Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1999, Blaðsíða 8
krafti. Læknirinn minn, Gissur Gottskálksson, samsinnti því um daginn, að heilmikið væri eftir af mér ennþá.” - Áttu eitthvert uppáhalds sport eða áhugamál? “Golfið! Það sameinar svo margt, útiveru, hreyfingu, göngu. Eg nýt þess að fara út á golfvöll með konu minni og ekkert keppikefli að spila heilan hring, alveg eins hálfan, við förum bara því oftar. Ferðalög eru mikið áhugamál. Ég hef verið svo blessunarlega heppinn að störf mín hafa leitt mig um allan heim, til Ástralíu, Hong Kong og Hawai. Nú langar mig að fara að ferðast með eldra fólkinu. Helst myndi ég kjósa rólegar golfferðir.” Annað áhugamál er garðrækt. Konan mín á eftir að hlæja, þegar ég segi að mér finnist gaman að vinna í garðinum heima, henni finnst ég sjaldan taka til hendi þar. Vilhjálmur og eiginkona hans, Guðrún Árnadóttir eru frumbyggjar í Árbænum. “Þar er yndislegt að búa, logn í norðanátt, gróðursælt og stutt að ganga í Heiðmörk og Elliðaárdal.” - Ertu jákvœður um framtíðina? “Já, svo sannarlega. Ef við lítum hálfa ölda aftur í tímann, þá sjáum við að það er ekkert smávegis sem hefur gerst. Menn eru svo vanir að tala í neikvæðum tón, á sama tíma og land- inn kaupir nýjabíla eins og aldrei áður og 180 þúsund manns ferðast árlega til og frá landinu. Á meðan svo er þá er ekki hægt að tala um almenna fátækt í landinu.” - Hvað um utangarðsfólkið eða öryrkjana sem rnargir eiga vart til hnífs og skeiðar í allri ferðinni? “Því miður munum við ávallt hafa slík vandamál, en miðað við núver- andi velsæld í þjóðfélaginu, þá er ekki vafi í mínum huga að hægt er að bæta kjör öryrkja og aldraðra á mannsæm- andi hátt. Baráttan fyrir bættum kjör- um þeirra sem minna mega sín virðist endalaus.” Vilhjálmur er kvaddur. Dyrnar á Lottóinu ljúkast aftur. Lottóhatturinn hefur fengið nýtt vægi. Héðan í frá kaupi ég lottómiða og hlýt alltaf vinning - vitneskjuna um að mitt litla framlag styður þá sem minna mega sín. Oddný Sv. Björgvins. HÖFÐINGLEG GJÖF eir tveir sjóðir, sem bandalagið hefur í sinni vörslu, hafa sannarlega mörgum að miklu gagni komið, en mestu skiptir þó sú aðstoð sem öryrkjar fá frá þessum sjóðum, þó önnur verkefni séu góðra gjalda verð. Hlutverk sjóð- anna eru þann- ig ólík að Sjóður Odds Olafssonar sinnir fjöl- b r e y 11 a r i verkefnum, þannig mætir einn af fimm verkefna- f 1 o k k u m s j ó ð s i n s öryrkjum sérstaklega en fjöldi úthlutana þannig þó umtals- verður. Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur hefur hins vegar það sem megin- verkefni að veita öryrkjum stuðning, enda fer mikill meirihluti úthlutunar- fjár sjóðsins til þess. Sjóðirnir eru einnig með mismun- andi fjármagn til ávöxtunar og lætur nærri að fjármagn Oddssjóðs sé tveimur og hálfum sinnum meira en Sigríðarsjóðs, enda sinnir sá sjóður dýrari og fjölbreyttari verkefnum. En því er þessi þula höfð hér uppi að sjóðum þessum báðum barst nú um áramótin síðustu einstaklegahöfðing- leg gjöf, sem eflir sjóðina vel til átaka góðra. Er skemmst frá því að segja að aldraður hollvinur okkar hér, Sigur- geir Steinsson, sem gengur þó oftar undir nafninu Lilli, gaf sjóðunum tveim húseign sína að Ránargötu 3 a hér í borg, tvær hæðir, ris og kjallara. Skal andvirðið skiptast jafnt milli sjóðanna tveggja. essi rausn Sigurgeirs er sannarlega lofs virði og kemur sér heldur betur vel fyrir sjóðina tvo. Andvirði þessarar ágætu húseignar mun bætast við höfuðstól sjóðanna og með ávöxtun hans mun þetta færa sjóðunum auknar ráðstöfunartekjur og þannig verður unnt að gjöra fleir- um betur til góða í úthlutun styrkja úr sjóðunum báðum. Sigurgeiri var svo af þessu tilefni haldið huggu- legt kaffisam- sæti í febrúar- byrjun þar sem sjóðsstjórn- irnar voru mættar ásamt formanni Ö r y r k j a - bandalagsins. Þar voru Sigurgeiri færðar hinar einlægustu þakkir fyrir gjöfina góðu, bæði í lausu sembundnu máli. Hauk- ur Þórðarson færði Sigurgeiri svo forlátafallegan íslenskan stein frá Öryrkjabandalagi Islands, en sjóðirnir báðir í þess vörslu. Á steininn var fagurlega letrað: Sigurgeir Steinsson Hjartanlegar þakkir fyrir höfðinglega gjöf. Öryrkjabandalag Islands. Hinn síungi og hressi Sigurgeir þakkaði fyrir sig og kvaðst vona að þessi gjöf mætti að gagni koma. Fer vel á því að Ijúka frásögninni með einni vísu úr þakkaróði til Sigurgeirs: Þín er rausnargjöfin góð gagnast mun hún vel hjá þjóð. Færir okkur fé í sjóð, fólki mörgu að liði, því sem hefur menntun góða að miði. Hér eru færðar hinar hlýjustu þakk- ir fyrir frábæran stuðning við sjóði sem hafa það að markmiði að létta fólki lífsgönguna með því að gjöra því fært að auka við þekkingu sína og menntun, svo sem hugur hvers og eins stendur til. Megi þér verða hver stund sem best og blíðust, Sigurgeir. H.S. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.