Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 20
Kynning
framkvæmdastj óra
Nýlega réði það ágæta félag
Heyrnarhjálp sér nýjan
framkvæmdastjóra. Það er
Málfríður Gunnarsdóttir sem þar mun
í stefni standa. Ritstjóri átti við hana
stutt viðtal en sá góði siður hefur gilt
hér í blaðinu að framkvæmdastjórar
félaga okkar hafa fengið nokkra
kynningu. Málfríður er einmitt frá
síðasta aðalfundi fulltrúi Foreldra- og
styrktarfélags heyrnardaufra í stjórn
Öryrkjabandalags íslands, en hún er
einnig formaður þess félags.
Aðeins skal stiklað á því stærsta
varðandi menntun og starfsferil Mál-
fríðar.
Hún er með almennt kennarapróf
og stúdentspróf frá Kennaraskóla
íslands. Hún hefur í 5 ár stundað nám
í sérkennslu, sérhæft sig í kennslu
heyrnarlausra/skertra og barna og
ungmenna með hegðunar- og tilfinn-
ingatruflanir. Hún hefur einnig sótt
ýmis námskeið og ráðstefnur sem
faginu tengjast svo og í stjórnun og
tölvuhæfingu.
Málfríður vann rúman áratug við
Heyrnleysingjaskólann, bar
lengst af ábyrgð á ráðgjafarþjónustu
skólans, stjórnaði einnig ýmsum
námskeiðum og flutti fyrirlestra.
1991-1997var Málfríður í Ósló, fyrst
við ráðgjöf og stuðning við heyrn-
arskert börn, kennara þeirra og for-
eldra, en síðar við nýja leiðandi stofn-
un þar fyrir einhverfa, Nordvoll skole-
og autismcenter. Starfaði heimkomin
á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á
Reykjanesi sem deildarstjóri barna-
sviðs og starfar þar er viðtalið fer
fram. Málfríður hefur verið virk í
félagsmálum, erfulltrúi menntamála-
ráðuneytis í stjórn Heyrnar- og tal-
meinastöðvar Islands og er stjórn-
armaður í Samskiptamiðstöð heyrn-
arlausra og heymarskertra. Málfríður
er gift og á þrjú böm, tvö þau yngri
eru fædd með mikla heyrnarskerð-
ingu.
I góðu viðtali við ritstjóra yfir
veitingum vænum í vistlegu húsnæði
Heyrnarhjálpar bar margt á góma og
Málfríður Gunnarsdóttir.
þess freistað að blaðfesta nokkur
atriði.
Málfríður er ráðin framkvæmda-
stjóri frá 1. jan. þessa árs, hlutastarf
til haustsins, en þá endurmetið, hversu
starfshlutfall verður hátt. Hún segist
taka við starfinu við dálítið sérstakar
aðstæður, veikindi Jóhönnu S. Einars-
dóttur og síðar andlát þeirrar
afbragðskonu lamaði eðlilega mjög
starfsemi félagsins. Vilji Málfríðar
stendur markvisst til að byggja sem
best upp. Hún segist nú leggja
aðaláherslu í upphafi á það að fara
sem best yfir og skilgreina ástandið,
en Ijóst að verkefni skortir ekki. Hún
kvað stjórnarfund hafa rætt forgangs-
mál sem væru þau að bæta aðgengi
sem best, hafa áhrif sem allra mest á
góða og skjóta afgreiðslu heyrnar-
tækja og annarra hjálpartækja, en hjá
HTI er nú allt upp í ársbið eftir heyrn-
artækjum. Málfríður kvað Heyrnar-
hjálp vera í góðum tengslum við HTI,
samstarfsvettvangur væntanlegur þar
sem fulltrúar félags og stöðvar mundu
hittast reglulega. Hún sagðist telja að
Heyrnarhjálp ætti af afli að beita sér
fyrir því við fjárveitingavaldið, að það
veitti fullnægjandi fé til HTÍ þannig
að stöðin gæti gegnt sínu hlutverki
eins og til er ætlast í lögum um
Heymar- og talmeinastöð Islands. En
aftur að baráttumálum:
Textun sem mest í sjónvarpi, ekki
síst með tilliti til þess hve margt
fólk myndi nýta sér slíkt, fólk sem
ekki getur fylgst nægilega með tali.
Málfríður nefndi það sérstaklega að í
nánd væru kosningar og sjálfsagt
réttlætismál að allir fengju kynningar
notið fyrir þær. Þá er tónmöskva-
kerfið eitt forgangsmála, að tón-
möskvi verði á sem flestum stöðum
sjálfsagður hluti aðgengis.
Stjórn Heyrnarhjálpar hafði ein-
mitt stefnt að því að árið í ár yrði ár
tónmöskvans og það yrði reynt að
framfylgja því. Vilji Málfríðar
stendur til þess varðandi tónmöskv-
ann að kynna möguleika hans í félags-
starfi eldri borgara, þar sem mikil
nauðsyn væri á því að salir þess fólks
væru með tónmöskva. Málfríður
lagði áherslu á að mörg þessara atriða
kölluðu á sjálfsagða samleið Félags
heyrnarlausra og Heyrnarhjálpar.
Varðandi starf Heyrnarhjálpar
kvað Málfríður mikla nauðsyn
til bera að landsbyggðin verði ríku-
lega inni í myndinni, auka þyrfti þjón-
ustuna úti á landi, en ritstjóri minnist
þess hve vel Heyrnarhjálp þjónaði
landsbyggðinni áður á árum.
Málfríður minnti á þann mikla
fjölda sem Heyrnarhjálp þyrfti að ná
til, félagar innan við 300, en talið væri
að 10% fólks væri með skerta heym
og um 8000 manns notuðu heyrnar-
tæki hér á landi.
Málfríður sagðist horfa til þess að
geta veitt sem besta fræðslu um öll
þau hjálpar- og heyrnartæki sem til
væru og hvemig þau virkuðu, koma
helst á námskeiðum fyrir fólk sem
nota þarf þessi tæki, forvamaþátturinn
væri einnig þýðingarmikill, upplýsa
fólk um hætturnar. í því sambandi
sagði hún að stór hluti heyrnar-
skerðingar væri vegna hávaðaskaða.
Að endingu sagðist Málfríður
hlakka mjög til að takast á við þau
fjölbreyttu verkefni sem bíða. I því
fælist umtalsverð áskorun að taka við
slíku starfi.
Hún vonar einmitt að nú sé góður
tími framundan hjá Heyrnarhjálp og
þess óskar ritstjóri einnig sem veit að
mál muni í góðum mundum Málfríðar
dafna og verða til farsældar. H.S.
20