Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Page 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Page 9
Vettvangsferð í líffræðideild Háskólans. Bekkjarfélagar Jóns toga hann yfir erfiðasta hjallann. mínútum síðar fór ég að hallast í stólnum og eftir tuttugu mínútur náði ég ekki að rétta mig - varð að gefast upp í miðjum fréttatíma. Erfiðasta þrautin fyrstu árin var að æfa upp setuþol. Eftir tvö ár var ég búinn að ná tveggja tíma setuþoli. Mjög margir gefa sig þarna og eru nánast í rúminu eftir þetta. Merkilegt hvað sumir eiga auðvelt með þetta, sem öðrum reynist mjög erfitt. A þessum árum var hámarks vinnugeta fyrir lamað fólk talin vera að sitja við að svara í síma. Aðrir með mænuskaða á undan mér voru komnir í símavörslu. Ég sat við símann í tvö ár, en undi því illa. Símavarsla var ekki það sem ég leitaði eftir í lífinu. Fyrsta árið var ég staðráðinn í því að fara aftur í búskapinn. Hélt endilega að ég myndi rísa upp úr þessu og geta farið aftur að hokra. <Heimsókn í heimahaga opnaði augu Jóns fyrir erfiðu líkamlegu ástandi sínu, en gerði hann enn einbeittari að vinna sig upp úr þessu.> Sú ákvörðun mín breyttist fljótt eftir heimsókn í Úthlíð. Þá fékk ég fyrsta áfallið. Minningar um keppn- ishlaup og spretthlaup um hlíðarnar heima helltust yfir mig. Tilfinningin að geta ekkert gert heltók mig, en örvaði mig um leið til enn meiri ein- beitingar og dugnaðar að vinna mig upp úr þessu. Þá ákvað ég að fara að mennta mig. Haustið 1979 voru möguleikar til náms fyrir fólk yfir tvítugt gjörbreyttir með opnun Öldungadeildar Menntaskólans í Hamrahlíð. Jóhann Pétur ruddi brautina fyrir mig, þá nýbúinn að ljúka prófi frá Hamrahlíð. Ég var bara með venjulegt barna- skólapróf þegar ég lenti í slysinu og þorði ekki beint í menntaskóla, en tók níunda bekk grunnskólans hjá Námsflokkum Reykjavíkur sem voru þá í Laugarnesskóla. Vandamálið var tröppumar upp í skólann, en Baldur bróðir minn bjargaði mér og mætti á staðinn á hverju kvöldi. Sjálfur ók ég þangað frá Reykjalundi, en ári eftir slysið var ég kominn á eigin bíl. Geysilegir minnisvarðar Hjólastóllinn var fyrsta frelsið. Annað frelsið þegar ég fékk eigin bfl. Þriðja stórfrelsið var þegar ég náði að koma hjólastólnum inn og út úr bíln- um. Þetta eru geysimiklir minnisvarð- ar á leiðinni til sjálfsbjargar. Eftir að ég réð við að taka stólinn inn og út úr bílnum, gat maður farið hvert sem var - án þess að hafa einn né neinn til að hjálpa sér. Þetta var geysilega stórt skref. Ég kom á Reykjalund gjörsamlega máttlaus og ósjálfbjarga, en útskrif- aðist þaðan með stúdentspróf og vel sjálfbjarga. Félagar mínir á Reykja- lundi samfögnuðu mér vel þegar stúdentinn var í höfn. Ég hafði verið í æfingum að deginum, en öldunga- deildin var kvöldskóli. Strax á fyrstu önn í Hamrahlíð fann ég fagið sem ég leitaði að. Líffræðin tengdist búskapnum og svaraði mörg- um spurningum sem brunnu á mér, eins og: Hvernig starfar lífið? Hver er grunneiningin í því? Hvernig vinn- ur þetta allt saman? Lífeðlisfræði og erfðafræði voru mínar uppáhalds- greinar og ég tók ákvörðun um að skella mér í líffræði í Háskólanum og þaðan lýk ég prófi 1986.” Nú kennir Jón meira en fulla kennslu í líffræði við Verslun- arskóla Islands. Með erfðafræðina svona mikið í sviðsljósinu er sjálfsagt að spyrja Jón, hvernig honum finnist umræðan í þjóðfélaginu? “Þekking í erfðafræði er orðin svo geysileg að maður botnar ekki í henni. Klónun þekktist ekki á minni skólatíð. Það þarf háskólakúrsa af stórri gráðu til að skilja þetta, eða framhaldsnám til að fylgjast. En mér finnst umræðan alltof mikið snúast um, að þetta megi ekki út af einhverju almætti, að einhver hætta sé til staðar sem enginn veit hver er. Þetta er ekkert annað en tefja framgang þekkingarinnar. Spurningin er siðferðileg. Hvað mönnum leyfist að ganga langt í nátt- úrunni? En hver hefur leyfi til að tak- marka notkun á þekkingu? Sterk hald- bær rök verða að vera fyrir því að það megi ekki. Allt þetta er mjög forvitni- legt. Ég væri ekki að kenna líffræði nema mér fyndist það skemmtilegt, en kennsla er mikil tækni og ákaflega breytileg frá einum bekk til annars. Þú spurðir mig um sálina áðan. Segja má að líkja megi lömuðum einstakl- ingum við marga nemendur mína, einstaklinga með sár á sálinni sem ég kennarinn ræð ekki við. Það jákvæð- asta síðan ég byrjaði að kenna er - að nú er farið að viðurkenna og lækna þessi sár með samtölum. Námsráð- gjafar og sálfræðingar eru komnir í skólana sem hafa breytt heilmiklu á síðustu fimm til sex árum. SEM hópurinn var stofnaður til að ná sárum úr sálinni, sem því miður fáir komast yfir. I samtökunum eru tveir einstaklingar sem hafa náð að sérhæfa sig í læknisfræði, þau Anna Geirsdóttir og Óskar Magnússon. Þau hljóta að hafa náð að lækna sín sár fyrst þau hafa orku til að lækna sár annarra. Hjólar mikið heima og erlendis Algjör bylting hefur orðið í hjól- reiðastígum hér heima. Ég reyni eins og ég get að hjóla stígana eins og FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.