Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Síða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Síða 32
Ávarp ÖBÍ á Degi fatlaðra 3. desember 1998: AFLÉTTUM AÐSKILNAÐARSTEFNUNNI Með mannréttindasáttmálum höfum við íslendingar skuld- bundið okkur til að tryggja að hver einstaklingur eigi kost á fullri þátttöku í menningar- og mannlífi þjóðarinnar. Þegar við nú fögnum hálfrar aldar afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, er við hæfi að líta ögn í eigin barm og spyrja: Hvernig höfum við staðið við okkar hlut? Vart þarf að fara mörgum orðum um að þeim öryrkja sem einungis getur reitt sig á bætur almannatrygg- inga er í reynd haldið frá eðlilegri þátttöku í mannlífinu. Hann má kallast góður ef hann þarf ekki að leita á náðir hjálparstofnana, en tölur sýna að rúmur helmingur skjólstæðinga Hjálparstofnunar kirkjunnar og Rauða krossins eru öryrkjar - fólk sem vegna fötlunar og veikinda hefur ekki til hnífs og skeiðar. Þetta ástand hefur Hjálparstofnun kirkjunnar gagnrýnt og skorað á íslensk stjómvöld að bæta svo net almannatrygginga að þeir sem þurfi á því að halda geti skapað sér mannsæmandi líf. Aðskilnaðarstefna á grundvelli fötlunar Til viðbótar við þessar lágu bætur er hér á landi beitt ýmsum stjórnvalds- aðgerðum sem sporna gegn atvinnu- þátttöku öryrkja, menntun og fjöl- skyldulífi. Hér er fyrst og fremst um að ræða jaðarskatta og tekjutengingar sem gagnvart öryrkjum ná út fyrir öll réttlætis- og skynsemismörk. Má í því sambandi minna á að bæði prestastefna og umboðsmaður fatl- 32 Mannréttindasáttmálar aðra hjá Sameinuðu þjóðunum hafa gagnrýnt það að hér á landi skuli tekjutrygging öryrkja háð tekjum maka þeirra, gagnstætt því sem við- gengst um atvinnuleysisbætur og aðrar tryggingabætur. Það vekur því óneitanlega nokkra furðu að á sama tíma og stjórnmálamenn hafa hvað mestar áhyggjur af stöðu fjölskyld- unnar og háum jaðarsköttum skuli þeir ekki hefjast handa þar sem gróf- legast er grafið undan fjölskyldum og jaðarskattar koma harðast niður. Ljóst er að þótt það eigi ekki að heita svo að hér séu í gildi sérreglur um borgararéttindi öryrkja, þá er það svo í reynd. Það er líka ljóst að ef eitthvert annað ríki færi svona með fólk á grundvelli litarháttar myndum við kalla það aðskilnaðarstefnu, mótmæla á alþjóðavettvangi og taka þátt í viðskiptabanni. Hér er með öðrum orðum um aðskilnaðarstefnu að ræða - aðskilnaðarstefnu sem grundvölluð er á fötlun. í dag vill enginn kannast við að hafa kært sig kollóttan um kynþátta- misrétti og hér á landi hefur skilningur á jafnrétti kynjanna aukist svo mjög að segja má að þegar talað er um jafnréttismálin þá detti okkur varla annað í hug en átt sé við jafnrétti karla og kvenna. í allri kvenfrelsis- umræðunni, sem vitaskuld hefur verið gríðarlega mikilvæg fyrir allt okkar samfélag, er eins og það hafi farið framhjá stjórnmálamönnum að jafn- rétti er hvergi eins gróflega brotið og gagnvart öryrkjum. Þeir ráðamenn sem ákvarða öryrkjum jafn lágar bætur og raun ber vitni verða að fara horfast í augu við þá staðreynd að með því eru þeir að útiloka þá frá eðlilegri þátttöku í samfélaginu, að með því eru þeir að framfylgja aðskilnaðarstefnu. Lífseigir fordómar En hvers vegna virðast ráðamenn ekki skynja alvöru málsins? Því miður verður ekki fram hjá því horft að allt of stór hluti svarsins felst óhjákvæmi- lega í þeirri staðreynd að þorri stjóm- málamanna á enn of langt í land með að bera fulla virðingu fyrir fötluðum, á m.ö.o. við of mikla fordóma að stríða. Og þegar talað er um fordóma er rétt að taka það skýrt fram að for- dómar eru okkur í fæstum tilfellum með öllu sjálfráðir eða meðvitaðir, og oftar sprottnir af lítilsigldu sjónar- homi en illum hvöt- um. Þetta má glöggt sjá hjá ýmsum þeim sem telja sig hafa full- an skilning á rétt- indabaráttu öryrkja en afhjúpa sífellt hug sinn með tungutakinu einu, tala til dæmis um samúð í stað sam- stöðu og mannúð í stað mannréttinda, tala um þá sem minna mega sín og jafnvel sína minnstu bræður. Við minnumst þess stundum með óhug hve stutt er síðan lög- in um vistarbandið Þessi mynd prýddi aðra heilsíðuauglýsingu Öryrkjabandalagsins.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.