Spássían - 2013, Side 44

Spássían - 2013, Side 44
44 Draumur á Jónsmessunótt Nemendaleikhús LHÍ Höfundur: William Shakespeare Þýðandi: Helgi Hálfdanarson Leikstjóri: Stefán Jónsson Leikmynd, lýsing og myndvinnsla: Egill Ingibergsson Búningar: Agnieszka Baranowska Tónlist: Úlfur Hansson og Björgvin Guðmundsson Leikendur: Arnar Dan Kristjánsson, Arnmundur Ernst Björnsson, Baltasar Breki Samper, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Eysteinn Sigurðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir, Hildur Berglind Arndal, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Oddur Júlíusson, Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, Thelma Marín Jónsdóttir, Þór Birgisson, Þorleifur Einarsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir ÞETTA er mjög einfalt. Draumur á Jónsmessunótt er skemmtilegasta leikrit sem skrifað hefur verið. Það er eins og flest meistaraverk Shakespeares mjög teygjanlegt og túlkanlegt, ótal leiðir færar að skilningi á því. Það er bara eitt sem er bannað; að gera leiðinlega sýningu úr því.  Sem betur fer hafa nemendur Stefáns Jónssonar alls ekki fallið á því prófi. Uppfærslan er kraftmikil og fjörug, gegnhugsuð en samt frjálsleg og flinkur leikhópurinn nýtur hæfileika sinna.  Þetta er hið fullkomna nemendaleikhúsverkefni. Það eru eiginlega bara Þeseifur, Hippólíta og Egeifur sem þurfa að vera eldri en aðrir – annars er þetta ungmennaleikrit. Kvenhlutverkin eru bæði mörg og bitastæð. Já og svo er þetta skemmtilegasta leikrit sem skrifað hefur verið. Var ég búinn að segja það?  Það sem gladdi mig mest hér var hvað hópnum varð mikið úr textanum. Miðaldra kverúlantagagnrýnendur eins og ég eiga það til að þusa yfir hörmulegu ástandi textanæmni hjá ungum leikurum. Gott ef okkur hefur ekki stundum þótt gæta ákveðinnar fyrirlitningar gagnvart þessum þætti leikaravinnunnar í viðtölum og vinnubrögðum leikhúsfólks.  Ástar/haturssamband íslensks leikhúss við þýðingar Helga Hálfdanarsonar á Shakespeare er svo stórmerkur kafli í leiklistarsögu okkar. Hin hlið þeirrar sögu er svo ástar/haturssamband Helga við íslenskt leikhús og uppátækjasemi þess í meðhöndlun þessara sömu þýðinga. Allt er þetta önnur saga og aðgengileg að einhverju leyti á tímarit.is.  Helgi hefði trúi ég verið harla glaður með hve munntöm þýðing hans var þessum hópi. Hve mikið af hugmyndum persónusköpun og krafti sýningarinnar átti sjáanlegar rætur í textanum, hve nautnin af því að kjamsa á kjarnyrtri snilldinni var á köflum augljós. Ég gladdist fyrir hans hönd og okkar hinna grámyglulegu Shakespeare- kverúlanta.  Tvennt samt:  Af hverju varð þessu snjalla fólki svona lítill matur úr kómedíunni um Píramus og Þispu? Þar var eins og það væri búið á hugmyndatanknum og þetta frábæra skemmtiatriði varð eins og að engu. Ég blæs NB á að það hafi verið vegna þess að handverksmannahópurinn var mikið til skipaður fyrstaársnemum. Það kemst enginn inn í Leiklistardeild LHÍ sem ekki getur brillerað með svona stöff í höndunum.  En einkum þó:  Er ekki teknótónlist og tilvísanir í klám- og BDSM- heiminn sem leikhúsmál fyrir nautnir holdsins orðið aðeins of klisjulegt?  Það er ágætis siður í dómum um Nemendaleikhúsið að vera ekki að draga fram einstaka leikara. Mér þótti þau öll ná að blómstra – bæði í að gera ljóðmálið að sínu, í fögrum söng og líkamlegri fimi. Þetta er fínn hópur. Góður draumur. uppi á palli, inni í skógi … Eftir Þorgeir tryggvason

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.