Spássían - 2013, Blaðsíða 2

Spássían - 2013, Blaðsíða 2
2 Spássían er vöknuð af óvenjulöngum vetrardvala en þetta árið sameinast vor- og sumarheftið í eitt tölublað, sem er því tvöfalt að stærð og efnið fjölbreytilegt eftir því.  Uppvakning af ýmsu tagi er til umfjöllunar á síðum Spássíunnar að þessu sinni og við spáum m.a. í það hvernig íslenskt menningarlíf komi undan vetri. Nýlegar umbyltingar í pólitíkinni skipta vitanlega máli, í menningarmálum sem annars staðar, og ljóst er að margir vonast eftir að fram undan sé uppbygging en aðrir óttast niðurrif. Eins og Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi menningarmálaráðherra, segir í viðtali eru stjórnvöld aldrei hlutlaus í menningarmálum. Að ákveðin uppvakning hafi orðið undanfarin ár hvað varðar viðhorf í garð hinna skapandi greina og styrkja til grasrótarstarfsemi. Hún bendir hins vegar einnig á að menningarstofnanir okkar hafi orðið fyrir miklum niðurskurði og þurfi nú á innspýtingu að halda.  Menningarlífið á Akureyri er til sérstakrar umfjöllunar, en í svo litlu samfélagi birtast langvarandi áhrif efnahagshrunsins með afar skýrum hætti og endurspegla ástandið í samfélaginu almennt. Af viðtölum við forsvarsmenn menningarstofnana, listamenn og eigendur sjálfstæðra listrýma má ráða að þótt menningarstofnanir jafnt sem grasrótarstarf hafi haldið sínu striki af ótrúlegum krafti miðað við aðstæður, og þá aðallega fyrir tilstilli ósérhlífinna einstaklinga, er nú kannski kominn tími til að staldra við og íhuga forgangsröðina. „Þegar fyrirbæri eins og Listagilið hafa sannað sig finnst mér eðlilegt að settur sé meiri peningur í þau af hálfu bæjarfélaga til að þau geti lifað og dafnað“, segir Aðalheiður Eysteinsdóttir listakona. Eins og fram kemur í viðtalinu við Katrínu Jakobsdóttur sækja Íslendingar mikið í listir og menningu. Þegar kemur að endurgjaldi eigum við hins vegar til að fara í baklás. Og ekki aðeins hvað peninga varðar, þótt þeir skipti afar miklu máli, en í myndaþættinum „Uppvakning“ er brugðið á leik með spurninguna hvort það skipti máli hvort við neytum listmenningar á óvirkan hátt eða lítum á hana sem eitthvað sem allir taka þátt í að skapa.  „Uppvakningurinn sem heiladauð manneskja er nokkurs konar tómur strigi fyrir samfélagsgagnrýni, að minnsta kosti hverja þá ádeilu sem beinist að hjarðhegðun mannfólks“, segir Gunnar Theodór Eggertsson í greininni „Volgir kroppar og holdi klæddar sálir“. Í því ljósi er umhugsunarefni hvers vegna uppvakningar eru svo vinsælir í kvikmyndahúsum og á sjónvarps- eða tölvuskjánum um þessar mundir. Finnst okkur þörf á slíkri ádeilu? Í íslenskum bókmenntum höfum við einnig fengið að sjá nokkurs konar uppvakninga, sem tákn um andóf gegn hjarðhegðun, en í greininni „Daufir karlar með sölnaða ritvélaborða“ fjallar Auður Aðalsteinsdóttir um sögupersónur sem neita að taka þátt í darraðardansi heiladauðs fjölda, neita að taka þátt í slíku „lífi“ en þvælast í staðinn um eins og lifandi dauðir. Bragi Ólafsson er einn þeirra sem skrifar um slíkar persónur og hann viðurkennir í viðtali að boðskapur bóka sinna sé ekki beint uppbyggilegur. En um leið vaknar spurningin: Hverjir eru hinir heiladauðu og óvirku; þeir sem standa utan við fjöldann eða þeir sem eru hluti af fjöldanum? Klónar eru vinsælt minni í kvikmyndum, líkt og uppvakningar, en í grein um „Draum hins djarfa manns“ fjallar Ásta Gísladóttir um þá undarlegu þversögn að í bandarískum kvikmyndum þar sem einstaklingseðli hetjunnar aðgreinir hana frá klónuðum fjölda virðist það einstaklingseðli helst birtast í þrá eftir því að lifa „venjulegu“ lífi; því lífi sem er nú raunveruleiki fjöldans á hverjum degi. Andstætt íslensku bókunum virðist Hollywood því bera á borð þann boðskap að líf okkar nú sé lífið eins og það eigi að vera, en ekki heiladautt hópefli. Uppvakningarnir; það eru aðrir, ekki við.  Ekkert okkar vill vera hluti af andlitslausum, heiladauðum massa – og fæst okkar myndu nokkurn tíma fást til að viðurkenna að við tilheyrðum honum. En lifandi menningarlíf, virk þátttaka í samfélaginu, felst ekki síst í því að líta í eigin barm og uppgötva uppvakninginn í sjálfum sér. Það hefur Spássían gert og komist að því að hún er eflaust of virk á sviði hins venjulega og ekki nógu virk í því sem afbrigðilegt getur talist. Kannski náum við að breyta því, kannski ekki, en við huggum okkur við að það eru að minnsta kosti ekki margir klónar þarna úti. ÞAKKIR uppvakningar meðal vor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.