTjamarsalRáðhússins. Þar voru reifuð og rædd málefni öryrkja og tókst ráðstefnan hið besta þó tímasetningar fæm mjög úr skorð-um. Arnór Pétursson formaður Sjálfs- bjargar - landssambands setti ráð- stefnuna. Erindi um fátækt og öryrkja flutti Harpa Njáls hjá Hjálparstarfi kirkj- unnar. Stutt innlegg voru frá Eddu Rós Karlsdóttur hagfræðingi ASI, Rannveigu Sigurðardóttur hagfræð- ingi BSRB, Helga Seljan frá ÖBÍ og svo kynnt kjaramálaályktun Sjálfs- bjargar af þeim Sigurrósu M. Sigur- jónsdóttur og Jóni Eiríkssyni en kjara- málanefnd Sjálfsbjargar hafði undir- búið. Þá sátu í pallborði til andsvara fulltrúar stjórnmálaflokkanna: Fyrir Framsóknarflokkinn: Ingibjörg væri nógu raddsterkur. Þar gleymdi hann alveg að taka tillit til heymar- skertra fundargesta, sem þó búa við „viðurkennda” dulda fötlun. Niðurstaðan er því þessi: Fólk á öllum aldri með duldar fatlanir á líklega mest allra undir högg að sækja í samfélaginu. Umburðarlyndi sam- félagsins er reyndar lítið gagnvart flestum fötlunum, nema þegar fjöl- miðlar ákveða að beina sjónum sínum að einhverri ákveðinni og vel sýni- legri fötlun eða fötlun sem fólk getur skilið og haft samúð með. Þannig aðgerðir vekja þó einungis athygli á toppi ísjakans og geta í versta falli haft þær slæmu aukaverkanir að fólk sest aftur í sófann drjúgt með sjálft sig og segir: „Nú höfum við lagt okkar af mörkum fyrir fatlaða og getum slakað á með góðri samvisku”. Við þessu öllu er einungis hægt að bregðast á einn hátt, með fræðslu og aftur fræðslu. Þekkingarleysi er for- senda fordóma og því verður einungis barist gegn fordómum með fræðslu. Höldum áfram að berjast, kynna þær fatlanir sem við vinnum með og fyrir, ræðum bæði duldar og sýnilegar afleiðingar þeirra og krefjumst þess að fólk sé metið af mannkostum sín- um, ekki fötlunum. Matthías Kristiansen. Pálmadóttir; fyrir Frjálslynda- flokkinn: Margrét Sverrisdóttir; fyrir Húmanistahreyfinguna: Kjartan Jóns- son; fyrir Samfylkingu jafnaðar- manna: Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir; fyrir Sjálfstæðisflokkinn: Geir H. Haarde og fyrir Vinstri hreyfinguna - grænt framboð: Ögmundur Jónas- son. Stjórnandi ráðstefnunnar og pall- borðsins um leið var Sigurður G. Tómasson. íupphafi söng Yngveldur Yr Jóns- dóttir nokkur lög við undirleik Bjarna Jónatanssonar. Ráðstefnunni verða nánari skil gjörð í næsta blaði þar sem þetta blað var farið í vinnslu þegar ráðstefnan var haldin og aðeins unnt að koma að stuttri kynningu. En ráðstefnan var ágæt. H.S. Ráðstefna Sjálfsbjargar FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.