Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Side 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Side 14
Guðrún K. Þórsdóttir framkvæmdastjóri FAAS: Útdráttur úr niðurstöðum könnunarinnar á líðan og þörf aðstandenda Alzheimerssjúklinga s sem Guðrún K. Þórsdóttir og Ingibjörg Asta Gunnarsdóttir félagsmannfræðingur gerðu fyrir Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga Saga Alzheimers: Alzheimerssjúkdómurinn er algengastur þeirra sjúkdóma sem valda minnissjúkdómum eða heila- bilun. Nafn sjúk- dómsins er kennt við þýska lækninn Alois Alzheimers sem lýsti honum fyrst í fyrirlestri árið 1906 og í fræðigrein sem komútárið 1907. Nákvæmar upp- lýsingar um tíðni sjúkdómsins eru ekki fyrirliggj- andi, en talið er að um 5-7% fólks 65 ára og eldra þjáist af sjúkdómnum. Það samsvarar á rnilli 1300 og 1800 manns hér á landi. Alois Alz- heimers lýsti í fyrrnefndri fræðigrein árið 1907 sjúkdómsferli konu að nafni Auguste D., en hún var sjúklingur hans á sjúkrahúsinu í Frankfúrt, Þýskalandi, frá upphafi 20. aldarinnar. Læknis- fræðileg lýsing Alois Alzheimers er mjögnákvæm. Öll hegðun sjúklings- ins og atferli var skráð, og er sjúk- dómsferlið nákvæmlega skrásett frá árinu 1901 og allt til dauðadags Aug- ustu D. árið 1906. Þegar hún dó gerði hann krufningu á heila hennar og lýsti útfellingum sem hann sá og sem enn þann dag í dag eru hornsteinar meina- fræðilegrar greiningar sjúkdómsins. Næstu 60 árin þar á eftir var sjúk- dómurinn álitinn afar sjaldgæfur og talinn leggjast eingöngu á miðaldra og gamalt fólk. A 7. áratugnum var það ljóst að Alzheimers var ein algeng- asta orsök þess sem menn kölluðu kölkun, seinna elliglöp eða heila- rýrnun, enn seinna heilabilun og í dag minnissjúkdóm eða “de-mens” á lat- ínu, sem þýðir frá-hugur eða úr-hugur. Forsendur viðhorfskönnunarinnar: Aðstandendur minnissjúkra hafa oft verið kallaðir “hinir gleymdu þolendur” og ættingjar og aðrir ná- komnir hafa lýst þessari vitsmunalegri hrörnun á ástvini sem “lifandi dauða”. Hið þrotlausa álag sem umönnun veldur hefur verið kallað “36 stunda sólarhringurinn”, vegna hins mikla og stöðuga álags og ábyrgðar sem umönnun minnissjúkra felur í sér. Stjórn FAAS fól umsjónaraðilum þessarar könnunar að athuga meðal félagsmanna og maka þeirra þörf og líðan aðstandenda heilabilaðra. Könnunin var jafnframt gerð til að kanna þörf félagsmanna FAAS á virk- ara starfi félagsins í þágu skjólstæð- inga þess. Könnunin var framkvæmd á haust- mánuðumárið 1998. Könnunin snér- ist ekki um sjúklingana sjálfa eða líðan þeirra heldur var sjónum beint eingöngu að aðstandendahópnum. I hvaða sporum eru aðstandendur minnissjúkra, hver er þörf þeirra, hvernig líður þeim og hvað finnst þeim að betur mætti fara í aðhlynn- ingarmálum heilabilaðra? Þessum spurningum var velt upp. Okkur lék forvitni á að vita hvaða fyrirkomulag umönnunar aðstandendur teldu heppi- legast að ástvinir þeirra nytu á mis- munandi stigum minnissjúkdómsins. Einnig fannst okkur áhugavert að athuga samskiptamunstur heilabilaðra og aðstandenda þeirra, svo og að skoða hvaða breytingar verða á lífs- munstri aðstandenda þegar ástvinur greinist með minnissjúkdóm, hvert þeir geta leitað, hvernig þeim finnst sér vera tekið og að lokum hvaða úrræði standa þeim opin? Mælitæki: Spurningalisti með 52 spumingum var saminn með hliðsjón af þekkingu, reynslu og menntun umsjónaraðila könnunar. Aðrir spumingalistar vom ekki hafðir til hliðsjónar heldur var spurningalisti þessi saminn sérstaklega með þann markhóp, aðstandendur minnissjúkra, sem þátt átti að taka í könnuninni, í huga. List- inn hafði aldrei verið lagður fyrir áður. Spumingamar vom aðallega lokaðar, nokkrar voru þó opnar. Spurningunum var skipt upp í tíu flokka; 1) upplýsingar um tengsl svarenda við sjúkling og hvort svarað var út frá núverandi eða fyrri reynslu, 2) upplýsingar um sjúklinginn, kyn, sjúkdómsgreiningu, aðstæður hans og fl., 3) upplýsingarumsjúkdómsferlið sjálft og stig sjúkdómsins, 4) upplýs- ingar um aðgengi útskýringa til handa aðstandendum eftir greiningu sjúkl- ings, 5) upplýsingar um breytingar á vinnutilhögun og frítíma aðstandenda, 6) upplýsingar um skilning nánustu fjölskyldu, ættingja og vina á sjúkdómnum og hegðunarbreytingum hjá sjúklingi, 7) upplýsingar um erfiðleika aðstandenda og líðan, 8) upplýsingar um hvert aðstandendur leita aðstoðar með sjúklinginn og hvernig heimsóknum sé háttað frá ættingjum og vinum, 9) upplýsingar um væntingar aðstandenda til FAAS og 10) upplýsingar um ákjósanleg úrræði fyrir minnissjúka og æskilega eiginleika hjá starfsfólki, sem annast minnissjúka. Þátttaka: Sótt var um leyfi fyrir könnuninni til Tölvunefndar og eftir að það var fengið voru 200 eintök af spurninga- listanum send út til félagsmanna FAAS og maka þeirra. Frímerkt um- slag fylgdi spurningalistanum til að þáttakendur gætu endursent listana sér að kostnaðarlausu. Alls svöruðu 53 félagsmenn og 14 makar þeirra eða 67 í allt. Þátttakendur voru á aldrinum 34ra Guðrún K. Þórsdóttir Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.