Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Side 50

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Side 50
• IBRENNIDEPLI s liðnum mánuðum hafa tvenn lög sl. vetrar er varða trygg- ingamál tekið gildi. 1. júlí sl. tók úrskurðamefnd tryggingamála til starfa og von okkar sú að henni auðnist að úrskurða svo að réttmæt úrlausn fáist hverju sinni. Vaxandi fjöldi fólks vill freista þess að fá úrlausn þeina mála sem synjað hefur verið af Tryggingastofnun ríkisins og rétt að láta reyna á réttmæti þess eða leiðréttingu fyrir óháðri úrskurðar- nefnd. Nefndinni fylgja héðan farar- óskir góðar þar sem réttsýni muni ráða ferðinni umfram allt. 1. sept. sl. tóku svo gildi lögin um breytingu á örorkumati þar sem það inntak er öllu mikilvægara að tekjur hafi ekki áhrif á örorkumat, heldur séu hinar læknisfræðilegu forsendur einar látnar ráða. Báðar þessar lagabreytingar voru eindregið studdar af Öryrkjabandalagi Islands sem einnig fékk fram ákveðnar breytingar sem miklu skiptu hvað varðar óhæði úrskurðamefndar. Við höfum þær vonir að hvoru tveggja breytingin verði til góðs, vit- um raunar að örorkumat getur alltaf verið umdeilanlegt en inn í þá mynd koma þá ný ákvæði um það að þau sem undir mat gangast svari sjálf til um getu sína og færni. Samhliða góðu læknisvottorði geta svör fólks skýrt myndina og glöggvað forsendur svo matsprósentan verði enn öruggari að allri undirstöðu. Menn hafa eðlilega nokkrar áhyggjur af matsþróun hvað varðar hin erfiðu skil milli læknis- fræðilegra og félagslegra forsendna en því einu trúað að þar muni réttsýni ráða sem allra best. ✓ Iblaðinu nú er greint frá ánægju- legum og merkum atburði t sögu þeirrar ágætu stofnunar okkar, Hring- sjár, starfsþjálfunar fatlaðra. Þjón- ustusamningur hefur verið gjörður milli Hringsjár og Öryrkjabanda- lagsins annars vegar og Trygginga- stofnunar ríkisins hins vegar um þjónustu Hringsjár fyrir fólk sem er á endurhæfingarlífeyri, ýmist í formi svipaðrar starfsþjálfunar og farið hefur fram með ágætum árangri í Hringsjá eða þá í formi námskeiða áþekkum þeim sem Hringsjá hefur verið með í gangi og að lokum í formi ráðgjafar og faglegs stuðnings s.s. Hringsjá hefur verið með einnig. Þegar eru komnir nemendur í Hringsjá skv. samningi þessum í hina eiginlegu starfsþjálfun, námskeið skv. honum verður nú á haustdögum og svo fer starfið í fullan gang samkvæmt samningnum á næsta ári. essu ber að fagna, ekki síst því frumkvæði er TR hafði um þetta mál, en staðfestir enn þá eindregnu skoðun okkar að Hringsjá gegnir ómetanlegu hlutverki í samfélaginu, nýtur verðskuldaðs trausts og hefur alla burði til enn frekari átaka í þágu fatlaðra. Hið háa hlufall nemenda sem ýmist fer í starf eða frekara nám að loknum sínum þrem önnum í Hringsjá hefur sannað svo ekki verður um villst dýrmæti þessarar stofnunar. Trú okkar sú að hið sama verði uppi á teningnum varðandi þennan viðbótar- samning, en eins og rnenn vita er einnig í gangi þjónustusamningur við félagsmálaráðuneytið um starfsemina í Hringsjá s.s. hún hefur verið í tímans rás. Hringsjá ber að festa tryggilega í sessi og auka veg hennar og vægi og undirritaður er þeirrar skoðunar að það verði best gjört með því að setja sérlög um Hringsjá, stöðu hennar og hlutverk s.s. er um t.d. Sjónstöð íslands og Samskiptamiðstöð heym- arlausra og heyrnarskertra. Erindi þ.a.l. verður sent til félags- málaráðherra og í fyrirvara undimtaðs um frumvarp til laga um félags- þjónustu verður þetta eitt aðalatriðið. En samstarfinu milli Trygginga- stofununar og Hringsjár ber sérstak- lega að fagna og verður án efa góður gæfuauki þeim sem njóta s.s. raunin hefur orðið um aðra þá er Hringsjá hefur fært framtíðarhlutverk. Löngu og tímafreku starfi laga- nefndarfélagsmálaráðuneytis er nú lokið og afrakstur þess í fullbúnu frumvarpi liggur nú fyrir. Laganefnd- in var skipuð 9 fulltrúum auk starfs- manna og verkefni hennar var að endurskoða lög um félagsþjónustu svo og ekki síður að fella ákvæði laga um málefni fatlaðra inn í félagsþjón- ustulögin. Að því loknu skyldu sérlög um málefni fatlaðra heyra sögunni til, allt skyldi fært inn í hina almennu og þá um leið algildu löggjöf þar sem fatlaðir ættu sama ótvíræða réttinn til þjónustu eftir þörfum eins og allir aðrir þegnar samfélagsins. Gott markmið gæfulegra fyrirheita. Mála sannast leit verkið þannig út frá sjón- arhóli undirritaðs sem var í nefndinni f.h. Öryrkjabandalags íslands að öllum atriðum réttindalöggjafarinnar um málefni fatlaðra yrði að skila heilu og höldnu inn í lögin um félags- þjónustu. 50

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.