Spássían - 2013, Page 33

Spássían - 2013, Page 33
33 Í febrúar 2013 gaf norski höfundurinn Jostein Gaarder út bók sem bar titilinn Anna. Fabúla um loftslag og umhverfi jarðar. Gaarder er heimsþekktur vegna skáldsögu sinnar um sögu heimspekinnar, Veröld Soffíu, sem kom út árið 1991 og hefur verið þýdd á um 60 tungumál, þeirra á meðal íslensku árið 1995. Nýja bókin gerist í Noregi árið 2012. Hina 16 ára gömlu Önnu dreymir oft að hún sé endurholdguð sem sitt eigið barnabarnabarn, Nova, sem einnig er 16 ára árið 2082. Heimurinn á tímum Novu er gjörólíkur þeim sem anna þekkir. Hörmulegar loftslagsbreytingar hafa átt sér stað og hlýnun jarðar heldur áfram þar sem vendipunkti hefur verið náð oftar en einu sinni. Stórir hlutar Jarðar eru óbyggilegir vegna þurrka og gróðurleysis. Hundruð milljóna hafa dáið vegna hungursneyða, loftslagsbreytingar komu af stað hamfaraveðri og örvæntingin hratt af stað stríðum. Dregið hefur stórkostlega úr líffræðilegum fjölbreytileika vegna eyðileggingarinnar á vistkerfi Jarðar. Í lykilsenu ásakar ofsareið Nova sína eigin langömmu – sem er engin önnur en hin 86 ára anna – fyrir að hafa tilheyrt kynslóðinni sem ber ábyrgð á þessum hörmungum og fyrir að hafa ekki gert nóg til að koma í veg fyrir þær. Gamla anna telur hins vegar að mögulega mætti breyta gangi sögunnar. Þegar unga anna vaknar af þessum draumi finnst henni að hún hafi nú sjálf fengið tækifæri til að bera ábyrgð á því og til að skapa öðruvísi framtíð. Í framhaldinu safnar hún saman alls kyns upplýsingum um það hvað gera þurfi og stofnar umhverfissamtök í skólanum sínum. Anna hefur hingað til fengið blendnar móttökur hjá norskum bókmenntagagnrýnendum. Sumir halda því fram að hin augljósu pólitísku skilaboð breyti því ekki að þetta séu góðar bókmenntir,2 en aðrir sjá alvarlega fagurfræðilega galla á verkinu. brynjulf Jung Tjønn gagnrýnir til dæmis ósamræmi í talsmáta aðalsöguhetjunnar, hann sé ýmist bráðger, fræðilegur, barnalegur, fljótfærnislegur eða gamaldags og ekki sannfærandi í munni 16 ára stúlku. Ódulin predikandi tónn höfundarins skipi honum þar að auki í hlutverk kennara og lesandanum í hlutverk nemanda. Niðurstaða Tjønns er sú að „Gaarder hefur verið uppteknari af því að koma á framfæri loftslagsboðskap en að skapa góðar unglingabókmenntir.”3 Gaarder hefur reyndar sjálfur kallaði Önnu „uppeldisfræðilegt verkefni“ og viðurkennir hiklaust að bókmenntalegur metnaður hafi ekki verið aðalatriðið við skrif þessarar bókar. Meginmarkmiðið hafi verið að koma á framfæri grundvallarupplýsingum um loftslagsbreytingar og tegundir sem eru að deyja út, í því skyni að hvetja unglinga til þess að láta að sér kveða í umhverfismálum.4 eflaust mun alltaf verða ákveðin spenna milli pólitísks og siðferðislegs boðskapar bókmennta og fagurfræðilegra þátta þeirra. bókmenntagagnrýnendur leggja skiljanlega meiri áherslu á hið síðarnefnda á meðan margir lesendur virðast uppteknir af því fyrrnefnda. reyndar eru stórir hlutar af hinni víðfrægu bók Gaarders, Veröld Soffíu, einnig undirlagðir af einræðum heimspekikennara, sem er aðeins einstaka sinnum truflaður af stöðluðu svari Soffíu: „Ég skil“. Þessi uppeldislega einhæfni kom ekki í veg fyrir að bókin hlyti gríðarlegar vinsældir sem enginn hafði séð fyrir. fólk ætti því ef til vill ekki að búast við því af Gaarder að hann skili af sér fagurfræðilega framúrskarandi unglingabók í þetta skipti. Hörðustu gagnrýnendurnir hneigjast þó til þess að líta fram hjá því að þrátt fyrir að frásögnin sé stundum ófullkomin eru nokkrir sérlega sterkir kaflar í Önnu. Þeir eru yfirleitt settir fram sem brot úr blaðagreinum og bloggfærslum sem anna les og koma í raun meginboðskap bókarinnar til skila: þörfinni á siðferðislegri afstöðu, ekki aðeins gagnvart samtíðarfólki okkar heldur gagnvart framtíðarkynslóðum. Í einni af þessum greinum er því haldið fram að lögmálið um gagnkvæmni – að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig – verði að ná inn í framtíðina: „Þú skalt gera öðrum kynslóðum það sem þú vildir að fyrri kynslóðir hefðu gert þér“.5 Hin rökrétta niðurstaða er: Hina 16 ára gömlu Önnu dreymir oft að hún sé endurholdguð sem sitt eigið barnabarnabarn, Nova, sem einnig er 16 ára árið 2082. Heimurinn á tímum Novu er gjörólíkur þeim sem Anna þekkir. Hörmulegar loftslagsbreytingar hafa átt sér stað. YFIRLESIÐ „

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.